Áfram stelpur til framtíðar Svandís Svavarsdóttir og umhverfis- og auðlindaráðherra skrifa 8. mars 2013 06:00 Ég á tvær dætur og tvær dótturdætur. Ég er rík kona. Móðir mín var vinkona mín og fyrirmynd í svo ótal mörgu en kannski mest í tímalausu æðruleysi og gleði yfir því smáa í mannlífinu og náttúrunni. Og líka því að þora að taka rými á eigin forsendum. Reynsla kynslóðanna, frá konu til konu, milli systra, mæðgna og vinkvenna, felur í sér sköpunarkraft og hreyfiafl sem breytir heiminum og bætir hann á hverjum degi. Þessi kraftur er alla jafna ekki viðfangsefni stjórnmálanna en ætti að eiga þangað greiða leið, enda er þar vettvangur ákvarðanatöku og stefnumótunar um það hvers konar samfélag við byggjum. Konur endast skemur í pólitík en karlar en eiga þangað brýnt erindi ekki síður en þeir. Við sem erum konur í stjórnmálum þurfum að gera okkur grein fyrir þessu. Styðja hver aðra og hvetja hver aðra, líka þvert á flokkslínur og hópa. Hvetjum dætur okkar, systur og mæður til dáða, til að taka rými, láta að sér kveða og standa með öðrum konum. Ekki veitir af. Sögur kvenna þarf að segja. Þær eiga erindi en heyrast allt of sjaldan – í opinberri umræðu, í stjórnunarstöðum, á ritstjórnum fjölmiðla, í fræðum og vísindum, í listum, kvikmyndum og leikhúsi, í íþróttum og atvinnulífi. Líka í umræðu um félagslíf eða áfengismeðferðir. Alls staðar í samfélaginu. Á eigin forsendum. Enn minnir 8. mars okkur á endalausa vegferð kvenna á öllum tímum. Kröfuna um jöfn réttindi, frelsi til að vera og frelsi til að taka þátt. Frelsi til að ráða ráðum sínum, hafa vald á eigin líkama, njóta jafnræðis í launum, kjörum og tækifærum. Að þurfa ekki að óttast ofbeldi maka síns, ókunnugra eða kunnugra. Að ganga öruggar um götur og torg. Líka í myrkri. Líka undir áhrifum. Þegar heimilisofbeldi, mansali og vændi hefur verið útrýmt. Þegar konur verða hvergi verslunarvara. Þegar kjör karla og kvenna verða jöfn. Þegar stúlkur geta málað allan heiminn í sínum litum rétt eins og drengir. Þá er baráttunni lokið – ekki fyrr. Gleðilegan 8. mars! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Sjá meira
Ég á tvær dætur og tvær dótturdætur. Ég er rík kona. Móðir mín var vinkona mín og fyrirmynd í svo ótal mörgu en kannski mest í tímalausu æðruleysi og gleði yfir því smáa í mannlífinu og náttúrunni. Og líka því að þora að taka rými á eigin forsendum. Reynsla kynslóðanna, frá konu til konu, milli systra, mæðgna og vinkvenna, felur í sér sköpunarkraft og hreyfiafl sem breytir heiminum og bætir hann á hverjum degi. Þessi kraftur er alla jafna ekki viðfangsefni stjórnmálanna en ætti að eiga þangað greiða leið, enda er þar vettvangur ákvarðanatöku og stefnumótunar um það hvers konar samfélag við byggjum. Konur endast skemur í pólitík en karlar en eiga þangað brýnt erindi ekki síður en þeir. Við sem erum konur í stjórnmálum þurfum að gera okkur grein fyrir þessu. Styðja hver aðra og hvetja hver aðra, líka þvert á flokkslínur og hópa. Hvetjum dætur okkar, systur og mæður til dáða, til að taka rými, láta að sér kveða og standa með öðrum konum. Ekki veitir af. Sögur kvenna þarf að segja. Þær eiga erindi en heyrast allt of sjaldan – í opinberri umræðu, í stjórnunarstöðum, á ritstjórnum fjölmiðla, í fræðum og vísindum, í listum, kvikmyndum og leikhúsi, í íþróttum og atvinnulífi. Líka í umræðu um félagslíf eða áfengismeðferðir. Alls staðar í samfélaginu. Á eigin forsendum. Enn minnir 8. mars okkur á endalausa vegferð kvenna á öllum tímum. Kröfuna um jöfn réttindi, frelsi til að vera og frelsi til að taka þátt. Frelsi til að ráða ráðum sínum, hafa vald á eigin líkama, njóta jafnræðis í launum, kjörum og tækifærum. Að þurfa ekki að óttast ofbeldi maka síns, ókunnugra eða kunnugra. Að ganga öruggar um götur og torg. Líka í myrkri. Líka undir áhrifum. Þegar heimilisofbeldi, mansali og vændi hefur verið útrýmt. Þegar konur verða hvergi verslunarvara. Þegar kjör karla og kvenna verða jöfn. Þegar stúlkur geta málað allan heiminn í sínum litum rétt eins og drengir. Þá er baráttunni lokið – ekki fyrr. Gleðilegan 8. mars!
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun