Gylfi Þór íþróttamaður ársins 2013 | Svona voru efstu tíu sætin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2013 14:28 Gylfi Þór Sigurðsson, íþróttamaður ársins 2013. Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld útnefndur íþróttamaður ársins á árlegu hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í kvöld. Gylfi Þór fékk 446 stig í kjörinu. Í öðru sæti með 288 stig var frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir og handboltakappinn Guðjón Valur Sigurðsson kom þar á eftir með 236 stig. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var valið lið ársins 2013 en sá árangur þess að komast í umspil um sæti á HM 2014 í Brasilíu er sá besti frá upphafi. Þá var Alfreð Gíslason kjörinn þjálfari ársins, annað árið í röð, en hann stýrir þýska handknattleiksliðinu Kiel.Íþróttamaður ársins: 1. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna – 446 stig 2. Aníta Hinriksdóttir, frjálsar – 288 stig 3. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti – 236 stig 4. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti – 206 stig 5. Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna – 189 stig 6. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna – 134 stig 7. Alfreð Finnbogason, knattspyrna – 73 stig 8. Helgi Sveinsson, íþr. fatlaðra – 62 stig 9. Auðunn Jónsson, kraftlyftingar – 41 stig 10. Aron Pálmarsson, handbolti – 32 stig 11. Jóhann Rúnar Skúlason, hestaíþróttir – 23 stig 12. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund – 16 stig 13. Norma Dögg Róbertsdóttir, fimleikar – 15 stig 14. Birgir Leifur Hafþórsson, golf – 15 stig 15. Guðbjörg Gunnarsdóttir, knattspyrna – 14 stig 16. Guðmundur Sverrisson, frjálsar – 11 stig 17. Helena Sverrisdóttir, körfubolti – 7 stig 18. Dominiqua Alma Belanyi, fimleikar – 4 stig 19. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund – 4 stig 20. Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna – 3 stig 21. Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrna – 3 stig 22. Valdís Þóra Jónsdóttir, golf – 2 stig 23. Þórir Ólafsson, handbolti – 1 stig Lið ársins: 1. A-landslið karla, knattspyrna – 125 stig 2. A-landslið kvenna, knattspyrna – 55 stig 3. Kvennalið Gerplu, hópfimleikar – 20 stig Þjálfari ársins: 1. Alfreð Gíslason, handbolti – 54 stig 2. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, knattspyrna – 34 stig 3. Gunnar Páll Jóakimsson, frjálsar – 33 stigMynd/VilhelmGylfi Þór fór mikinn með íslenska karlalandsliðinu á árinu sem var einum leik frá því að tryggja sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. Liðið mætti Króatíu í tveimur umspilsleikjum en mátti játa sig sigrað. Gylfi styrkti einnig stöðu sína hjá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á árinu. Hann spilaði mikið með liðinu síðari hluta tímabilsins 2012-2013 og hefur verið í aðalhlutverki með liðinu í undanförnum leikjum. Gylfi gat ekki verið viðstaddur kjörið í kvöld þar sem Tottenham mætir Stoke á morgun á White Hart Lane. Gylfi er uppalinn FH-ingur líkt og handknattleikskappinn Aron Pálmarsson sem vann titilinn í fyrra.Kjörið fór fyrst fram árið 1956 og þetta er því í 58. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna velja íþróttamann ársins. 25 af 26 félögum í SÍ nýttu atkvæðisrétt sinn að þessu sinni.Nordicphotos/AFPNordicphotos/GettyNordicphotos/AFPNordicphotos/AFP Fótbolti Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld útnefndur íþróttamaður ársins á árlegu hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í kvöld. Gylfi Þór fékk 446 stig í kjörinu. Í öðru sæti með 288 stig var frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir og handboltakappinn Guðjón Valur Sigurðsson kom þar á eftir með 236 stig. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var valið lið ársins 2013 en sá árangur þess að komast í umspil um sæti á HM 2014 í Brasilíu er sá besti frá upphafi. Þá var Alfreð Gíslason kjörinn þjálfari ársins, annað árið í röð, en hann stýrir þýska handknattleiksliðinu Kiel.Íþróttamaður ársins: 1. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna – 446 stig 2. Aníta Hinriksdóttir, frjálsar – 288 stig 3. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti – 236 stig 4. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti – 206 stig 5. Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna – 189 stig 6. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna – 134 stig 7. Alfreð Finnbogason, knattspyrna – 73 stig 8. Helgi Sveinsson, íþr. fatlaðra – 62 stig 9. Auðunn Jónsson, kraftlyftingar – 41 stig 10. Aron Pálmarsson, handbolti – 32 stig 11. Jóhann Rúnar Skúlason, hestaíþróttir – 23 stig 12. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund – 16 stig 13. Norma Dögg Róbertsdóttir, fimleikar – 15 stig 14. Birgir Leifur Hafþórsson, golf – 15 stig 15. Guðbjörg Gunnarsdóttir, knattspyrna – 14 stig 16. Guðmundur Sverrisson, frjálsar – 11 stig 17. Helena Sverrisdóttir, körfubolti – 7 stig 18. Dominiqua Alma Belanyi, fimleikar – 4 stig 19. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund – 4 stig 20. Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna – 3 stig 21. Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrna – 3 stig 22. Valdís Þóra Jónsdóttir, golf – 2 stig 23. Þórir Ólafsson, handbolti – 1 stig Lið ársins: 1. A-landslið karla, knattspyrna – 125 stig 2. A-landslið kvenna, knattspyrna – 55 stig 3. Kvennalið Gerplu, hópfimleikar – 20 stig Þjálfari ársins: 1. Alfreð Gíslason, handbolti – 54 stig 2. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, knattspyrna – 34 stig 3. Gunnar Páll Jóakimsson, frjálsar – 33 stigMynd/VilhelmGylfi Þór fór mikinn með íslenska karlalandsliðinu á árinu sem var einum leik frá því að tryggja sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. Liðið mætti Króatíu í tveimur umspilsleikjum en mátti játa sig sigrað. Gylfi styrkti einnig stöðu sína hjá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á árinu. Hann spilaði mikið með liðinu síðari hluta tímabilsins 2012-2013 og hefur verið í aðalhlutverki með liðinu í undanförnum leikjum. Gylfi gat ekki verið viðstaddur kjörið í kvöld þar sem Tottenham mætir Stoke á morgun á White Hart Lane. Gylfi er uppalinn FH-ingur líkt og handknattleikskappinn Aron Pálmarsson sem vann titilinn í fyrra.Kjörið fór fyrst fram árið 1956 og þetta er því í 58. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna velja íþróttamann ársins. 25 af 26 félögum í SÍ nýttu atkvæðisrétt sinn að þessu sinni.Nordicphotos/AFPNordicphotos/GettyNordicphotos/AFPNordicphotos/AFP
Fótbolti Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Sjá meira