Samstaða um að verja íslenska hagsmuni Katrín Júlíusdóttir skrifar 27. febrúar 2013 06:00 Eftir að hafa hlýtt á landsfundarávörp formanna tveggja stjórnarandstöðuflokka fagna ég þeirri þverpólitísku samstöðu sem nú hefur náðst um ýtrustu vörn fyrir hagsmuni íslenskra heimila og fyrirtækja gagnvart því verkefni að gera upp þrotabú föllnu bankanna og losa um fjármagnshöft. Fyrir aðeins ári síðan var umdeilt á Alþingi hvort fella ætti erlendar eignir þrotabúanna undir fjármagnshöftin og fulltrúar stjórnarandstöðu ýmist greitt atkvæði gegn því eða setið hjá. Í dag ríkir hins vegar einhugur um mikilvægi þess að með því náðum við fullum tökum á greiðsluflæði frá þrotabúunum til erlendra kröfuhafa. Full eining er um það milli ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands að ganga eins langt í því að verja íslenska hagsmuni og lög og þjóðréttarlegar skuldbindingar leyfa. Við væntum þess að losunaráætlunin gengi hraðar en varúðarsjónarmið gagnvart þróun á alþjóðamörkuðum og stöðu þrotabúanna hafa ráðið hraðanum. Til að stýra uppfærslu áætlunar um losun fjármagnshafta, þar sem tekið er á því risavaxna verkefni sem uppgjör þrotabúa föllnu bankanna sannarlega er, starfar stýrinefnd sem í eiga sæti ráðherrar efnahags- og bankamála auk Seðlabankastjóra og forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Ekki verða gefnar út reglur sem heimila undanþágur til uppgjörs á þrotabúum gömlu bankanna án þess að þær hafi verið yfirfarnar í stýrinefnd og staðfestar af fjármála- og efnahagsráðherra. Ég hef lagt ríka áherslu á að halda forystumönnum allra flokka upplýstum um framvinduna enda blasir við að hver sú ríkisstjórnsem hér tekur við að loknum kosningunum í vor mun þurfa að fást við þetta verkefni. Samstaða hefur nú náðst um að stíga það mikilvæga skref að miða losun fjármagnshafta ekki við ákveðnar dagsetningar heldur við þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar og þann árangur sem við viljum ná. Gagnvart kröfuhöfum styrkir það stöðu okkar að þessi þverpólitíska samstaða sem náðst hefur um íslenska hagsmuni síðustu misserin haldi. Þannig hef ég stýrt þessu verkefni og hyggst gera áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa hlýtt á landsfundarávörp formanna tveggja stjórnarandstöðuflokka fagna ég þeirri þverpólitísku samstöðu sem nú hefur náðst um ýtrustu vörn fyrir hagsmuni íslenskra heimila og fyrirtækja gagnvart því verkefni að gera upp þrotabú föllnu bankanna og losa um fjármagnshöft. Fyrir aðeins ári síðan var umdeilt á Alþingi hvort fella ætti erlendar eignir þrotabúanna undir fjármagnshöftin og fulltrúar stjórnarandstöðu ýmist greitt atkvæði gegn því eða setið hjá. Í dag ríkir hins vegar einhugur um mikilvægi þess að með því náðum við fullum tökum á greiðsluflæði frá þrotabúunum til erlendra kröfuhafa. Full eining er um það milli ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands að ganga eins langt í því að verja íslenska hagsmuni og lög og þjóðréttarlegar skuldbindingar leyfa. Við væntum þess að losunaráætlunin gengi hraðar en varúðarsjónarmið gagnvart þróun á alþjóðamörkuðum og stöðu þrotabúanna hafa ráðið hraðanum. Til að stýra uppfærslu áætlunar um losun fjármagnshafta, þar sem tekið er á því risavaxna verkefni sem uppgjör þrotabúa föllnu bankanna sannarlega er, starfar stýrinefnd sem í eiga sæti ráðherrar efnahags- og bankamála auk Seðlabankastjóra og forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Ekki verða gefnar út reglur sem heimila undanþágur til uppgjörs á þrotabúum gömlu bankanna án þess að þær hafi verið yfirfarnar í stýrinefnd og staðfestar af fjármála- og efnahagsráðherra. Ég hef lagt ríka áherslu á að halda forystumönnum allra flokka upplýstum um framvinduna enda blasir við að hver sú ríkisstjórnsem hér tekur við að loknum kosningunum í vor mun þurfa að fást við þetta verkefni. Samstaða hefur nú náðst um að stíga það mikilvæga skref að miða losun fjármagnshafta ekki við ákveðnar dagsetningar heldur við þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar og þann árangur sem við viljum ná. Gagnvart kröfuhöfum styrkir það stöðu okkar að þessi þverpólitíska samstaða sem náðst hefur um íslenska hagsmuni síðustu misserin haldi. Þannig hef ég stýrt þessu verkefni og hyggst gera áfram.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar