Liðsstyrkur Guðbjartur Hannesson skrifar 17. janúar 2013 06:00 Nú um áramót hófst átaksverkefnið Liðsstyrkur sem er samstarfsverkefni velferðarráðuneytisins, sveitarfélaga, stéttarfélaga og atvinnurekenda. Markmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt eða munu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á árinu 2013 til þátttöku að nýju á vinnumarkaði. Öllum í þessum hópi verður boðið tímabundið starf eða starfsendurhæfing á þessu ári skrái þeir sig til þátttöku í átakið á www.lidsstyrkur.is. Megininntak þessa umfangsmesta atvinnuátaksverkefnis sem ráðist hefur verið í er þannig vinna fyrir vinnufæra og vinnufúsa á sama tíma og þeim sem eru óvinnufærir er boðin atvinnutengd starfsendurhæfing. Heildarkostnaður Atvinnuleysistryggingasjóðs við verkefnið er áætlaður 2,7 milljarðar króna. Reiknað er með að um 60% einstaklinga í þessum hópi þiggi starfstilboð svo skapa þarf 2.200 tímabundin ný störf fyrir langtímaatvinnuleitendur á þessu ári. Sveitarfélög munu bjóða 660 störf, ríkið 220 störf og almenni vinnumarkaðurinn 1.320 störf. Markmið Liðsstyrks er að enginn falli af atvinnuleysisbótum án þess að fá tilboð um starf. Atvinnuleysistryggingasjóður niðurgreiðir stofnkostnað atvinnurekenda við ný störf fyrir þennan hóp tímabundið og nemur styrkur með hverri ráðningu grunnatvinnuleysisbótum ásamt 8% framlagi í lífeyrissjóð, samtals 186.417 kr. á mánuði. Atvinnurekandi gerir síðan hefðbundinn ráðningarsamning við atvinnuleitanda og greiðir honum laun samkvæmt kjarasamningi. Skilyrðin: 1.Ráðning viðkomandi atvinnuleitanda feli í sér fjölgun starfsfólks. 2.Fyrirtæki hafi að minnsta kosti einn starfsmann á launaskrá. 3.Fyrirtæki hafi síðastliðna sex mánuði ekki sagt upp starfsmönnum sem gegnt höfðu starfinu sem ráða á til. 4.Ráðning feli ekki í sér verulega röskun á samkeppni innan atvinnugreinar á viðkomandi svæði. 5.Staðfesting á launagreiðslu til starfsmanns samkvæmt kjarasamningi fylgi með reikningi til Vinnumálastofnunar vegna greiðslu styrks á grundvelli samnings um Liðsstyrk. Með þessu metnaðarfulla átaki hafa ríkið og hagsmunaaðilar á vinnumarkaði sameinast með einstökum hætti til að tryggja langtímaatvinnulausum tækifæri til að komast inn á vinnumarkaðinn að nýju. Samstarf sem þetta er óþekkt í nágrannalöndum okkar og ljóst að gríðarmikil vinna er fram undan til að ná þessu metnaðarfulla markmiði. Forsenda árangurs er gott samstarf aðilanna sem hrinda hér sameiginlega af stað þjóðarátaki gegn langtímaatvinnuleysi. Ég vil þakka samtökum launafólks, Samtökum atvinnulífsins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir gott samstarf við undirbúning og framkvæmd þessa verkefnis sem sýnir hverju hægt er að áorka þegar unnið er sameiginlega að úrlausn samfélagslegra mála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú um áramót hófst átaksverkefnið Liðsstyrkur sem er samstarfsverkefni velferðarráðuneytisins, sveitarfélaga, stéttarfélaga og atvinnurekenda. Markmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt eða munu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á árinu 2013 til þátttöku að nýju á vinnumarkaði. Öllum í þessum hópi verður boðið tímabundið starf eða starfsendurhæfing á þessu ári skrái þeir sig til þátttöku í átakið á www.lidsstyrkur.is. Megininntak þessa umfangsmesta atvinnuátaksverkefnis sem ráðist hefur verið í er þannig vinna fyrir vinnufæra og vinnufúsa á sama tíma og þeim sem eru óvinnufærir er boðin atvinnutengd starfsendurhæfing. Heildarkostnaður Atvinnuleysistryggingasjóðs við verkefnið er áætlaður 2,7 milljarðar króna. Reiknað er með að um 60% einstaklinga í þessum hópi þiggi starfstilboð svo skapa þarf 2.200 tímabundin ný störf fyrir langtímaatvinnuleitendur á þessu ári. Sveitarfélög munu bjóða 660 störf, ríkið 220 störf og almenni vinnumarkaðurinn 1.320 störf. Markmið Liðsstyrks er að enginn falli af atvinnuleysisbótum án þess að fá tilboð um starf. Atvinnuleysistryggingasjóður niðurgreiðir stofnkostnað atvinnurekenda við ný störf fyrir þennan hóp tímabundið og nemur styrkur með hverri ráðningu grunnatvinnuleysisbótum ásamt 8% framlagi í lífeyrissjóð, samtals 186.417 kr. á mánuði. Atvinnurekandi gerir síðan hefðbundinn ráðningarsamning við atvinnuleitanda og greiðir honum laun samkvæmt kjarasamningi. Skilyrðin: 1.Ráðning viðkomandi atvinnuleitanda feli í sér fjölgun starfsfólks. 2.Fyrirtæki hafi að minnsta kosti einn starfsmann á launaskrá. 3.Fyrirtæki hafi síðastliðna sex mánuði ekki sagt upp starfsmönnum sem gegnt höfðu starfinu sem ráða á til. 4.Ráðning feli ekki í sér verulega röskun á samkeppni innan atvinnugreinar á viðkomandi svæði. 5.Staðfesting á launagreiðslu til starfsmanns samkvæmt kjarasamningi fylgi með reikningi til Vinnumálastofnunar vegna greiðslu styrks á grundvelli samnings um Liðsstyrk. Með þessu metnaðarfulla átaki hafa ríkið og hagsmunaaðilar á vinnumarkaði sameinast með einstökum hætti til að tryggja langtímaatvinnulausum tækifæri til að komast inn á vinnumarkaðinn að nýju. Samstarf sem þetta er óþekkt í nágrannalöndum okkar og ljóst að gríðarmikil vinna er fram undan til að ná þessu metnaðarfulla markmiði. Forsenda árangurs er gott samstarf aðilanna sem hrinda hér sameiginlega af stað þjóðarátaki gegn langtímaatvinnuleysi. Ég vil þakka samtökum launafólks, Samtökum atvinnulífsins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir gott samstarf við undirbúning og framkvæmd þessa verkefnis sem sýnir hverju hægt er að áorka þegar unnið er sameiginlega að úrlausn samfélagslegra mála.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun