Fái ókeypis útsendingar í RÚV Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Nefnd vill leggja fyrir Ríkisútvarpið að veita öllum framboðum til Alþingis sem kjósa útsendingartíma í sjónvarpi og tæknilega aðstoð við gerð kynningarefnis. Fréttablaðið/GVA Öll framboð til Alþingis eiga að fá ókeypis aðgang að sjónvarpsútsendingum hjá Ríkisútvarpinu að því er nefnd sem menntamálaráðherra skipaði leggur til. Nefnd um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga er skipuð fulltrúum allra flokka á Alþingi. Í umsögn til allsherjarnefndar þingsins nefnir nefndin tvær meginröksemdir um mikilvægi gjaldfrjálsra útsendingartíma fyrir framboðin. Annars vegar minnki það aðstöðumun framboðanna og auki jafnræði. Hins vegar dýpki þetta umfjöllunina um valkostina sem bjóðist. Fulltrúar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fylgdust með framkvæmd alþingiskosninganna 2009. Þeir gagnrýndu tilhögun sem Ríkisútvarpið hafði þá á fyrirhugaðri ókeypis útsendingu á sjónvarpskynningu framboðslista. Þá áskildi RÚV að meirihluti framboðanna myndi samþykkja að vera með. ÖSE segir að þannig hafi fjórir rótgrónari og sterkari flokkar, með því að hafna þátttöku, einfaldlega getað útilokað þrjú ný og veikari framboð frá því að kynna sig á eigin forsendum í sjónvarpi. Það voru einmitt gömlu flokkarnir; Samfylking, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri-grænir og Framsóknarflokkur, sem höfnuðu því að vera með svo ekkert varð af útsendingunum 2009. „Er mælt fyrir að Ríkisútvarpið veiti öllum gildum framboðum sjálfstæðan rétt til kynningar á sínum stefnumálum og sá réttur sé ekki háður því að önnur framboð nýti sinn rétt til slíkrar kynningar," segir nefnd um fjölmiðlaaðgang. Aðeins fulltrúi Framsóknarflokksins er ekki með í umsögninni. Nefndin segir forsvarsmenn Ríkisútvarpsins andvíga því að starfsfólk þess taki þátt í gerð kynningarefnis framboðanna með vísan til óhlutdrægni og ritstjórnarlegs sjálfstæðis. Hins vegar sé erfiðara fyrir ný eða minna rótgróin framboð að ná góðum gæðum á sínu efni. Því sé eðlilegt að Ríkisútvarpið leggi til aðstöðu, tækniþekkingu og tæknivinnu en fari þó ekki á skjön við siðareglur og hlutlægni. Framboðin þurfi hins vegar að bera einhvern kostnað við útsendingarnar án þess þó að hann verði þeim of þung byrði. ----------------- Uppfært kl. 10:45 Upphaflega kom fram í fréttinni að það hefði verið fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem ekki skrifaði undir álit meirihluta nefndarinnar. Hið rétta er að það var fulltrúi Framsóknarflokksins, Sunna Gunnars Marteinsdóttir, sem skrifaði ekki undir. Sunna segir að það hafi verið vegna þess að hún hafi ekki náð að kynna sér umsögn nefndarinnar til hlítar áður en hún var send allsherjarnefnd Alþingis. Kosningar 2013 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Öll framboð til Alþingis eiga að fá ókeypis aðgang að sjónvarpsútsendingum hjá Ríkisútvarpinu að því er nefnd sem menntamálaráðherra skipaði leggur til. Nefnd um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga er skipuð fulltrúum allra flokka á Alþingi. Í umsögn til allsherjarnefndar þingsins nefnir nefndin tvær meginröksemdir um mikilvægi gjaldfrjálsra útsendingartíma fyrir framboðin. Annars vegar minnki það aðstöðumun framboðanna og auki jafnræði. Hins vegar dýpki þetta umfjöllunina um valkostina sem bjóðist. Fulltrúar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fylgdust með framkvæmd alþingiskosninganna 2009. Þeir gagnrýndu tilhögun sem Ríkisútvarpið hafði þá á fyrirhugaðri ókeypis útsendingu á sjónvarpskynningu framboðslista. Þá áskildi RÚV að meirihluti framboðanna myndi samþykkja að vera með. ÖSE segir að þannig hafi fjórir rótgrónari og sterkari flokkar, með því að hafna þátttöku, einfaldlega getað útilokað þrjú ný og veikari framboð frá því að kynna sig á eigin forsendum í sjónvarpi. Það voru einmitt gömlu flokkarnir; Samfylking, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri-grænir og Framsóknarflokkur, sem höfnuðu því að vera með svo ekkert varð af útsendingunum 2009. „Er mælt fyrir að Ríkisútvarpið veiti öllum gildum framboðum sjálfstæðan rétt til kynningar á sínum stefnumálum og sá réttur sé ekki háður því að önnur framboð nýti sinn rétt til slíkrar kynningar," segir nefnd um fjölmiðlaaðgang. Aðeins fulltrúi Framsóknarflokksins er ekki með í umsögninni. Nefndin segir forsvarsmenn Ríkisútvarpsins andvíga því að starfsfólk þess taki þátt í gerð kynningarefnis framboðanna með vísan til óhlutdrægni og ritstjórnarlegs sjálfstæðis. Hins vegar sé erfiðara fyrir ný eða minna rótgróin framboð að ná góðum gæðum á sínu efni. Því sé eðlilegt að Ríkisútvarpið leggi til aðstöðu, tækniþekkingu og tæknivinnu en fari þó ekki á skjön við siðareglur og hlutlægni. Framboðin þurfi hins vegar að bera einhvern kostnað við útsendingarnar án þess þó að hann verði þeim of þung byrði. ----------------- Uppfært kl. 10:45 Upphaflega kom fram í fréttinni að það hefði verið fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem ekki skrifaði undir álit meirihluta nefndarinnar. Hið rétta er að það var fulltrúi Framsóknarflokksins, Sunna Gunnars Marteinsdóttir, sem skrifaði ekki undir. Sunna segir að það hafi verið vegna þess að hún hafi ekki náð að kynna sér umsögn nefndarinnar til hlítar áður en hún var send allsherjarnefnd Alþingis.
Kosningar 2013 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira