Stokkseyrarmálið: Verjandi ósáttur við gagnaframlagningu saksóknara Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. desember 2013 17:11 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður og Stefán Logi Sívarsson. Aðalmeðferð hélt áfram í Stokkseyrarmálinu í dag. Þinghaldið hófst á því að saksóknari bætti nýjum gögnum í málið, verjendum til mikillar óánægju. Um var að ræða 3 læknisvottorð vegna Stefáns Loga Sívarssonar, eins ákærðra í málinu, sem og mínútubrot úr yfirheyrslu yfir Stefáni í tengslum við annað mál, Ystaselsmálið, þar sem Stefán var fórnarlamb. Verjandi Stefáns mótmælti þessari framlagningu harðlega. Hann lét bóka þau sérstaklega og í samtali við Vísi var ekki annað að heyra en hann væri verulega ósáttur við þessi vinnubrögð saksóknara. „Eitt vottorðið er frá heila- og taugalækni sem Stefán hitti til að meta hvaða afleiðingum hann hefði orðið fyrir eftir árásina í Ystaseli. Annað hinna vottorðanna tengist því máli líka. Þarna er verið að leggja fram samtal læknis og sjúklings sem á ekki erindi við neinn annan. Þetta er gróft brot á friðhelgi einkalífs umbjóðanda míns,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður Stefáns í samtali við Vísi. Myndskeiðið sem lagt var fram var aðeins afhent dómurum en ekki verjendum. Vilhjálmur er ekki síður óánægður með þau vinnubrögð saksóknara. „Þetta er í engu samræmi við lög um meðferð sakamála,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur vísar í ákvæði þar sem segir að óheimilt sé að leggja fram skjöl eða annars konar gögn ef þau hafa að geyma upplýsingar um einkahagi manns sem vitni hefur verið trúað fyrir í starfi sem læknir. Stefán Logi sagði í sinni skýrslu á mánudag, fyrsta degi aðalmeðferðarinnar, að hann hefði verið verið í þannig líkamlegu ástandi að hann hefði verið ófær um að beita nokkurn mann ofbeldi þegar árásirnar í Stokkseyrarmálinu áttu sér stað. Vísaði hann þar til meiðsla sem hann hlaut í Ystasels málinu. Hann bar einnig við minnisleysi í kjölfar áverka eftir þá árás. Saksóknari sagði að nýju gögnin myndu hrekja þessar fullyrðingar Stefáns Loga. Vilhjálmur bað um að verjendur fengju að ræða við dómara og saksóknara einslega eftir þinghaldið í dag og við þeirri bón var orðið. Ekki er ljóst hvað fór þar fram. Næsta þinghald í málinu var ákveðið þann 20. desember næstkomandi, en þá verður haldið áfram að yfirheyra vitni. Stokkseyrarmálið Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Sjá meira
Aðalmeðferð hélt áfram í Stokkseyrarmálinu í dag. Þinghaldið hófst á því að saksóknari bætti nýjum gögnum í málið, verjendum til mikillar óánægju. Um var að ræða 3 læknisvottorð vegna Stefáns Loga Sívarssonar, eins ákærðra í málinu, sem og mínútubrot úr yfirheyrslu yfir Stefáni í tengslum við annað mál, Ystaselsmálið, þar sem Stefán var fórnarlamb. Verjandi Stefáns mótmælti þessari framlagningu harðlega. Hann lét bóka þau sérstaklega og í samtali við Vísi var ekki annað að heyra en hann væri verulega ósáttur við þessi vinnubrögð saksóknara. „Eitt vottorðið er frá heila- og taugalækni sem Stefán hitti til að meta hvaða afleiðingum hann hefði orðið fyrir eftir árásina í Ystaseli. Annað hinna vottorðanna tengist því máli líka. Þarna er verið að leggja fram samtal læknis og sjúklings sem á ekki erindi við neinn annan. Þetta er gróft brot á friðhelgi einkalífs umbjóðanda míns,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður Stefáns í samtali við Vísi. Myndskeiðið sem lagt var fram var aðeins afhent dómurum en ekki verjendum. Vilhjálmur er ekki síður óánægður með þau vinnubrögð saksóknara. „Þetta er í engu samræmi við lög um meðferð sakamála,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur vísar í ákvæði þar sem segir að óheimilt sé að leggja fram skjöl eða annars konar gögn ef þau hafa að geyma upplýsingar um einkahagi manns sem vitni hefur verið trúað fyrir í starfi sem læknir. Stefán Logi sagði í sinni skýrslu á mánudag, fyrsta degi aðalmeðferðarinnar, að hann hefði verið verið í þannig líkamlegu ástandi að hann hefði verið ófær um að beita nokkurn mann ofbeldi þegar árásirnar í Stokkseyrarmálinu áttu sér stað. Vísaði hann þar til meiðsla sem hann hlaut í Ystasels málinu. Hann bar einnig við minnisleysi í kjölfar áverka eftir þá árás. Saksóknari sagði að nýju gögnin myndu hrekja þessar fullyrðingar Stefáns Loga. Vilhjálmur bað um að verjendur fengju að ræða við dómara og saksóknara einslega eftir þinghaldið í dag og við þeirri bón var orðið. Ekki er ljóst hvað fór þar fram. Næsta þinghald í málinu var ákveðið þann 20. desember næstkomandi, en þá verður haldið áfram að yfirheyra vitni.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Sjá meira