Rammaáætlun markar tímamót Svandís Svavarsdóttir skrifar 15. janúar 2013 06:00 Alþingi samþykkti í gær þingsályktun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Þar með er lokið löngu ferli við annan áfanga rammaáætlunar – ferli sem Alþingi mótaði með lagasetningu vorið 2011 og samþykkt var án mótatkvæða. Lögin tryggðu faglega aðkomu bestu sérfræðinga landsins á sviði landgæða og orkunýtingar við mat á landsvæðum sem áætlunin hafði til umfjöllunar. Alþingi lagði einnig áherslu á tækifæri almennings til að koma sínum sjónarmiðum og ábendingum á framfæri. Yfir 200 umsagnir bárust frá einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum og ýmsum hagsmunaaðilum sem leiddu til þess að sex svæði voru færð úr virkjunarflokki yfir í biðflokk áður en tillagan kom til kasta Alþingis. Þannig höfðu raddir almennings áhrif á lokaútkomuna eins og vilji Alþingis stóð til.Náttúran nýtur vafans Í umsagnarferlinu komu fram rökstuddar athugasemdir um að nauðsynleg gögn skorti um svæðin sex. Eru þau því færð í biðflokk meðan ýtarlegri gagna um þau er aflað áður en ákvörðun verður tekin um afdrif þeirra – ákvörðun sem byggir á bestu mögulegu upplýsingum um náttúrufar og umhverfi þeirra. Þannig er náttúran látin njóta vafans í anda varúðarreglunnar. Samþykkt rammaáætlunar endurspeglar aukinn skilning á því hversu stóru hlutverki náttúran gegnir fyrir afkomu okkar og atvinnulíf. Það á ekki aðeins við um starfsgreinar á borð við landbúnað og orkufrekan iðnað. Það er einmitt náttúran sem dregur hingað flesta ferðamenn og er undirstaða sívaxandi ferðaþjónustu. Náttúran þarfnast einnig verndar hennar sjálfrar vegna. Hún myndar vef þar sem ekkert getur án annars verið. Eftir því sem skilningur á þessu eykst verður brýnna að skoða sérhvert inngrip með hliðsjón af heildinni og því samspili sem maðurinn er svo auðmjúkur hluti af. Þannig er náttúruvernd forsenda lífs á jörðinni til langrar framtíðar.Mikilvæg framtíðarsýn Næstu skref felast í því að skipa verkefnisstjórn fyrir næsta áfanga rammaáætlunarinnar og að afla nauðsynlegra upplýsinga um þá kosti sem eru í biðflokki. Þá verður svæðum í verndarflokki komið í friðlýsingarferli, en þar eru margar náttúruperlur á borð við Jökulsá á Fjöllum, Þjórsárver og Torfajökulssvæðið. Verkefni nýrrar verkefnisstjórnar byggir á lögum um rammaáætlun en einnig er dýrmæt leiðsögn í ýtarlegu nefndaráliti meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar þingsins þar sem sérstaklega eru dregin fram atriði sem þarfnast frekari skoðunar í næsta áfanga. Í samþykkt Alþingis felst mikilvæg framtíðarsýn. Hún myndar skýran grunn fyrir atvinnulífið en undirstrikar um leið þýðingu náttúruverndar á Íslandi, núlifandi og komandi kynslóðum til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Alþingi samþykkti í gær þingsályktun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Þar með er lokið löngu ferli við annan áfanga rammaáætlunar – ferli sem Alþingi mótaði með lagasetningu vorið 2011 og samþykkt var án mótatkvæða. Lögin tryggðu faglega aðkomu bestu sérfræðinga landsins á sviði landgæða og orkunýtingar við mat á landsvæðum sem áætlunin hafði til umfjöllunar. Alþingi lagði einnig áherslu á tækifæri almennings til að koma sínum sjónarmiðum og ábendingum á framfæri. Yfir 200 umsagnir bárust frá einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum og ýmsum hagsmunaaðilum sem leiddu til þess að sex svæði voru færð úr virkjunarflokki yfir í biðflokk áður en tillagan kom til kasta Alþingis. Þannig höfðu raddir almennings áhrif á lokaútkomuna eins og vilji Alþingis stóð til.Náttúran nýtur vafans Í umsagnarferlinu komu fram rökstuddar athugasemdir um að nauðsynleg gögn skorti um svæðin sex. Eru þau því færð í biðflokk meðan ýtarlegri gagna um þau er aflað áður en ákvörðun verður tekin um afdrif þeirra – ákvörðun sem byggir á bestu mögulegu upplýsingum um náttúrufar og umhverfi þeirra. Þannig er náttúran látin njóta vafans í anda varúðarreglunnar. Samþykkt rammaáætlunar endurspeglar aukinn skilning á því hversu stóru hlutverki náttúran gegnir fyrir afkomu okkar og atvinnulíf. Það á ekki aðeins við um starfsgreinar á borð við landbúnað og orkufrekan iðnað. Það er einmitt náttúran sem dregur hingað flesta ferðamenn og er undirstaða sívaxandi ferðaþjónustu. Náttúran þarfnast einnig verndar hennar sjálfrar vegna. Hún myndar vef þar sem ekkert getur án annars verið. Eftir því sem skilningur á þessu eykst verður brýnna að skoða sérhvert inngrip með hliðsjón af heildinni og því samspili sem maðurinn er svo auðmjúkur hluti af. Þannig er náttúruvernd forsenda lífs á jörðinni til langrar framtíðar.Mikilvæg framtíðarsýn Næstu skref felast í því að skipa verkefnisstjórn fyrir næsta áfanga rammaáætlunarinnar og að afla nauðsynlegra upplýsinga um þá kosti sem eru í biðflokki. Þá verður svæðum í verndarflokki komið í friðlýsingarferli, en þar eru margar náttúruperlur á borð við Jökulsá á Fjöllum, Þjórsárver og Torfajökulssvæðið. Verkefni nýrrar verkefnisstjórnar byggir á lögum um rammaáætlun en einnig er dýrmæt leiðsögn í ýtarlegu nefndaráliti meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar þingsins þar sem sérstaklega eru dregin fram atriði sem þarfnast frekari skoðunar í næsta áfanga. Í samþykkt Alþingis felst mikilvæg framtíðarsýn. Hún myndar skýran grunn fyrir atvinnulífið en undirstrikar um leið þýðingu náttúruverndar á Íslandi, núlifandi og komandi kynslóðum til heilla.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar