Norðurslóðir eru framtíð Íslands Össur Skarphéðinsson skrifar 19. febrúar 2013 06:00 Mín spá er að á þessari öld muni Íslendingar sækja mestan auð sinn til norðurslóða. Uppsprettur nýrra verðmæta verða ferns konar. Olíu- og gasvinnsla mun hefjast á Drekasvæðinu fyrr en seinna. Sömu lindir liggja yfir í lögsögu Norðmanna vegna Jan Mayen. Má þá ekki gleyma að þar á Ísland fjórðungs hlut í öllum olíulindum samkvæmt einum besta milliríkjasamningi sem utanríkisþjónustan hefur gert. Hlýnun sjávar mun leiða til þess að lengra fram á öldinni kunna ný, víðfeðm búsvæði nytjategunda að skapast langt norður í höfum þegar ísþekjan bráðnar. Þar verða Íslendingar að standa fast á sínum hlut. Ekki er ólíklegt að stofnarnir sem breiðast norður um séu íslenskrar ættar, eða afleggjarar úr flökkustofnum sem við eigum þegar umsaminn hlut í. Siglingar um Norður-Íshafið aukast ár frá ári vegna minnkandi hafíss og aukins áhuga Asíuríkja og norðurskautsríkja á að nýta siglingaleiðina til að stytta flutningaleiðir milli hafna við Norður-Atlantshaf og Kyrrahaf. Þar er til lengri tíma horft til miðleiðarinnar, þvert yfir pólinn, sem er stysta leiðin milli Asíu og Evrópu. Vegna legu landsins mun miðleiðin auka gríðarlega pólitískt vægi Íslands gagnvart Asíu, Ameríku og Evrópu. Hún mun líka krefjast þess að Ísland verður ein af mikilvægum umskipunarhöfnum fyrir flutningana yfir pólinn. Það leiddi til efnahagslegra stakkaskipta á Íslandi, og Norðurlandi sérstaklega. Fyrst í tíma er þó uppbygging þjónustu á Íslandi við þau þrjú vinnslusvæði sem líklegt er að verði komin í framleiðslu í kringum 2025. Þau eru hornpunktar svæðis sem ég hef skilgreint sem íslenska orkuþríhyrninginn og nær frá Norðaustur-Grænlandi til Jan Mayen, og suður til Íslands. Á þessum og næsta áratug verða mikil umsvif í rannsóknum og tilraunaborunum. Slík útgerð er flókin, kostar hundruð milljarða og þarfnast mikillar þjónustu. Síðustu ár hef ég unnið dyggilega að því að ná upp samstöðu með Grænlendingum og Norðmönnum um að langskynsamlegast er að vinna með Íslendingum að því að byggja upp þjónustu við vinnslusvæðin í orkuþríhyrningnum hér á Íslandi. Það eitt mun gjörbreyta efnahag Íslands, útrýma atvinnuleysi og skapa meiri auð fyrir þjóðina en hún hefur áður þekkt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurslóðir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Mín spá er að á þessari öld muni Íslendingar sækja mestan auð sinn til norðurslóða. Uppsprettur nýrra verðmæta verða ferns konar. Olíu- og gasvinnsla mun hefjast á Drekasvæðinu fyrr en seinna. Sömu lindir liggja yfir í lögsögu Norðmanna vegna Jan Mayen. Má þá ekki gleyma að þar á Ísland fjórðungs hlut í öllum olíulindum samkvæmt einum besta milliríkjasamningi sem utanríkisþjónustan hefur gert. Hlýnun sjávar mun leiða til þess að lengra fram á öldinni kunna ný, víðfeðm búsvæði nytjategunda að skapast langt norður í höfum þegar ísþekjan bráðnar. Þar verða Íslendingar að standa fast á sínum hlut. Ekki er ólíklegt að stofnarnir sem breiðast norður um séu íslenskrar ættar, eða afleggjarar úr flökkustofnum sem við eigum þegar umsaminn hlut í. Siglingar um Norður-Íshafið aukast ár frá ári vegna minnkandi hafíss og aukins áhuga Asíuríkja og norðurskautsríkja á að nýta siglingaleiðina til að stytta flutningaleiðir milli hafna við Norður-Atlantshaf og Kyrrahaf. Þar er til lengri tíma horft til miðleiðarinnar, þvert yfir pólinn, sem er stysta leiðin milli Asíu og Evrópu. Vegna legu landsins mun miðleiðin auka gríðarlega pólitískt vægi Íslands gagnvart Asíu, Ameríku og Evrópu. Hún mun líka krefjast þess að Ísland verður ein af mikilvægum umskipunarhöfnum fyrir flutningana yfir pólinn. Það leiddi til efnahagslegra stakkaskipta á Íslandi, og Norðurlandi sérstaklega. Fyrst í tíma er þó uppbygging þjónustu á Íslandi við þau þrjú vinnslusvæði sem líklegt er að verði komin í framleiðslu í kringum 2025. Þau eru hornpunktar svæðis sem ég hef skilgreint sem íslenska orkuþríhyrninginn og nær frá Norðaustur-Grænlandi til Jan Mayen, og suður til Íslands. Á þessum og næsta áratug verða mikil umsvif í rannsóknum og tilraunaborunum. Slík útgerð er flókin, kostar hundruð milljarða og þarfnast mikillar þjónustu. Síðustu ár hef ég unnið dyggilega að því að ná upp samstöðu með Grænlendingum og Norðmönnum um að langskynsamlegast er að vinna með Íslendingum að því að byggja upp þjónustu við vinnslusvæðin í orkuþríhyrningnum hér á Íslandi. Það eitt mun gjörbreyta efnahag Íslands, útrýma atvinnuleysi og skapa meiri auð fyrir þjóðina en hún hefur áður þekkt.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar