Að trúa á ritskoðun Ásta Guðrún Helgadóttir skrifar 2. mars 2013 06:00 Þetta snýst ekki um klám. Þetta snýst um ritskoðun. Fyrir erlendar ríkisstjórnir lítur umræðan út eins og Ísland sé alvarlega að íhuga ritskoðun á internetinu. Við höfum heimildir fyrir því að þessi umræða hafi verið þess valdandi að ríkisstjórnir alræðisríkja hafa tekið upp á því að vitna í að í ljósi þess að Ísland sé að ritskoða sitt internet, þá hljóti nú að vera í lagi að þær ritskoði sitt aðeins meira. Ekkert bendir til þess að íslensk yfirvöld séu hæfari nú en nokkru sinni fyrr til að fara með slíkt ofurvald. Fjörutíu og tveir einstaklingar og stofnanir víðs vegar að úr heiminum skrifuðu undir opið bréf til Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra þar sem hann var hvattur til þess að endurskoða hugmyndir sínar um ritskoðun á netinu. Þar segir meðal annars að með þessum aðgerðum væri íslenska ríkisstjórnin að standa í vegi fyrir aðgengi að upplýsingum, sem væri ekkert annað en alvarleg ritskoðun. „Á internetinu hefur ritskoðun fengið á sig nýja mynd. Það kemur ekki eingöngu í veg fyrir útgáfu, heldur einnig takmarkar það aðgengi fólks að upplýsingum sem það leitast eftir. Í stað þess að þagga niður rödd, þá er niðurstaðan að skerða hvaða upplýsingum fólk hefur aðgang að.“ Þetta hefur vakið athygli erlendis, og meðal annars fjallar The Guardian um bréfið á vef sínum. Þó það virðist vera einföld og aðgengileg leið að ritskoða internetið með miðstýrðum síum er sú hugmynd ýmsum vandkvæðum bundin. Er þar með talið að auðvelt er að komast fram hjá öllum slíkum hindrunum þar sem það er í eðli netsins að upplýsingar geti flætt með margvíslegum hætti milli staða. Einnig á það að vera einn af hornsteinum lýðræðis að almenningur fái að sjá heiminn eins og hann er, án þess að yfirvöld reyni að hafa áhrif þar á. Málið hefur vakið gríðarlega athygli meðal mannréttindafrömuða og tæknigúrúa víðs vegar um heim. Richard Stallman fylgist vel með þróun mála, en hann er einn virtasti frumkvöðull frjáls hugbúnaðar, sem er það sem Google og fleiri tölvurisar byggja sín kerfi á. Einnig má nefna Sunil Abraham, indverskan frumkvöðul sem fór úr tæknigeiranum í mannréttindageirann til að berjast gegn ritskoðun og takmörkunum á internetinu á Indlandi vegna áhyggja af spillingu þar, en Indland er stærsta lýðræðisríki heims. Meðal þeirra sem hafa skrifað undir bréfið má nefna Jillian C. York, sem er yfir tjáningarfrelsismálum hjá Electronic Frontier Foundation, og Laurie Penny, feminíska blaðakonu sem er einn ritstjóra tímaritsins New Statesman. Einnig er Ezra Zuckerman meðal undirskrifenda, en hann er prófessor í fjölmiðla- og félagsfræði við MIT og einn stofnandi Global Voices, sem er netsamfélag sem starfar í þróunarríkjum og alræðisríkjum með það að markmiði að auka tjáningarfrelsi. Rétt er að benda á að klámumræðan er ekki eina ritskoðunarumræðan sem er í gangi á Íslandi. Frumvarp liggur fyrir Alþingi um að banna fjárhættuspil á netinu, bæði með því að koma upp netritskoðun og með því að búa til svartan lista yfir lögaðila sem er óheimilt að stunda viðskipti við – sem er ritskoðun á hagkerfinu og brot á viðskiptafrelsi einstaklinga. Samkvæmt íslensku stjórnarskránni má ritskoðun aldrei í lög leiða, en mælandi þarf hins vegar að bera ábyrgð á orðum sínum og gjörðum fyrir laganna dóm. Þar með er komið í veg fyrir að ríkið geti stundað ritskoðun á efni sem þykir óæskilegt heldur felist úrskurðavaldið hjá dómstólum. Það sem hins vegar er verið að leggja til nú er að ríkið, með hjálp tölvutækninnar, leggi mat á allt upplýsingaflæði um netið og skeri úr um hvað Íslendingar megi sjá og heyra og hvað ekki. Það samræmist hvorki íslenskum lagahefðum né lýðræðislegu lagaumhverfi, þar sem takmörkunin mun ekki fara fyrir dómstóla Íslands. Tjáningarfrelsi í þessu samhengi snýst enn fremur ekki bara um réttinn til að tjá sig, heldur einnig réttinn til að hlusta á aðra og sjá heiminn eins og hann er, hvort sem hann er fallegur eða ljótur eða bara stórfurðulegur. Með því að hindra aðgang að efni á Internetinu er verið að dæma fólk fyrir fram og skerða þessi grunnréttindi. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvað felst í því að koma hömlum á internetið og hvaða áhrif það hefur í alþjóðasamhengi. Þegar á hólminn er komið er vert að velta fyrir sér hinni klassísku spurningu, hver á að fylgjast með vaktmönnunum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Guðrún Helgadóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þetta snýst ekki um klám. Þetta snýst um ritskoðun. Fyrir erlendar ríkisstjórnir lítur umræðan út eins og Ísland sé alvarlega að íhuga ritskoðun á internetinu. Við höfum heimildir fyrir því að þessi umræða hafi verið þess valdandi að ríkisstjórnir alræðisríkja hafa tekið upp á því að vitna í að í ljósi þess að Ísland sé að ritskoða sitt internet, þá hljóti nú að vera í lagi að þær ritskoði sitt aðeins meira. Ekkert bendir til þess að íslensk yfirvöld séu hæfari nú en nokkru sinni fyrr til að fara með slíkt ofurvald. Fjörutíu og tveir einstaklingar og stofnanir víðs vegar að úr heiminum skrifuðu undir opið bréf til Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra þar sem hann var hvattur til þess að endurskoða hugmyndir sínar um ritskoðun á netinu. Þar segir meðal annars að með þessum aðgerðum væri íslenska ríkisstjórnin að standa í vegi fyrir aðgengi að upplýsingum, sem væri ekkert annað en alvarleg ritskoðun. „Á internetinu hefur ritskoðun fengið á sig nýja mynd. Það kemur ekki eingöngu í veg fyrir útgáfu, heldur einnig takmarkar það aðgengi fólks að upplýsingum sem það leitast eftir. Í stað þess að þagga niður rödd, þá er niðurstaðan að skerða hvaða upplýsingum fólk hefur aðgang að.“ Þetta hefur vakið athygli erlendis, og meðal annars fjallar The Guardian um bréfið á vef sínum. Þó það virðist vera einföld og aðgengileg leið að ritskoða internetið með miðstýrðum síum er sú hugmynd ýmsum vandkvæðum bundin. Er þar með talið að auðvelt er að komast fram hjá öllum slíkum hindrunum þar sem það er í eðli netsins að upplýsingar geti flætt með margvíslegum hætti milli staða. Einnig á það að vera einn af hornsteinum lýðræðis að almenningur fái að sjá heiminn eins og hann er, án þess að yfirvöld reyni að hafa áhrif þar á. Málið hefur vakið gríðarlega athygli meðal mannréttindafrömuða og tæknigúrúa víðs vegar um heim. Richard Stallman fylgist vel með þróun mála, en hann er einn virtasti frumkvöðull frjáls hugbúnaðar, sem er það sem Google og fleiri tölvurisar byggja sín kerfi á. Einnig má nefna Sunil Abraham, indverskan frumkvöðul sem fór úr tæknigeiranum í mannréttindageirann til að berjast gegn ritskoðun og takmörkunum á internetinu á Indlandi vegna áhyggja af spillingu þar, en Indland er stærsta lýðræðisríki heims. Meðal þeirra sem hafa skrifað undir bréfið má nefna Jillian C. York, sem er yfir tjáningarfrelsismálum hjá Electronic Frontier Foundation, og Laurie Penny, feminíska blaðakonu sem er einn ritstjóra tímaritsins New Statesman. Einnig er Ezra Zuckerman meðal undirskrifenda, en hann er prófessor í fjölmiðla- og félagsfræði við MIT og einn stofnandi Global Voices, sem er netsamfélag sem starfar í þróunarríkjum og alræðisríkjum með það að markmiði að auka tjáningarfrelsi. Rétt er að benda á að klámumræðan er ekki eina ritskoðunarumræðan sem er í gangi á Íslandi. Frumvarp liggur fyrir Alþingi um að banna fjárhættuspil á netinu, bæði með því að koma upp netritskoðun og með því að búa til svartan lista yfir lögaðila sem er óheimilt að stunda viðskipti við – sem er ritskoðun á hagkerfinu og brot á viðskiptafrelsi einstaklinga. Samkvæmt íslensku stjórnarskránni má ritskoðun aldrei í lög leiða, en mælandi þarf hins vegar að bera ábyrgð á orðum sínum og gjörðum fyrir laganna dóm. Þar með er komið í veg fyrir að ríkið geti stundað ritskoðun á efni sem þykir óæskilegt heldur felist úrskurðavaldið hjá dómstólum. Það sem hins vegar er verið að leggja til nú er að ríkið, með hjálp tölvutækninnar, leggi mat á allt upplýsingaflæði um netið og skeri úr um hvað Íslendingar megi sjá og heyra og hvað ekki. Það samræmist hvorki íslenskum lagahefðum né lýðræðislegu lagaumhverfi, þar sem takmörkunin mun ekki fara fyrir dómstóla Íslands. Tjáningarfrelsi í þessu samhengi snýst enn fremur ekki bara um réttinn til að tjá sig, heldur einnig réttinn til að hlusta á aðra og sjá heiminn eins og hann er, hvort sem hann er fallegur eða ljótur eða bara stórfurðulegur. Með því að hindra aðgang að efni á Internetinu er verið að dæma fólk fyrir fram og skerða þessi grunnréttindi. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvað felst í því að koma hömlum á internetið og hvaða áhrif það hefur í alþjóðasamhengi. Þegar á hólminn er komið er vert að velta fyrir sér hinni klassísku spurningu, hver á að fylgjast með vaktmönnunum?
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun