Níu ákærðir fyrir stærsta mál sinnar tegundar í heiminum Þórður Snær Júlíusson og Stígur Helgason skrifar 19. mars 2013 07:00 Sigurður Einarsson Níu manns hafa verið ákærðir af sérstökum saksóknara vegna aðildar að allsherjarmarkaðsmisnotkun Kaupþings banka með hlutabréf í sjálfum sér. Á meðal hinna ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi starfandi stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi. Hinir fimm eru allir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings. Um er að ræða stærsta mál sinnar tegundar sem ákært hefur verið fyrir í heiminum og langumfangsmesta mál sem embætti sérstaks saksóknara hefur sent frá sér. Ákæra var gefin út fyrir helgi og birt hinum ákærðu í gær. Um er að ræða fimm markaðsmisnotkunarmál tengd Kaupþingi sem hafa verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara í langan tíma. Þau hafa nú verið sameinuð í eina ákæru. Á meðal þeirra eru kaup Kaupþings á 29 prósentum af öllu útgefnu hlutafé í sjálfu sér á árunum 2005 til 2008. Sérstakur saksóknari telur rökstuddan grun um að þessi viðskipti hafi verið stunduð, með vitund og vilja yfirstjórnenda Kaupþings, með kerfisbundnum og skipulögðum hætti, til að halda uppi verði bréfa í bankanum, meðal annars með milligöngu vildarviðskiptavina sem fengu lánað fyrir kaupunum. Daginn áður en Kaupþing féll, í október 2008, voru 92 prósent af eignasafni eigin viðskipta bankans hlutabréf í honum sjálfum. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Níu manns hafa verið ákærðir af sérstökum saksóknara vegna aðildar að allsherjarmarkaðsmisnotkun Kaupþings banka með hlutabréf í sjálfum sér. Á meðal hinna ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi starfandi stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi. Hinir fimm eru allir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings. Um er að ræða stærsta mál sinnar tegundar sem ákært hefur verið fyrir í heiminum og langumfangsmesta mál sem embætti sérstaks saksóknara hefur sent frá sér. Ákæra var gefin út fyrir helgi og birt hinum ákærðu í gær. Um er að ræða fimm markaðsmisnotkunarmál tengd Kaupþingi sem hafa verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara í langan tíma. Þau hafa nú verið sameinuð í eina ákæru. Á meðal þeirra eru kaup Kaupþings á 29 prósentum af öllu útgefnu hlutafé í sjálfu sér á árunum 2005 til 2008. Sérstakur saksóknari telur rökstuddan grun um að þessi viðskipti hafi verið stunduð, með vitund og vilja yfirstjórnenda Kaupþings, með kerfisbundnum og skipulögðum hætti, til að halda uppi verði bréfa í bankanum, meðal annars með milligöngu vildarviðskiptavina sem fengu lánað fyrir kaupunum. Daginn áður en Kaupþing féll, í október 2008, voru 92 prósent af eignasafni eigin viðskipta bankans hlutabréf í honum sjálfum.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira