Gylfi Þór íþróttamaður ársins 2013 | Svona voru efstu tíu sætin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2013 14:28 Gylfi Þór Sigurðsson, íþróttamaður ársins 2013. Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld útnefndur íþróttamaður ársins á árlegu hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í kvöld. Gylfi Þór fékk 446 stig í kjörinu. Í öðru sæti með 288 stig var frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir og handboltakappinn Guðjón Valur Sigurðsson kom þar á eftir með 236 stig. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var valið lið ársins 2013 en sá árangur þess að komast í umspil um sæti á HM 2014 í Brasilíu er sá besti frá upphafi. Þá var Alfreð Gíslason kjörinn þjálfari ársins, annað árið í röð, en hann stýrir þýska handknattleiksliðinu Kiel.Íþróttamaður ársins: 1. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna – 446 stig 2. Aníta Hinriksdóttir, frjálsar – 288 stig 3. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti – 236 stig 4. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti – 206 stig 5. Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna – 189 stig 6. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna – 134 stig 7. Alfreð Finnbogason, knattspyrna – 73 stig 8. Helgi Sveinsson, íþr. fatlaðra – 62 stig 9. Auðunn Jónsson, kraftlyftingar – 41 stig 10. Aron Pálmarsson, handbolti – 32 stig 11. Jóhann Rúnar Skúlason, hestaíþróttir – 23 stig 12. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund – 16 stig 13. Norma Dögg Róbertsdóttir, fimleikar – 15 stig 14. Birgir Leifur Hafþórsson, golf – 15 stig 15. Guðbjörg Gunnarsdóttir, knattspyrna – 14 stig 16. Guðmundur Sverrisson, frjálsar – 11 stig 17. Helena Sverrisdóttir, körfubolti – 7 stig 18. Dominiqua Alma Belanyi, fimleikar – 4 stig 19. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund – 4 stig 20. Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna – 3 stig 21. Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrna – 3 stig 22. Valdís Þóra Jónsdóttir, golf – 2 stig 23. Þórir Ólafsson, handbolti – 1 stig Lið ársins: 1. A-landslið karla, knattspyrna – 125 stig 2. A-landslið kvenna, knattspyrna – 55 stig 3. Kvennalið Gerplu, hópfimleikar – 20 stig Þjálfari ársins: 1. Alfreð Gíslason, handbolti – 54 stig 2. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, knattspyrna – 34 stig 3. Gunnar Páll Jóakimsson, frjálsar – 33 stigMynd/VilhelmGylfi Þór fór mikinn með íslenska karlalandsliðinu á árinu sem var einum leik frá því að tryggja sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. Liðið mætti Króatíu í tveimur umspilsleikjum en mátti játa sig sigrað. Gylfi styrkti einnig stöðu sína hjá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á árinu. Hann spilaði mikið með liðinu síðari hluta tímabilsins 2012-2013 og hefur verið í aðalhlutverki með liðinu í undanförnum leikjum. Gylfi gat ekki verið viðstaddur kjörið í kvöld þar sem Tottenham mætir Stoke á morgun á White Hart Lane. Gylfi er uppalinn FH-ingur líkt og handknattleikskappinn Aron Pálmarsson sem vann titilinn í fyrra.Kjörið fór fyrst fram árið 1956 og þetta er því í 58. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna velja íþróttamann ársins. 25 af 26 félögum í SÍ nýttu atkvæðisrétt sinn að þessu sinni.Nordicphotos/AFPNordicphotos/GettyNordicphotos/AFPNordicphotos/AFP Fótbolti Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld útnefndur íþróttamaður ársins á árlegu hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í kvöld. Gylfi Þór fékk 446 stig í kjörinu. Í öðru sæti með 288 stig var frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir og handboltakappinn Guðjón Valur Sigurðsson kom þar á eftir með 236 stig. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var valið lið ársins 2013 en sá árangur þess að komast í umspil um sæti á HM 2014 í Brasilíu er sá besti frá upphafi. Þá var Alfreð Gíslason kjörinn þjálfari ársins, annað árið í röð, en hann stýrir þýska handknattleiksliðinu Kiel.Íþróttamaður ársins: 1. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna – 446 stig 2. Aníta Hinriksdóttir, frjálsar – 288 stig 3. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti – 236 stig 4. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti – 206 stig 5. Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna – 189 stig 6. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna – 134 stig 7. Alfreð Finnbogason, knattspyrna – 73 stig 8. Helgi Sveinsson, íþr. fatlaðra – 62 stig 9. Auðunn Jónsson, kraftlyftingar – 41 stig 10. Aron Pálmarsson, handbolti – 32 stig 11. Jóhann Rúnar Skúlason, hestaíþróttir – 23 stig 12. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund – 16 stig 13. Norma Dögg Róbertsdóttir, fimleikar – 15 stig 14. Birgir Leifur Hafþórsson, golf – 15 stig 15. Guðbjörg Gunnarsdóttir, knattspyrna – 14 stig 16. Guðmundur Sverrisson, frjálsar – 11 stig 17. Helena Sverrisdóttir, körfubolti – 7 stig 18. Dominiqua Alma Belanyi, fimleikar – 4 stig 19. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund – 4 stig 20. Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna – 3 stig 21. Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrna – 3 stig 22. Valdís Þóra Jónsdóttir, golf – 2 stig 23. Þórir Ólafsson, handbolti – 1 stig Lið ársins: 1. A-landslið karla, knattspyrna – 125 stig 2. A-landslið kvenna, knattspyrna – 55 stig 3. Kvennalið Gerplu, hópfimleikar – 20 stig Þjálfari ársins: 1. Alfreð Gíslason, handbolti – 54 stig 2. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, knattspyrna – 34 stig 3. Gunnar Páll Jóakimsson, frjálsar – 33 stigMynd/VilhelmGylfi Þór fór mikinn með íslenska karlalandsliðinu á árinu sem var einum leik frá því að tryggja sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. Liðið mætti Króatíu í tveimur umspilsleikjum en mátti játa sig sigrað. Gylfi styrkti einnig stöðu sína hjá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á árinu. Hann spilaði mikið með liðinu síðari hluta tímabilsins 2012-2013 og hefur verið í aðalhlutverki með liðinu í undanförnum leikjum. Gylfi gat ekki verið viðstaddur kjörið í kvöld þar sem Tottenham mætir Stoke á morgun á White Hart Lane. Gylfi er uppalinn FH-ingur líkt og handknattleikskappinn Aron Pálmarsson sem vann titilinn í fyrra.Kjörið fór fyrst fram árið 1956 og þetta er því í 58. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna velja íþróttamann ársins. 25 af 26 félögum í SÍ nýttu atkvæðisrétt sinn að þessu sinni.Nordicphotos/AFPNordicphotos/GettyNordicphotos/AFPNordicphotos/AFP
Fótbolti Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Sjá meira