ESB-viðræður verði ekki að bitbeini í kosningabaráttu 15. janúar 2013 07:00 Til stóð að halda ráðstefnu milli Íslands og ESB í vor en því verður frestað fram yfir kosningar hið minnsta, samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarflokkanna. Fréttablaðið/Þorgils Utanríkisráðherra segist vonast til þess að það að hægja á aðildarviðræðum Íslands við ESB verði til þess að forða því að ferlið verði að bitbeini fyrir komandi þingkosningar. Aðalsamningamaður Íslands telur að mörgu leyti jákvætt að fá skýrar línur í samningavinnunni fram yfir kosningar. Samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarflokkanna frá í gær verður hægt verulega á aðildarviðræðunum fram að kosningunum sem fyrirhugaðar eru í apríl. Þar til verður ekki unnið að mótun samningsafstöðu í þeim fjórum samningsköflum sem út af standa. Viðræður munu þó halda áfram milli samningahóps Íslands og framkvæmdastjórnar ESB um þá sextán kafla sem þegar eru til umræðu. Eftir kosningar verður það síðan nýrrar ríkisstjórnar að taka ákvörðun um næstu skref. Umboð Alþingis verður í gildi þar til annað verður samþykkt. Á þingi í gær spurði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hvað réði þessari þróun og hvað hefði breyst. „Hafa menn misst kjarkinn eða er það ekki bara það eins og við öllum blasir að það er engin samstaða í ríkisstjórn um málið?“ Sagði Bjarni að rétt væri að viðurkenna að engin samstaða væri milli stjórnarflokkanna um hvað ætti að gera næst í þessum málum. Össur sagðist hafa viljað skapa eins mikla sátt um málið og unnt væri. „Ég hef sagt það óæskilegt fyrir ferlið og Evrópumálið í heild að það yrði bitbein í kosningum. Þess vegna tel ég það ferlinu til farsældar að fara í hægagang með þann part sem snýr að þinginu.“ Peter Stano, talsmaður Stefans Füle, stækkunarstjóra ESB, segir í samtali við Fréttablaðið að framkvæmdastjórn ESB sé meðvituð um þróun mála. „Framkvæmdastjórnin er enn þeirrar skoðunar að innganga Íslands í ESB þjóni hagsmunum beggja og er einörð í að fylgja Íslandi í átt til aðildar.“ Heimildir Fréttablaðsins innan ESB herma að ákvörðun ríkisstjórnarinnar hafi ekki komið á óvart í sjálfu sér í ljósi umræðunnar um Evrópumál og slíkt sé einnig viðbúið þegar kosið er til þings meðan á aðildarferli ríkis standi. Hins vegar hafi viðræðurnar gengið hratt fyrir sig og því sé verra að missa dampinn. thorgils@frettabladid.is Kosningar 2013 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Utanríkisráðherra segist vonast til þess að það að hægja á aðildarviðræðum Íslands við ESB verði til þess að forða því að ferlið verði að bitbeini fyrir komandi þingkosningar. Aðalsamningamaður Íslands telur að mörgu leyti jákvætt að fá skýrar línur í samningavinnunni fram yfir kosningar. Samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarflokkanna frá í gær verður hægt verulega á aðildarviðræðunum fram að kosningunum sem fyrirhugaðar eru í apríl. Þar til verður ekki unnið að mótun samningsafstöðu í þeim fjórum samningsköflum sem út af standa. Viðræður munu þó halda áfram milli samningahóps Íslands og framkvæmdastjórnar ESB um þá sextán kafla sem þegar eru til umræðu. Eftir kosningar verður það síðan nýrrar ríkisstjórnar að taka ákvörðun um næstu skref. Umboð Alþingis verður í gildi þar til annað verður samþykkt. Á þingi í gær spurði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hvað réði þessari þróun og hvað hefði breyst. „Hafa menn misst kjarkinn eða er það ekki bara það eins og við öllum blasir að það er engin samstaða í ríkisstjórn um málið?“ Sagði Bjarni að rétt væri að viðurkenna að engin samstaða væri milli stjórnarflokkanna um hvað ætti að gera næst í þessum málum. Össur sagðist hafa viljað skapa eins mikla sátt um málið og unnt væri. „Ég hef sagt það óæskilegt fyrir ferlið og Evrópumálið í heild að það yrði bitbein í kosningum. Þess vegna tel ég það ferlinu til farsældar að fara í hægagang með þann part sem snýr að þinginu.“ Peter Stano, talsmaður Stefans Füle, stækkunarstjóra ESB, segir í samtali við Fréttablaðið að framkvæmdastjórn ESB sé meðvituð um þróun mála. „Framkvæmdastjórnin er enn þeirrar skoðunar að innganga Íslands í ESB þjóni hagsmunum beggja og er einörð í að fylgja Íslandi í átt til aðildar.“ Heimildir Fréttablaðsins innan ESB herma að ákvörðun ríkisstjórnarinnar hafi ekki komið á óvart í sjálfu sér í ljósi umræðunnar um Evrópumál og slíkt sé einnig viðbúið þegar kosið er til þings meðan á aðildarferli ríkis standi. Hins vegar hafi viðræðurnar gengið hratt fyrir sig og því sé verra að missa dampinn. thorgils@frettabladid.is
Kosningar 2013 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira