Minnkandi atvinnuleysi skýrist af landflótta og breyttri tölfræði Hannes G. Sigurðsson skrifar 31. janúar 2013 06:00 Mjög margir Íslendingar fluttu brott af landinu á síðasta ári en á móti fluttu margir útlendingar til landsins. Brottfluttir íbúar voru 319 umfram aðflutta árið 2012. Alls fluttu 936 Íslendingar frá landinu umfram heimkomna (0,3% Íslendinga), en á móti fluttu 617 erlendir ríkisborgarar til landsins umfram brottflutta (2,9% af fjölda þeirra). Þessir 936 brottfluttu Íslendingar bættust við þá 5.480 sem fluttu brott umfram aðflutta árin 2009-2011 þannig að í heild fluttu 6.416 íslenskir ríkisborgarar frá landinu umfram aðflutta árin 2009-2012. Flutningsjöfnuður Íslendinga hefur yfirleitt verið neikvæður undanfarna áratugi og var árið 2012 vel yfir meðaltali þess tímabils. Á árinu var nettó brottflutningur Íslendinga sjá sjötti mesti síðustu tvo áratugi. Upplýsingar um menntun að- og brottfluttra liggja ekki fyrir, en líkur standa til þess að frá Íslandi flytjist að mestu leyti sérmenntað vinnuafl og að til landsins komi fólk í miklum mæli án framhalds- eða starfsmenntunar og auðvitað íslenskukunnáttu. Flest bendir því til þess að neikvæður flutningsjöfnuður íslenskrar ríkisborgara og jákvæður flutningsjöfnuður útlendinga lækki menntunarstig íbúa landsins og dragi úr framboði sérhæfðs starfsfólks á vinnumarkaði. Ótímabær gleði Tölur Hagstofunnar um búferlaflutninga á fjórða ársfjórðungi síðastliðins árs urðu forsætisráðherra ánægjuefni eins og mátti lesa í grein hennar í Fréttablaðinu 26. janúar: „Í síðustu viku birtist enn einn ánægjulegur vitnisburður þess að við séum farin að sjá til lands. Í fyrsta sinn frá hruni er fjöldi þeirra sem flytjast til landsins mun meiri en þeirra sem flytja frá landinu og í fyrsta sinn frá hruni fluttu fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því. Má telja það til ánægjulegustu merkja um bata íslenska hagkerfisins…“. Gleði ráðherrans fólst í því að á fjórða ársfjórðungi síðastliðins árs fluttu 625 fleiri til landsins en frá því, þar af voru 620 erlendir ríkisborgarar. Tölur áranna 2010-2012 sýna að brottflutningur Íslendinga er mestur á öðrum og þriðja ársfjórðungi hvers árs og langminnstur á þeim fjórða. Þannig nam nettó brottflutningur Íslendinga á öðrum og þriðja ársfjórðungi áranna 2011 og 2012 á bilinu 80-90% af brottflutningi áranna í heild og á fjórða ársfjórðungi nam hann einungis 1% af nettóflutningum hvort árið. Skýringin á þessu mynstri má m.a. rekja til þess að íslenskar fjölskyldur tímasetja brottflutning af landinu með tilliti til skólagöngu barnanna og flytja því brott á sumrin. Það eru því rangar ályktanir sem forsætisráðherra dregur að einhver tímamóta viðsnúningur hafi átt sér stað á fjórða ársfjórðungi síðastliðins árs. Betri mynd af stöðu búferlaflutninganna fæst því með því að skoða árin í heild. Í þeim kemur ekki fram neinn tímamóta viðsnúningur heldur að nettó brottflutningur íslenskra ríkisborgara af landinu var enn mjög mikill á síðasta ári. Minnkandi atvinnuleysi? Árið 2009 var meðalfjöldi atvinnulausra 13.400 (8,0% atvinnuleysi) en 9.500 (6,8% atvinnuleysi) á síðasta ári, samkvæmt Vinnumálastofnun, og fækkaði því um 3.900 á tímabilinu. Brottfluttir umfram aðflutta á aldursbilinu 16-74 ára árin 2010-2012 voru 3.200. Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar er atvinnuþátttaka í þeim aldurhópi 80% og því má ætla að brottflutt vinnuafl hafi numið 2.700 manns árin 2010-2012. Eru þá ekki meðtaldir þeir 4.300 íbúar sem fluttu brott árið 2009 en án þess hefði atvinnuleysi það ár orðið 2% meira en raunin var það ár. Fjöldi þeirra sem tóku þátt í vinnumarkaðsúrræðum hjá Vinnumálastofnun á síðasta ári var um 1.200, en þeir teljast ekki til atvinnulausra nú en gerðu það árin 2009-2010. Svo vill til að fækkun atvinnulausra er jafn mikil og samtala brottflutt vinnuafls og þátttakenda í vinnumarkaðsúrræðum. Það er nöturleg niðurstaða að helsti árangurinn í atvinnumálum, þ.e. minnkandi atvinnuleysi, felist í brottflutningi Íslendinga og breyttri tölfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Mjög margir Íslendingar fluttu brott af landinu á síðasta ári en á móti fluttu margir útlendingar til landsins. Brottfluttir íbúar voru 319 umfram aðflutta árið 2012. Alls fluttu 936 Íslendingar frá landinu umfram heimkomna (0,3% Íslendinga), en á móti fluttu 617 erlendir ríkisborgarar til landsins umfram brottflutta (2,9% af fjölda þeirra). Þessir 936 brottfluttu Íslendingar bættust við þá 5.480 sem fluttu brott umfram aðflutta árin 2009-2011 þannig að í heild fluttu 6.416 íslenskir ríkisborgarar frá landinu umfram aðflutta árin 2009-2012. Flutningsjöfnuður Íslendinga hefur yfirleitt verið neikvæður undanfarna áratugi og var árið 2012 vel yfir meðaltali þess tímabils. Á árinu var nettó brottflutningur Íslendinga sjá sjötti mesti síðustu tvo áratugi. Upplýsingar um menntun að- og brottfluttra liggja ekki fyrir, en líkur standa til þess að frá Íslandi flytjist að mestu leyti sérmenntað vinnuafl og að til landsins komi fólk í miklum mæli án framhalds- eða starfsmenntunar og auðvitað íslenskukunnáttu. Flest bendir því til þess að neikvæður flutningsjöfnuður íslenskrar ríkisborgara og jákvæður flutningsjöfnuður útlendinga lækki menntunarstig íbúa landsins og dragi úr framboði sérhæfðs starfsfólks á vinnumarkaði. Ótímabær gleði Tölur Hagstofunnar um búferlaflutninga á fjórða ársfjórðungi síðastliðins árs urðu forsætisráðherra ánægjuefni eins og mátti lesa í grein hennar í Fréttablaðinu 26. janúar: „Í síðustu viku birtist enn einn ánægjulegur vitnisburður þess að við séum farin að sjá til lands. Í fyrsta sinn frá hruni er fjöldi þeirra sem flytjast til landsins mun meiri en þeirra sem flytja frá landinu og í fyrsta sinn frá hruni fluttu fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því. Má telja það til ánægjulegustu merkja um bata íslenska hagkerfisins…“. Gleði ráðherrans fólst í því að á fjórða ársfjórðungi síðastliðins árs fluttu 625 fleiri til landsins en frá því, þar af voru 620 erlendir ríkisborgarar. Tölur áranna 2010-2012 sýna að brottflutningur Íslendinga er mestur á öðrum og þriðja ársfjórðungi hvers árs og langminnstur á þeim fjórða. Þannig nam nettó brottflutningur Íslendinga á öðrum og þriðja ársfjórðungi áranna 2011 og 2012 á bilinu 80-90% af brottflutningi áranna í heild og á fjórða ársfjórðungi nam hann einungis 1% af nettóflutningum hvort árið. Skýringin á þessu mynstri má m.a. rekja til þess að íslenskar fjölskyldur tímasetja brottflutning af landinu með tilliti til skólagöngu barnanna og flytja því brott á sumrin. Það eru því rangar ályktanir sem forsætisráðherra dregur að einhver tímamóta viðsnúningur hafi átt sér stað á fjórða ársfjórðungi síðastliðins árs. Betri mynd af stöðu búferlaflutninganna fæst því með því að skoða árin í heild. Í þeim kemur ekki fram neinn tímamóta viðsnúningur heldur að nettó brottflutningur íslenskra ríkisborgara af landinu var enn mjög mikill á síðasta ári. Minnkandi atvinnuleysi? Árið 2009 var meðalfjöldi atvinnulausra 13.400 (8,0% atvinnuleysi) en 9.500 (6,8% atvinnuleysi) á síðasta ári, samkvæmt Vinnumálastofnun, og fækkaði því um 3.900 á tímabilinu. Brottfluttir umfram aðflutta á aldursbilinu 16-74 ára árin 2010-2012 voru 3.200. Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar er atvinnuþátttaka í þeim aldurhópi 80% og því má ætla að brottflutt vinnuafl hafi numið 2.700 manns árin 2010-2012. Eru þá ekki meðtaldir þeir 4.300 íbúar sem fluttu brott árið 2009 en án þess hefði atvinnuleysi það ár orðið 2% meira en raunin var það ár. Fjöldi þeirra sem tóku þátt í vinnumarkaðsúrræðum hjá Vinnumálastofnun á síðasta ári var um 1.200, en þeir teljast ekki til atvinnulausra nú en gerðu það árin 2009-2010. Svo vill til að fækkun atvinnulausra er jafn mikil og samtala brottflutt vinnuafls og þátttakenda í vinnumarkaðsúrræðum. Það er nöturleg niðurstaða að helsti árangurinn í atvinnumálum, þ.e. minnkandi atvinnuleysi, felist í brottflutningi Íslendinga og breyttri tölfræði.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun