Körfubolti

Hafþór leggur skóna á hilluna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Daníel
„Það er alls ekki gott að fá svona tíðindi,“ segir Hafþór Ingi Gunnarsson, leikmaður Snæfells í Domino's-deild karla í körfubolta.

Hafþór staðfestir í samtali við Karfan.is að hnémeiðsli sín séu svo slæm að hann sjái engan annan kost en að hætta körfuboltaiðkun. Allt brjósk sé á bak og burt í hné hans og læknar segja enga aðgerð sem geti bjargað málunum.

Hann útilokar ekki að verða áfram viðloðandi körfubolta, ætlar í það minnsta að vera mikið í kringum Snæfellsliðið þessa leiktíð og lítur yfir ferilinn sáttur.

„Ég vann ekki neitt, varð deildarmeistari með Snæfell en fór tvisvar í úrslit, fyrst með Skallagrím og svo Snæfell en hefði viljað verða Íslands- eða bikarmeistari en þegar allt kemur til alls þá er ég mjög ánægður með þetta. Ég hef spilað lengi og spilað með mörgum góðum leikmönnum og hef skapað mjög góð vinabönd,“ segir Hafþór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×