Raunveruleg meðferð kvörtunarmála landlæknisembættisins Árni Richard Árnason skrifar 4. janúar 2013 08:00 Þann 29. desember síðastliðinn birtist grein eftir Geir Gunnlaugsson landlækni og Önnu Björgu Aradóttur, sviðsstjóra landlæknisembættisins. Sú grein var svar við grein minni tveimur dögum áður sem fjallaði um hvernig málsmeðferð kvörtunarmála væri háttað ef embættið færi eftir lögum, sem á lítið skylt við mína reynslu. Mig langar til að nýta tækifærið og gefa lesendum frekari innsýn í vinnubrögð embættisins. Þegar almenningur kvartar yfir málsmeðferð embættisins til æðra stjórnvalds þá svarar embættið gjarnan í sama stíl og fyrrnefnd grein embættisins var, þ.e.a.s. með yfirborðslegum skrifum um lög landlæknis og að embættið vinni „ítarlega og faglega". Flestar hinna efnislegu athugasemda eru hunsaðar eða þeim svarað með útúrsnúningum. Skoðum þessa grein nánar.Útúrsnúningataktík Í greininni er reynt að láta líta út fyrir að ég hafi fyrst og fremst verið ósáttur við niðurstöðu embættisins í kvörtunarmáli mínu. Það er dæmigerð útúrsnúningataktík embættisins. Úrskurðinum var hnekkt af velferðarráðuneytinu, m.a. vegna fjölda rangfærslna, órökstuddra fullyrðinga og óhlutleysis umsagnaraðila og vegna þess að annar umsagnaraðilinn var meðeigandi Læknastöðvar Orkuhússins þar sem meint mistök voru gerð. Hvort tveggja eru óeðlileg og alvarleg brot á stjórnsýslulögum. Landlæknir hefur ekki manndóm í sér til að nefna þetta eða biðjast afsökunar á því, jafnvel þó æðra stjórnvald hafi úrskurðað brotin. Þess í stað gefur greinin til kynna að ásakanir mínar gagnvart umsagnaraðilum séu óréttmætar án þess að nokkuð í málflutningi hans styðji það. Síðasta dæmið um rökleysi landlæknis er fullyrðing hans um að ásakanir mínar um mannréttindabrot embættisins dæmi sig sjálfar. Það vill svo til að mínar ásakanir eru grundvallaðar á málefnalegum rökum, rökum sem embættið hefur fengið tækifæri til að svara en hunsað með öllu.Þungar áhyggjur Fögur orð landlæknisembættisins um vinnubrögð sín mega teljast furðuleg í ljósi þess að nýverið hafði umboðsmaður Alþingis það til skoðunar að hefja frumkvæðisathugun á stjórnsýslu landlæknisembættisins. Lendingin í því máli var að senda þá starfsmenn embættisins sem koma að kvörtunarmálum í stjórnsýsluskóla Stjórnarráðsins. Á heimasíðu umboðsmanns Alþingis, frá 17. október 2012, má lesa að „ef tilefni gefst til verður á ný tekin afstaða til þess hvort ráðist verður í frumkvæðisathugun á stjórnsýslu landlæknis". Þetta sýnir að umboðsmaður Alþingis hefur þungar áhyggjur af vinnubrögðum landlæknisembættisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þann 29. desember síðastliðinn birtist grein eftir Geir Gunnlaugsson landlækni og Önnu Björgu Aradóttur, sviðsstjóra landlæknisembættisins. Sú grein var svar við grein minni tveimur dögum áður sem fjallaði um hvernig málsmeðferð kvörtunarmála væri háttað ef embættið færi eftir lögum, sem á lítið skylt við mína reynslu. Mig langar til að nýta tækifærið og gefa lesendum frekari innsýn í vinnubrögð embættisins. Þegar almenningur kvartar yfir málsmeðferð embættisins til æðra stjórnvalds þá svarar embættið gjarnan í sama stíl og fyrrnefnd grein embættisins var, þ.e.a.s. með yfirborðslegum skrifum um lög landlæknis og að embættið vinni „ítarlega og faglega". Flestar hinna efnislegu athugasemda eru hunsaðar eða þeim svarað með útúrsnúningum. Skoðum þessa grein nánar.Útúrsnúningataktík Í greininni er reynt að láta líta út fyrir að ég hafi fyrst og fremst verið ósáttur við niðurstöðu embættisins í kvörtunarmáli mínu. Það er dæmigerð útúrsnúningataktík embættisins. Úrskurðinum var hnekkt af velferðarráðuneytinu, m.a. vegna fjölda rangfærslna, órökstuddra fullyrðinga og óhlutleysis umsagnaraðila og vegna þess að annar umsagnaraðilinn var meðeigandi Læknastöðvar Orkuhússins þar sem meint mistök voru gerð. Hvort tveggja eru óeðlileg og alvarleg brot á stjórnsýslulögum. Landlæknir hefur ekki manndóm í sér til að nefna þetta eða biðjast afsökunar á því, jafnvel þó æðra stjórnvald hafi úrskurðað brotin. Þess í stað gefur greinin til kynna að ásakanir mínar gagnvart umsagnaraðilum séu óréttmætar án þess að nokkuð í málflutningi hans styðji það. Síðasta dæmið um rökleysi landlæknis er fullyrðing hans um að ásakanir mínar um mannréttindabrot embættisins dæmi sig sjálfar. Það vill svo til að mínar ásakanir eru grundvallaðar á málefnalegum rökum, rökum sem embættið hefur fengið tækifæri til að svara en hunsað með öllu.Þungar áhyggjur Fögur orð landlæknisembættisins um vinnubrögð sín mega teljast furðuleg í ljósi þess að nýverið hafði umboðsmaður Alþingis það til skoðunar að hefja frumkvæðisathugun á stjórnsýslu landlæknisembættisins. Lendingin í því máli var að senda þá starfsmenn embættisins sem koma að kvörtunarmálum í stjórnsýsluskóla Stjórnarráðsins. Á heimasíðu umboðsmanns Alþingis, frá 17. október 2012, má lesa að „ef tilefni gefst til verður á ný tekin afstaða til þess hvort ráðist verður í frumkvæðisathugun á stjórnsýslu landlæknis". Þetta sýnir að umboðsmaður Alþingis hefur þungar áhyggjur af vinnubrögðum landlæknisembættisins.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar