Kári og Tinna badmintonfólk ársins 13. desember 2013 18:48 Kári og Tinna. Mynd/Badmintonsamband Íslands Stjórn Badmintonsambands Íslands hefur valið Tinnu Helgadóttur og Kára Gunnarsson badmintonmann og badmintonkonu ársins 2013. Kári er Íslandsmeistari í einliðaleik annað árið í röð en Kári er búsettur í Danmörku og kom til landsins til að keppa á Meistaramóti Íslands. Að auki hefur hann keppt hérlendis á TBR Opið og Meistaramóti TBR á árinu og unnið þau bæði. Þeir Atli Jóhannesson unnu einnig TBR Opið í tvíliðaleik karla. Kári er í A-landsliðinu í badminton. Hann keppti með landsliðinu fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni landsliða í Rússlandi fyrr á þessu ári. Kári er mikilvægur í landsliði Íslands í badminton og spilar jafnan fyrsta einliðaleik karla. Hann hefur verið í unglingalandsliðum Íslands á undanförnum árum og spilaði fyrst með A-landsliðinu árið 2010, þá aðeins 19 ára gamall. Kári stóð sig best allra íslensku keppendanna í einliðaleik karla á síðasta Iceland International móti en mótið gefur stig á heimslista og er innan mótaraðar Badminton Europe. Þar komst hann í átta manna úrslit og vann meðal annars þriðja hæsta Kóreubúa á heimslista, Park Sung Min en sá fékk aðra röðun á heimsmeistaramóti unglinga 2008. Tinna varð tvöfaldur Íslandsmeistari í badminton á árinu 2013, í einliðaleik og tvíliðaleik með bróður sínum, Magnúsi Inga Helgasyni. Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Tinnu í einliðaleik en síðast hampaði hún titlinum árið 2009. Hún hefur orðið sex sinnum Íslandsmeistari í tvenndarleik, árið 2005, 2008-2011 og 2013. Tinna keppti á einu öðru móti á Íslandi á árinu, Meistaramóti TBR. Þar keppti hún í tvíliðaleik og tvenndarleik og vann báðar greinar ásamt meðspilurum sínum. Tinna hefur spilað með danska liðinu Værløse á þessu ári. Hún er í aðalliði Værløse og hefur verið að spila með og á móti mörgum sterkustu badmintonspilurum heims en Værløse spilar í dönsku úrvalsdeildinni. Tinna er í A-landsliðinu í badminton. Tinna hefur keppt með landsliðinu fyrir Íslands hönd um árabil og var þar áður í unglingalandsliðum Íslands. Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira
Stjórn Badmintonsambands Íslands hefur valið Tinnu Helgadóttur og Kára Gunnarsson badmintonmann og badmintonkonu ársins 2013. Kári er Íslandsmeistari í einliðaleik annað árið í röð en Kári er búsettur í Danmörku og kom til landsins til að keppa á Meistaramóti Íslands. Að auki hefur hann keppt hérlendis á TBR Opið og Meistaramóti TBR á árinu og unnið þau bæði. Þeir Atli Jóhannesson unnu einnig TBR Opið í tvíliðaleik karla. Kári er í A-landsliðinu í badminton. Hann keppti með landsliðinu fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni landsliða í Rússlandi fyrr á þessu ári. Kári er mikilvægur í landsliði Íslands í badminton og spilar jafnan fyrsta einliðaleik karla. Hann hefur verið í unglingalandsliðum Íslands á undanförnum árum og spilaði fyrst með A-landsliðinu árið 2010, þá aðeins 19 ára gamall. Kári stóð sig best allra íslensku keppendanna í einliðaleik karla á síðasta Iceland International móti en mótið gefur stig á heimslista og er innan mótaraðar Badminton Europe. Þar komst hann í átta manna úrslit og vann meðal annars þriðja hæsta Kóreubúa á heimslista, Park Sung Min en sá fékk aðra röðun á heimsmeistaramóti unglinga 2008. Tinna varð tvöfaldur Íslandsmeistari í badminton á árinu 2013, í einliðaleik og tvíliðaleik með bróður sínum, Magnúsi Inga Helgasyni. Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Tinnu í einliðaleik en síðast hampaði hún titlinum árið 2009. Hún hefur orðið sex sinnum Íslandsmeistari í tvenndarleik, árið 2005, 2008-2011 og 2013. Tinna keppti á einu öðru móti á Íslandi á árinu, Meistaramóti TBR. Þar keppti hún í tvíliðaleik og tvenndarleik og vann báðar greinar ásamt meðspilurum sínum. Tinna hefur spilað með danska liðinu Værløse á þessu ári. Hún er í aðalliði Værløse og hefur verið að spila með og á móti mörgum sterkustu badmintonspilurum heims en Værløse spilar í dönsku úrvalsdeildinni. Tinna er í A-landsliðinu í badminton. Tinna hefur keppt með landsliðinu fyrir Íslands hönd um árabil og var þar áður í unglingalandsliðum Íslands.
Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira