Hvað meinar þú Ögmundur? Andrés Pétursson skrifar 17. janúar 2013 06:00 Allt frá því að aðildarviðræður við Evrópusambandið hófust árið 2009 hafa andstæðingar aðildar reynt með alls konar brögðum að torvelda ferlið. Alls kyns gróusögum um ímyndaðar hindranir hefur verið haldið á lofti, meðal annars að Íslendingar þyrftu að senda hermenn í einhvern ímyndaðan Evrópuher og að landsmenn yrðu að breyta ýmsu í sinni stjórnsýslu áður en af aðild yrði. Eftir því sem viðræðunum hefur miðað áfram hefur komið í ljós að flestar ef ekki allar þessar flökkusögur hafa ekki átt við nein rök að styðjast. Ein af lífseigustu sögunum hefur verið sú að það hafi skaðað hagsmuni Íslendinga að fara af stað í þennan leiðangur án nægjanlega sterks pólitísks baklands á Íslandi. Samhentari ríkisstjórn hefði sjálfsagt haldið betur á málinu en ég hef aldrei skilið þetta „bjölluats“-tal sem andstæðingar hafa klifað á. Staðreyndin er sú að Íslendingar uppfylla öll skilyrði Evrópusambandsins fyrir aðild, meðal annars að hér sé virkt markaðshagkerfi og virðing fyrir mannréttindum sé í hávegum höfð. Alþingi Íslendinga sótti um aðild með öruggum meirihluta. Þingið hefur einnig þegar einu sinni fellt tillögur um að hætta aðildarviðræðunum. Hvað er ekki rétt við þetta ferli? Þvæla Það væri óðs manns æði að reyna að leiðrétta alla þá þvælu sem öfgafyllstu andstæðingar aðildar hafa haldið fram. En þegar ágætlega vel gefnir menn eins og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra halda fram órökstuddum fullyrðingum um skaðsemi aðildarviðræðna þá verður maður að drepa niður penna. Í grein í Morgunblaðinu nýverið hélt ráðherrann því fram að Norðmenn hefðu skaðast af því að sækja um aðild. „Er það mál manna að Norðmenn hafi lengi þurft að súpa seyðið af því að draga ESB-ríkin á asnaeyrum,“ segir Ögmundur í greininni. Ég fór því á stúfana og talaði við vini mína í norsku utanríkisþjónustunni og norska fræðasamfélaginu og spurði þá út í þessar yfirlýsingar. Einnig ræddi ég við embættismenn í íslenska utanríkisráðuneytinu. Enginn kannaðist við að Norðmenn hefðu verið látnir gjalda fyrir að fara í það lýðræðislega ferli að sækja um aðild að Evrópusambandinu og láta síðan norsku þjóðina kveða úr um það hvort landið yrði meðlimur eður ei. Í þessu sambandi má einnig benda á að ég spurði Joe Borge, fyrrum utanríkisráðherra Möltu, þegar hann var hér í heimsókn árið 2010 hvort það hefði skaðað hagsmuni Maltverja að umsóknarferli þeirra dróst mjög á langinn. „Nei, alls ekki. Evrópusambandið gengur út á pólitískar lausnir. Þeir hafa því mikinn skilning á að stundum þurfa þjóðir lengri tíma til að útkljá svona stórt pólitískt hitamál,“ var svar þessa reynda stjórnmálamanns. Veit Ögmundur um einhver dæmi sem hann getur deilt með okkur hinum um þessi meintu vandamál Norðmanna? Ef ekki þá bið ég hann og aðra að ræða þetta mikla hitamál af yfirvegun en ekki sleggjudómum eða órökstuddum fullyrðingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Allt frá því að aðildarviðræður við Evrópusambandið hófust árið 2009 hafa andstæðingar aðildar reynt með alls konar brögðum að torvelda ferlið. Alls kyns gróusögum um ímyndaðar hindranir hefur verið haldið á lofti, meðal annars að Íslendingar þyrftu að senda hermenn í einhvern ímyndaðan Evrópuher og að landsmenn yrðu að breyta ýmsu í sinni stjórnsýslu áður en af aðild yrði. Eftir því sem viðræðunum hefur miðað áfram hefur komið í ljós að flestar ef ekki allar þessar flökkusögur hafa ekki átt við nein rök að styðjast. Ein af lífseigustu sögunum hefur verið sú að það hafi skaðað hagsmuni Íslendinga að fara af stað í þennan leiðangur án nægjanlega sterks pólitísks baklands á Íslandi. Samhentari ríkisstjórn hefði sjálfsagt haldið betur á málinu en ég hef aldrei skilið þetta „bjölluats“-tal sem andstæðingar hafa klifað á. Staðreyndin er sú að Íslendingar uppfylla öll skilyrði Evrópusambandsins fyrir aðild, meðal annars að hér sé virkt markaðshagkerfi og virðing fyrir mannréttindum sé í hávegum höfð. Alþingi Íslendinga sótti um aðild með öruggum meirihluta. Þingið hefur einnig þegar einu sinni fellt tillögur um að hætta aðildarviðræðunum. Hvað er ekki rétt við þetta ferli? Þvæla Það væri óðs manns æði að reyna að leiðrétta alla þá þvælu sem öfgafyllstu andstæðingar aðildar hafa haldið fram. En þegar ágætlega vel gefnir menn eins og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra halda fram órökstuddum fullyrðingum um skaðsemi aðildarviðræðna þá verður maður að drepa niður penna. Í grein í Morgunblaðinu nýverið hélt ráðherrann því fram að Norðmenn hefðu skaðast af því að sækja um aðild. „Er það mál manna að Norðmenn hafi lengi þurft að súpa seyðið af því að draga ESB-ríkin á asnaeyrum,“ segir Ögmundur í greininni. Ég fór því á stúfana og talaði við vini mína í norsku utanríkisþjónustunni og norska fræðasamfélaginu og spurði þá út í þessar yfirlýsingar. Einnig ræddi ég við embættismenn í íslenska utanríkisráðuneytinu. Enginn kannaðist við að Norðmenn hefðu verið látnir gjalda fyrir að fara í það lýðræðislega ferli að sækja um aðild að Evrópusambandinu og láta síðan norsku þjóðina kveða úr um það hvort landið yrði meðlimur eður ei. Í þessu sambandi má einnig benda á að ég spurði Joe Borge, fyrrum utanríkisráðherra Möltu, þegar hann var hér í heimsókn árið 2010 hvort það hefði skaðað hagsmuni Maltverja að umsóknarferli þeirra dróst mjög á langinn. „Nei, alls ekki. Evrópusambandið gengur út á pólitískar lausnir. Þeir hafa því mikinn skilning á að stundum þurfa þjóðir lengri tíma til að útkljá svona stórt pólitískt hitamál,“ var svar þessa reynda stjórnmálamanns. Veit Ögmundur um einhver dæmi sem hann getur deilt með okkur hinum um þessi meintu vandamál Norðmanna? Ef ekki þá bið ég hann og aðra að ræða þetta mikla hitamál af yfirvegun en ekki sleggjudómum eða órökstuddum fullyrðingum.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun