Gylliboð og galdralausnir Ingibjörg Óðinsdóttir skrifar 14. mars 2013 06:00 Flestir þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingiskosninga næsta vor eru sammála um að setja þurfi í forgang að leysa skuldavanda heimilanna. Há greiðslubyrði stökkbreyttra lána, síaukin skattbyrði, hækkandi vöruverð og fá atvinnutækifæri hafa þau áhrif að kaupmáttur heimilanna rýrnar stöðugt og venjulegt fólk á fullt í fangi með að halda sér á floti. Það sem veldur hins vegar áhyggjum er hversu langt sumir flokkarnir ganga í því að bjóða gylliboð og galdralausnir sem ekki hafa verið hugsaðar til enda. Sumir þessara flokka komast t.d. upp með að slá um sig frösum sem líklegt má telja að fólk vilji heyra, líkt og „látum auðmenn borga brúsann“, „afnemum verðtrygginguna“ eða „lækkum verðtryggð húsnæðislán“, án þess að vera krafðir skýringa á því hvernig uppfylla eigi þessi loforð eða hvaða keðjuverkun það hrindir af stað í hagkerfinu. Hver man ekki eftir kosningafrasa Framsóknarflokksins hér um árið þegar framsóknarmenn börðu sér á brjóst og stuðluðu að því að bjóða fólki 90% húsnæðislán? Hvaða afleiðingar hafði það? Jú, fólk fékk að taka hærra lán sem hafði þau einu áhrif að fasteignaverð hækkaði samhliða. Þetta kosningaloforð var því bjarnargreiði fyrir marga og nú lofar sami flokkur að hann láti þessi lán hverfa. Margir eru því miður í þeirri stöðu í dag að vera orðnir það langeygir eftir lausnum og hafa það litla trú á framtíðinni að þeir eru nánast reiðubúnir að stökkva á hvað sem er. Sama hversu ótrúlega það hljómar, það getur ekki verið verra en núverandi ástand. En það er bara ekki rétt. Við búum í mjög viðkvæmu hagkerfi sem er í dag varið með verðtryggingu og höftum og allar aðgerðir sem miða að því að koma okkur á réttan kjöl verða að vera úthugsaðar og öfgalausar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett fram tillögur að slíkum aðgerðum sem allar miða að því að létta á greiðslubyrði heimilanna og lækka skuldir. Engar öfgar, engin gylliboð, bara raunhæfar lausnir. Þessar lausnir voru kynntar á síðasta landsfundi og fela m.a. í sér skattaafslátt til að auðvelda afborganir af húsnæðislánum, að nýta séreignarsparnað til að greiða niður höfuðstól lána, að lækka tekjuskatt og að afnema stimpilgjöld. Flokkurinn leggur jafnframt mikla áherslu á afnám gjaldeyrishaftanna sem forsendu efnahagsbata og vill gefa fólki val um að taka verðtryggð eða óverðtryggð lán, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Hugsunin er sú að samspil margra þátta leysi skuldavanda heimilanna. Vandi heimilanna er misjafn og þess vegna þurfa lausnirnar að vera það líka. Ég vara fólk við að stökkva á gylliboð og galdralausnir án þess að fá skýringar eða svör við því hvernig fara eigi að hlutunum. Það er ekki nóg að ætla að setja málið í nefnd og svara eftir kosningar. Lærum af reynslunni og tökum skynsamar ákvarðanir varðandi framtíðina. Þannig, og eingöngu þannig, náum við að snúa blaðinu við og horfa fram á bjartari tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Sjá meira
Flestir þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingiskosninga næsta vor eru sammála um að setja þurfi í forgang að leysa skuldavanda heimilanna. Há greiðslubyrði stökkbreyttra lána, síaukin skattbyrði, hækkandi vöruverð og fá atvinnutækifæri hafa þau áhrif að kaupmáttur heimilanna rýrnar stöðugt og venjulegt fólk á fullt í fangi með að halda sér á floti. Það sem veldur hins vegar áhyggjum er hversu langt sumir flokkarnir ganga í því að bjóða gylliboð og galdralausnir sem ekki hafa verið hugsaðar til enda. Sumir þessara flokka komast t.d. upp með að slá um sig frösum sem líklegt má telja að fólk vilji heyra, líkt og „látum auðmenn borga brúsann“, „afnemum verðtrygginguna“ eða „lækkum verðtryggð húsnæðislán“, án þess að vera krafðir skýringa á því hvernig uppfylla eigi þessi loforð eða hvaða keðjuverkun það hrindir af stað í hagkerfinu. Hver man ekki eftir kosningafrasa Framsóknarflokksins hér um árið þegar framsóknarmenn börðu sér á brjóst og stuðluðu að því að bjóða fólki 90% húsnæðislán? Hvaða afleiðingar hafði það? Jú, fólk fékk að taka hærra lán sem hafði þau einu áhrif að fasteignaverð hækkaði samhliða. Þetta kosningaloforð var því bjarnargreiði fyrir marga og nú lofar sami flokkur að hann láti þessi lán hverfa. Margir eru því miður í þeirri stöðu í dag að vera orðnir það langeygir eftir lausnum og hafa það litla trú á framtíðinni að þeir eru nánast reiðubúnir að stökkva á hvað sem er. Sama hversu ótrúlega það hljómar, það getur ekki verið verra en núverandi ástand. En það er bara ekki rétt. Við búum í mjög viðkvæmu hagkerfi sem er í dag varið með verðtryggingu og höftum og allar aðgerðir sem miða að því að koma okkur á réttan kjöl verða að vera úthugsaðar og öfgalausar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett fram tillögur að slíkum aðgerðum sem allar miða að því að létta á greiðslubyrði heimilanna og lækka skuldir. Engar öfgar, engin gylliboð, bara raunhæfar lausnir. Þessar lausnir voru kynntar á síðasta landsfundi og fela m.a. í sér skattaafslátt til að auðvelda afborganir af húsnæðislánum, að nýta séreignarsparnað til að greiða niður höfuðstól lána, að lækka tekjuskatt og að afnema stimpilgjöld. Flokkurinn leggur jafnframt mikla áherslu á afnám gjaldeyrishaftanna sem forsendu efnahagsbata og vill gefa fólki val um að taka verðtryggð eða óverðtryggð lán, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Hugsunin er sú að samspil margra þátta leysi skuldavanda heimilanna. Vandi heimilanna er misjafn og þess vegna þurfa lausnirnar að vera það líka. Ég vara fólk við að stökkva á gylliboð og galdralausnir án þess að fá skýringar eða svör við því hvernig fara eigi að hlutunum. Það er ekki nóg að ætla að setja málið í nefnd og svara eftir kosningar. Lærum af reynslunni og tökum skynsamar ákvarðanir varðandi framtíðina. Þannig, og eingöngu þannig, náum við að snúa blaðinu við og horfa fram á bjartari tíma.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun