Raunveruleg meðferð kvörtunarmála landlæknisembættisins Árni Richard Árnason skrifar 4. janúar 2013 08:00 Þann 29. desember síðastliðinn birtist grein eftir Geir Gunnlaugsson landlækni og Önnu Björgu Aradóttur, sviðsstjóra landlæknisembættisins. Sú grein var svar við grein minni tveimur dögum áður sem fjallaði um hvernig málsmeðferð kvörtunarmála væri háttað ef embættið færi eftir lögum, sem á lítið skylt við mína reynslu. Mig langar til að nýta tækifærið og gefa lesendum frekari innsýn í vinnubrögð embættisins. Þegar almenningur kvartar yfir málsmeðferð embættisins til æðra stjórnvalds þá svarar embættið gjarnan í sama stíl og fyrrnefnd grein embættisins var, þ.e.a.s. með yfirborðslegum skrifum um lög landlæknis og að embættið vinni „ítarlega og faglega". Flestar hinna efnislegu athugasemda eru hunsaðar eða þeim svarað með útúrsnúningum. Skoðum þessa grein nánar.Útúrsnúningataktík Í greininni er reynt að láta líta út fyrir að ég hafi fyrst og fremst verið ósáttur við niðurstöðu embættisins í kvörtunarmáli mínu. Það er dæmigerð útúrsnúningataktík embættisins. Úrskurðinum var hnekkt af velferðarráðuneytinu, m.a. vegna fjölda rangfærslna, órökstuddra fullyrðinga og óhlutleysis umsagnaraðila og vegna þess að annar umsagnaraðilinn var meðeigandi Læknastöðvar Orkuhússins þar sem meint mistök voru gerð. Hvort tveggja eru óeðlileg og alvarleg brot á stjórnsýslulögum. Landlæknir hefur ekki manndóm í sér til að nefna þetta eða biðjast afsökunar á því, jafnvel þó æðra stjórnvald hafi úrskurðað brotin. Þess í stað gefur greinin til kynna að ásakanir mínar gagnvart umsagnaraðilum séu óréttmætar án þess að nokkuð í málflutningi hans styðji það. Síðasta dæmið um rökleysi landlæknis er fullyrðing hans um að ásakanir mínar um mannréttindabrot embættisins dæmi sig sjálfar. Það vill svo til að mínar ásakanir eru grundvallaðar á málefnalegum rökum, rökum sem embættið hefur fengið tækifæri til að svara en hunsað með öllu.Þungar áhyggjur Fögur orð landlæknisembættisins um vinnubrögð sín mega teljast furðuleg í ljósi þess að nýverið hafði umboðsmaður Alþingis það til skoðunar að hefja frumkvæðisathugun á stjórnsýslu landlæknisembættisins. Lendingin í því máli var að senda þá starfsmenn embættisins sem koma að kvörtunarmálum í stjórnsýsluskóla Stjórnarráðsins. Á heimasíðu umboðsmanns Alþingis, frá 17. október 2012, má lesa að „ef tilefni gefst til verður á ný tekin afstaða til þess hvort ráðist verður í frumkvæðisathugun á stjórnsýslu landlæknis". Þetta sýnir að umboðsmaður Alþingis hefur þungar áhyggjur af vinnubrögðum landlæknisembættisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Sjá meira
Þann 29. desember síðastliðinn birtist grein eftir Geir Gunnlaugsson landlækni og Önnu Björgu Aradóttur, sviðsstjóra landlæknisembættisins. Sú grein var svar við grein minni tveimur dögum áður sem fjallaði um hvernig málsmeðferð kvörtunarmála væri háttað ef embættið færi eftir lögum, sem á lítið skylt við mína reynslu. Mig langar til að nýta tækifærið og gefa lesendum frekari innsýn í vinnubrögð embættisins. Þegar almenningur kvartar yfir málsmeðferð embættisins til æðra stjórnvalds þá svarar embættið gjarnan í sama stíl og fyrrnefnd grein embættisins var, þ.e.a.s. með yfirborðslegum skrifum um lög landlæknis og að embættið vinni „ítarlega og faglega". Flestar hinna efnislegu athugasemda eru hunsaðar eða þeim svarað með útúrsnúningum. Skoðum þessa grein nánar.Útúrsnúningataktík Í greininni er reynt að láta líta út fyrir að ég hafi fyrst og fremst verið ósáttur við niðurstöðu embættisins í kvörtunarmáli mínu. Það er dæmigerð útúrsnúningataktík embættisins. Úrskurðinum var hnekkt af velferðarráðuneytinu, m.a. vegna fjölda rangfærslna, órökstuddra fullyrðinga og óhlutleysis umsagnaraðila og vegna þess að annar umsagnaraðilinn var meðeigandi Læknastöðvar Orkuhússins þar sem meint mistök voru gerð. Hvort tveggja eru óeðlileg og alvarleg brot á stjórnsýslulögum. Landlæknir hefur ekki manndóm í sér til að nefna þetta eða biðjast afsökunar á því, jafnvel þó æðra stjórnvald hafi úrskurðað brotin. Þess í stað gefur greinin til kynna að ásakanir mínar gagnvart umsagnaraðilum séu óréttmætar án þess að nokkuð í málflutningi hans styðji það. Síðasta dæmið um rökleysi landlæknis er fullyrðing hans um að ásakanir mínar um mannréttindabrot embættisins dæmi sig sjálfar. Það vill svo til að mínar ásakanir eru grundvallaðar á málefnalegum rökum, rökum sem embættið hefur fengið tækifæri til að svara en hunsað með öllu.Þungar áhyggjur Fögur orð landlæknisembættisins um vinnubrögð sín mega teljast furðuleg í ljósi þess að nýverið hafði umboðsmaður Alþingis það til skoðunar að hefja frumkvæðisathugun á stjórnsýslu landlæknisembættisins. Lendingin í því máli var að senda þá starfsmenn embættisins sem koma að kvörtunarmálum í stjórnsýsluskóla Stjórnarráðsins. Á heimasíðu umboðsmanns Alþingis, frá 17. október 2012, má lesa að „ef tilefni gefst til verður á ný tekin afstaða til þess hvort ráðist verður í frumkvæðisathugun á stjórnsýslu landlæknis". Þetta sýnir að umboðsmaður Alþingis hefur þungar áhyggjur af vinnubrögðum landlæknisembættisins.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar