Fékk að æfa með strákaliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2013 06:00 Katrín Jónsdóttir segir árlegt æfingamót í Portúgal skipta íslenska kvennalandsliðið miklu máli. NordicPhotos/Getty Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, fer fyrir íslenska landsliðinu í Algarve-bikarnum sem hefst í Portúgal á morgun. Katrín stendur á tímamótum því hún er flutt frá Stokkhólmi norður til Umeå þar sem hún spilar með heimaliðinu í sænsku úrvalsdeildinni í ár. Það var ljóst að hún yrði ekki áfram hjá Djurgården sem féll í fyrra. „Síðasta tímabil var rosalega erfitt og það er frábært fyrir mig að fá tækifæri til að spila áfram í þessari deild og þá með svona góðu liði," segir Katrín. „Gengi liðsins í fyrra var undir væntingum og fólk var svekkt yfir því. Núna í ár er sett stefnan á það að berjast í efri hluta deildarinnar," segir Katrín, sem er langelst í liðinu. „Þetta er mjög ungt lið. Það eru nokkrar fæddar 1988 og þá eru þær nú allavega orðnar 25 ára," segir Katrín létt, en hún verður 36 ára í lok maí. Katrín er nýflutt norður til Umeå en fram að því átti hún góða að í Stokkhólmi. „Ég er búin að vera að æfa með kvennaliði Djurgården og 17 ára strákaliði Brommapojkarna. Djurgården var almennilegt að leyfa mér að æfa með þeim til að byrja með og svo var það Magni Fanndal, sem er að þjálfa 19 ára karlaliðið hjá Brommapojkarna, sem kom mér í samband við sautján ára þjálfarann," segir Katrín en hvernig er að æfa með strákunum? „Það var mjög fínt og ég hefði viljað æfa oftar með þeim. Það var rosagott að geta fengið smá tempóæfingar og nauðsynlegt fyrir mig. Það var ekkert mál að halda sér í formi í ræktinni og byggja þar upp styrk og hlaupaform. Hlaupaformið var orðið mjög fínt en til þess að halda fótboltaforminu verður maður að vera í fótbolta. Það er gott að prófa eitthvað nýtt því það þýðir ekki bara að hlaupa eða lyfta. Það þarf að sparka í bolta líka," segir Katrín. Katrín er læknir en notar nú tækifærið til að bæta við sig menntun á meðan hún klárar fótboltaferilinn. „Ég mun halda áfram sérnámi mínu í heimilislækningum. Hér er það þannig að helmingurinn af sérnáminu fer inn á spítala og maður þarf að redda sér plássi inni á spítala. Ég ákvað að taka augn- og háls-, nef- og eyrnalækningar meðan ég er hér," segir Katrín. „Ég mun bara vera í fimmtíu prósenta stöðu þannig að þetta verður miklu minna álag en á síðasta ári. Það þarf samt að vera eitthvað. Fyrsta árið mitt í Djurgården var ég ekki að vinna. Það er ekkert mál í smá tíma en eftir smá tíma er það bara mannskemmandi að vera bara í fótbolta. Maður þarf að vera í einhverju öðru til að örva heilann," segir Katrín. Algarve-bikarinn skiptir íslenska landsliðið miklu máli enda mikilvægur fyrir Evrópumótið næsta sumar. Katrín þekkir þetta mót vel enda mætt til Portúgal í níunda skiptið á ferlinum. „Þetta er frábært mót fyrir okkur. Þetta eru margir leikir og það eru margir leikmenn sem fara með. Margir leikmenn fá tækifærið og ná sér í reynslu. Við fáum virkilega að reyna á okkur og sjá hvar við stöndum, sem er gríðarlega mikilvægt og þá sérstaklega á EM-ári. Það munu verða gerð mistök á þessu móti og við munum reyna að laga það og vera búnar að bæta það þegar við komum á EM. Það uppgötvar maður ekki með því að spila við lélegan mótherja," sagði Katrín að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, fer fyrir íslenska landsliðinu í Algarve-bikarnum sem hefst í Portúgal á morgun. Katrín stendur á tímamótum því hún er flutt frá Stokkhólmi norður til Umeå þar sem hún spilar með heimaliðinu í sænsku úrvalsdeildinni í ár. Það var ljóst að hún yrði ekki áfram hjá Djurgården sem féll í fyrra. „Síðasta tímabil var rosalega erfitt og það er frábært fyrir mig að fá tækifæri til að spila áfram í þessari deild og þá með svona góðu liði," segir Katrín. „Gengi liðsins í fyrra var undir væntingum og fólk var svekkt yfir því. Núna í ár er sett stefnan á það að berjast í efri hluta deildarinnar," segir Katrín, sem er langelst í liðinu. „Þetta er mjög ungt lið. Það eru nokkrar fæddar 1988 og þá eru þær nú allavega orðnar 25 ára," segir Katrín létt, en hún verður 36 ára í lok maí. Katrín er nýflutt norður til Umeå en fram að því átti hún góða að í Stokkhólmi. „Ég er búin að vera að æfa með kvennaliði Djurgården og 17 ára strákaliði Brommapojkarna. Djurgården var almennilegt að leyfa mér að æfa með þeim til að byrja með og svo var það Magni Fanndal, sem er að þjálfa 19 ára karlaliðið hjá Brommapojkarna, sem kom mér í samband við sautján ára þjálfarann," segir Katrín en hvernig er að æfa með strákunum? „Það var mjög fínt og ég hefði viljað æfa oftar með þeim. Það var rosagott að geta fengið smá tempóæfingar og nauðsynlegt fyrir mig. Það var ekkert mál að halda sér í formi í ræktinni og byggja þar upp styrk og hlaupaform. Hlaupaformið var orðið mjög fínt en til þess að halda fótboltaforminu verður maður að vera í fótbolta. Það er gott að prófa eitthvað nýtt því það þýðir ekki bara að hlaupa eða lyfta. Það þarf að sparka í bolta líka," segir Katrín. Katrín er læknir en notar nú tækifærið til að bæta við sig menntun á meðan hún klárar fótboltaferilinn. „Ég mun halda áfram sérnámi mínu í heimilislækningum. Hér er það þannig að helmingurinn af sérnáminu fer inn á spítala og maður þarf að redda sér plássi inni á spítala. Ég ákvað að taka augn- og háls-, nef- og eyrnalækningar meðan ég er hér," segir Katrín. „Ég mun bara vera í fimmtíu prósenta stöðu þannig að þetta verður miklu minna álag en á síðasta ári. Það þarf samt að vera eitthvað. Fyrsta árið mitt í Djurgården var ég ekki að vinna. Það er ekkert mál í smá tíma en eftir smá tíma er það bara mannskemmandi að vera bara í fótbolta. Maður þarf að vera í einhverju öðru til að örva heilann," segir Katrín. Algarve-bikarinn skiptir íslenska landsliðið miklu máli enda mikilvægur fyrir Evrópumótið næsta sumar. Katrín þekkir þetta mót vel enda mætt til Portúgal í níunda skiptið á ferlinum. „Þetta er frábært mót fyrir okkur. Þetta eru margir leikir og það eru margir leikmenn sem fara með. Margir leikmenn fá tækifærið og ná sér í reynslu. Við fáum virkilega að reyna á okkur og sjá hvar við stöndum, sem er gríðarlega mikilvægt og þá sérstaklega á EM-ári. Það munu verða gerð mistök á þessu móti og við munum reyna að laga það og vera búnar að bæta það þegar við komum á EM. Það uppgötvar maður ekki með því að spila við lélegan mótherja," sagði Katrín að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira