Dyggðir stjórnmála Páll Valur Björnsson skrifar 8. mars 2013 06:00 Stjórnmál, hvað fær fólk til þess að taka þátt í stjórnmálum? Það er von að margir velti því fyrir sér þessa dagana hvað fær fólk til þess að taka þátt í stjórnmálum eins og staðan á stjórnarheimilinu og hinu háa Alþingi er um þessar mundir. Þar virðist hver höndin vera upp á móti annarri og ekki vinnandi vegur að fá niðurstöður í nokkurt mál, mál sem brenna á þjóðinni eins og t.d. stjórnarskrármálið. Hvernig má það vera eftir allt sem á undan er gengið að alþingismenn þjóðarinnar geti ekki með nokkru móti unnið saman að farsælum lausnum fyrir land og þjóð? Það er sama hvaða mál eru á dagskrá; það logar allt stafna á milli, enginn gefur þumlung eftir og dýrmætum tíma Alþingis er sóað í endalaust málþóf og þrætur sem ætlar alla lifandi að drepa úr leiðindum. Gunnar Hersveinn heimspekingur og rithöfundur hefur skrifað bækurnar Orðspor - gildin í samfélaginu og Gæfuspor - gildin í lífinu, afar merkilegar og fræðandi bækur sem ég tel að ættu að vera til í bókasafni allra þeirra sem starfa við stjórnmál. Gunnar Hersveinn segir m.a. að: „Starf í stjórnmálum sé göfugt vegna þess að sá eða sú sem stundar það á að vinna að hamingju og heill þjóðar sinnar. Nafn starfslýsingarinnar er farsæld þjóðar.“ Hann nefnir að mælikvarðinn í stjórnmálum sé hugtakið almannaheill. Þegar maður stendur álengdar og fylgist með því sem fram fer í sölum Alþingis efast maður á stundum um að það sé tilgangurinn með öllu þessu ati. Gunnar heldur áfram og segir: „Þroski þeirra sem iðka stjórnmál felst í því að ná árangri í ræktun fjögurra sammannlegra dyggða: réttlætis, visku, hófsemdar og hugrekkis, og forðast af alefli fjóra (sam) mannlega lesti: hroka, ágirnd, öfund og heift.“ Þó að blessuðum fulltrúunum okkar á þingi sé ekki alls varnað finnst manni meira bera á hroka og heift í samskiptum þeirra í millum en réttlæti, visku, hófsemd og hugrekki. Það leiðir svo hugann að því hvers vegna virðingu fyrir Alþingi hefur hrakað svo mikið sem raun ber vitni. Gunnar Hersveinn fjallar um virðinguna í Gæfusporinu og segir okkur hversu þýðingarmikil virðingin er í mannlegum samskiptum og hún sé meðal máttarstólpa lýðræðisins. Sá sem ber virðingu fyrir öðrum öðlast virðingu annarra – það er lögmál virðingarinnar og hún er helsta dyggð mannréttinda. Það er ljóst í mínum huga að til þess að hefja virðingu Alþingis á hærra plan og ekki síst virðingu almennings fyrir stjórnmálamönnum verða þeir sem kjörnir eru til starfa á Alþingi að sýna hver öðrum meiri virðingu og ekki síst auðmýkt. Auðmýkt felst m.a. í því að finnast til um verk annarra og sá sem nemur auðmýkt verður mjúklyndur í hjarta. Andstaða auðmýktar er hroki, sem er galli í mannlegum samskiptum, og sá sem er fullur af hroka telur sig yfir aðra hafinn. Hann sýnir öðrum lítilsvirðingu og traðkar á skoðunum þeirra, rökum og ástæðum. Það hefur verið einkar dapurlegt að hlusta á stjórnmálafólk og þá ekki síst foringja gömlu flokkanna tala af hroka og lítilsvirðingu um Bjarta framtíð, samtök sem vilja nálgast stjórnmálin af réttlæti, visku, hófsemd og hugrekki. Í ályktun stjórnar Bjartrar framtíðar nr. 1 segir m.a.: „Áhersla sé lögð á sáttaferli ýmiss konar og forn rígur milli flokka, bæjarfélaga, fjölskyldna, einstaklinga, félagasamtaka og annarra, sem oft stendur í vegi fyrir framförum og heilbrigðri skynsemi, verði meðhöndlaður markvisst. Virðing Alþingis verði endurreist og þar ríki meiri sanngirni í orðaskiptum, kurteisi, gleði og jafnframt festa í vinnubrögðum líkt og tíðkast á mörgum öðrum sviðum samfélagsins, s.s. í fyrirtækja- og félagamenningu nútímans“. Látum þetta verða eitt af leiðarljósum okkar í komandi framtíð. Lifið heil. Höfundur skipar 1. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Stjórnmál, hvað fær fólk til þess að taka þátt í stjórnmálum? Það er von að margir velti því fyrir sér þessa dagana hvað fær fólk til þess að taka þátt í stjórnmálum eins og staðan á stjórnarheimilinu og hinu háa Alþingi er um þessar mundir. Þar virðist hver höndin vera upp á móti annarri og ekki vinnandi vegur að fá niðurstöður í nokkurt mál, mál sem brenna á þjóðinni eins og t.d. stjórnarskrármálið. Hvernig má það vera eftir allt sem á undan er gengið að alþingismenn þjóðarinnar geti ekki með nokkru móti unnið saman að farsælum lausnum fyrir land og þjóð? Það er sama hvaða mál eru á dagskrá; það logar allt stafna á milli, enginn gefur þumlung eftir og dýrmætum tíma Alþingis er sóað í endalaust málþóf og þrætur sem ætlar alla lifandi að drepa úr leiðindum. Gunnar Hersveinn heimspekingur og rithöfundur hefur skrifað bækurnar Orðspor - gildin í samfélaginu og Gæfuspor - gildin í lífinu, afar merkilegar og fræðandi bækur sem ég tel að ættu að vera til í bókasafni allra þeirra sem starfa við stjórnmál. Gunnar Hersveinn segir m.a. að: „Starf í stjórnmálum sé göfugt vegna þess að sá eða sú sem stundar það á að vinna að hamingju og heill þjóðar sinnar. Nafn starfslýsingarinnar er farsæld þjóðar.“ Hann nefnir að mælikvarðinn í stjórnmálum sé hugtakið almannaheill. Þegar maður stendur álengdar og fylgist með því sem fram fer í sölum Alþingis efast maður á stundum um að það sé tilgangurinn með öllu þessu ati. Gunnar heldur áfram og segir: „Þroski þeirra sem iðka stjórnmál felst í því að ná árangri í ræktun fjögurra sammannlegra dyggða: réttlætis, visku, hófsemdar og hugrekkis, og forðast af alefli fjóra (sam) mannlega lesti: hroka, ágirnd, öfund og heift.“ Þó að blessuðum fulltrúunum okkar á þingi sé ekki alls varnað finnst manni meira bera á hroka og heift í samskiptum þeirra í millum en réttlæti, visku, hófsemd og hugrekki. Það leiðir svo hugann að því hvers vegna virðingu fyrir Alþingi hefur hrakað svo mikið sem raun ber vitni. Gunnar Hersveinn fjallar um virðinguna í Gæfusporinu og segir okkur hversu þýðingarmikil virðingin er í mannlegum samskiptum og hún sé meðal máttarstólpa lýðræðisins. Sá sem ber virðingu fyrir öðrum öðlast virðingu annarra – það er lögmál virðingarinnar og hún er helsta dyggð mannréttinda. Það er ljóst í mínum huga að til þess að hefja virðingu Alþingis á hærra plan og ekki síst virðingu almennings fyrir stjórnmálamönnum verða þeir sem kjörnir eru til starfa á Alþingi að sýna hver öðrum meiri virðingu og ekki síst auðmýkt. Auðmýkt felst m.a. í því að finnast til um verk annarra og sá sem nemur auðmýkt verður mjúklyndur í hjarta. Andstaða auðmýktar er hroki, sem er galli í mannlegum samskiptum, og sá sem er fullur af hroka telur sig yfir aðra hafinn. Hann sýnir öðrum lítilsvirðingu og traðkar á skoðunum þeirra, rökum og ástæðum. Það hefur verið einkar dapurlegt að hlusta á stjórnmálafólk og þá ekki síst foringja gömlu flokkanna tala af hroka og lítilsvirðingu um Bjarta framtíð, samtök sem vilja nálgast stjórnmálin af réttlæti, visku, hófsemd og hugrekki. Í ályktun stjórnar Bjartrar framtíðar nr. 1 segir m.a.: „Áhersla sé lögð á sáttaferli ýmiss konar og forn rígur milli flokka, bæjarfélaga, fjölskyldna, einstaklinga, félagasamtaka og annarra, sem oft stendur í vegi fyrir framförum og heilbrigðri skynsemi, verði meðhöndlaður markvisst. Virðing Alþingis verði endurreist og þar ríki meiri sanngirni í orðaskiptum, kurteisi, gleði og jafnframt festa í vinnubrögðum líkt og tíðkast á mörgum öðrum sviðum samfélagsins, s.s. í fyrirtækja- og félagamenningu nútímans“. Látum þetta verða eitt af leiðarljósum okkar í komandi framtíð. Lifið heil. Höfundur skipar 1. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun