Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 25-22 | Rauð jól í Hafnarfirði Sigmar Sigfússon skrifar 14. desember 2013 11:31 Mynd/Stefán Haukar eru deildabikarmeistarar eftir þriggja marka sigur á erkifjendum sínum í FH. Haukar voru sterkari heilt yfir í leiknum í dag. FH-ingar áttu í vandræðum að leysa sóknaleik sinn gegn sterkri vörn Hauka og Giedrius Morkunas, markmaður Hauka, átti stórleik í markinu. Sigurbergur Sveinsson átti frábæran leik fyrir sitt lið og skoraði sjö mörk. Það verða rauð jól í Hafnarfirðinum þetta árið. Haukarnir mætti mun grimmari til leiks og náðu forystu snemma í leiknum. Varnarleikur þeirra rauðklæddu gerði FH-ingum erfitt fyrir. Giedrius Morkunas, markmaður Hauka, fylgdi góðri vörn sinna manna og varði vel. Haukar voru duglegir að refsa með hraðaupphlaupsmörkum og voru eldsnöggir fram. FH-ingar voru klaufar í sókn á löngum köflum og fengu til að mynda dæmd á sig skref í tveimur sóknum í röð. Sigurbergur Sveinsson var frábær í leiknum og skoraði hvert markið á eftir öðru í öllum regnboganslitum. Ágúst Elí Björgvinsson, markmaður FH, áttu virkilega góðan leik í marki FH með 16 varða bolta. Frábær kafli hjá Haukum undir lok fyrri hálfleiks kom þeim í góða stöðu og fóru þeir með fimm marka forystu til búningsklefa. Haukar héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og voru komnir með sjö marka forystu eftir sex mínútna leik. FH-ingar áttu fína spretti inn á milli og minnkuðu muninn en bilið var of mikið. Það var augljóst að leikurinn í gær við Eyjamenn hafi setið í FH-mönnum. Þeir hvítklæddu virkuðu þreyttir í dag. Lengra komust FH-ingar ekki í leiknum og Haukar sigldu þessum bikar í höfn og eru deildabikarmeistarar 2013. Patrekur: Mikið af hæfileikaríkum leikmönnum„Við mættum klárir í þennan leik. FH-ingar lentu í erfiðum leik í gær sem kostaði þá mikla orku. Á meðan við gátum rúllað mikið á liðinu gegn Fram,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Ég var mjög ánægður með kaflann undir lok í fyrri hálfleik ásamt upphafsmínútunum í síðari hálfleik. Náðum átta mörkum og þannig séð klárum leikinn.“ „Vörnin var góð í dag. Haukar hafa í gegnum tíðina verið með góða vörn en það sem er að koma núna hjá okkur að við erum orðnir fjölbreyttari í sókn.“ „Það er mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í liðinu með mikinn leikskilning. Auðvitað erum við með grunnskipulag og taktík sem við förum eftir en þessir strákar eru mjög góðir einstaklingar. Frábær leikur hjá þeim í dag og ég er virkilega sáttur með fyrsta bikar vetrarins,“ sagði Patrekur að lokum. Einar Andri: Við vorum þreyttir„Ég veit ekki beint hvað fór úrskeiðis. Mér fannst við spila svona þokkalegan leik en vörnin byrjaði ekki nægilega vel og við þurftum að vera hræra í henni allan leikinn“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við vorum þreyttir og vorum að spila fram að miðnætti í gær. Það var mikið um mistök hjá okkur og ég held að við höfum verið með fimmtán tapaða bolta í leiknum. Það er óvenju mikið.“ „Svona heilt yfir fannst mér við leggja allt í þetta og vera ansi nálægt því að koma okkur inn í leikinn eftir þessa tvo skelfilegu kafla hjá okkur.“ „En Haukaliðið var sterk hérna í dag. Samt sem áður klúðruðum við þessu sjálfir með slæmum kafla hjá okkur,“ sagði Einar að lokum. Sigurbergur: Frábær sigur„Algjör karaktersigur og við mættum ákveðnir til leiks alveg frá byrjun. Við höfum verið betri aðilinn gegn FH undanfarið og það hélt áfram í dag. Framan af leiknum vorum við miklu betri á öllum sviðum fannst mér,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, stórskytta Hauka, eftir leikinn. „Við fórum að gefa aðeins eftir í lokin sem er kannski eðlilegt enda mikið álag á mönnum. Þetta getur verið sveiflukennt en þegar upp er staðið er þetta frábær sigur hjá okkur,“ sagði Sigurbergur, augljóslega mjög sáttur með sigur sinna manna. Íslenski handboltinn Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Haukar eru deildabikarmeistarar eftir þriggja marka sigur á erkifjendum sínum í FH. Haukar voru sterkari heilt yfir í leiknum í dag. FH-ingar áttu í vandræðum að leysa sóknaleik sinn gegn sterkri vörn Hauka og Giedrius Morkunas, markmaður Hauka, átti stórleik í markinu. Sigurbergur Sveinsson átti frábæran leik fyrir sitt lið og skoraði sjö mörk. Það verða rauð jól í Hafnarfirðinum þetta árið. Haukarnir mætti mun grimmari til leiks og náðu forystu snemma í leiknum. Varnarleikur þeirra rauðklæddu gerði FH-ingum erfitt fyrir. Giedrius Morkunas, markmaður Hauka, fylgdi góðri vörn sinna manna og varði vel. Haukar voru duglegir að refsa með hraðaupphlaupsmörkum og voru eldsnöggir fram. FH-ingar voru klaufar í sókn á löngum köflum og fengu til að mynda dæmd á sig skref í tveimur sóknum í röð. Sigurbergur Sveinsson var frábær í leiknum og skoraði hvert markið á eftir öðru í öllum regnboganslitum. Ágúst Elí Björgvinsson, markmaður FH, áttu virkilega góðan leik í marki FH með 16 varða bolta. Frábær kafli hjá Haukum undir lok fyrri hálfleiks kom þeim í góða stöðu og fóru þeir með fimm marka forystu til búningsklefa. Haukar héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og voru komnir með sjö marka forystu eftir sex mínútna leik. FH-ingar áttu fína spretti inn á milli og minnkuðu muninn en bilið var of mikið. Það var augljóst að leikurinn í gær við Eyjamenn hafi setið í FH-mönnum. Þeir hvítklæddu virkuðu þreyttir í dag. Lengra komust FH-ingar ekki í leiknum og Haukar sigldu þessum bikar í höfn og eru deildabikarmeistarar 2013. Patrekur: Mikið af hæfileikaríkum leikmönnum„Við mættum klárir í þennan leik. FH-ingar lentu í erfiðum leik í gær sem kostaði þá mikla orku. Á meðan við gátum rúllað mikið á liðinu gegn Fram,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Ég var mjög ánægður með kaflann undir lok í fyrri hálfleik ásamt upphafsmínútunum í síðari hálfleik. Náðum átta mörkum og þannig séð klárum leikinn.“ „Vörnin var góð í dag. Haukar hafa í gegnum tíðina verið með góða vörn en það sem er að koma núna hjá okkur að við erum orðnir fjölbreyttari í sókn.“ „Það er mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í liðinu með mikinn leikskilning. Auðvitað erum við með grunnskipulag og taktík sem við förum eftir en þessir strákar eru mjög góðir einstaklingar. Frábær leikur hjá þeim í dag og ég er virkilega sáttur með fyrsta bikar vetrarins,“ sagði Patrekur að lokum. Einar Andri: Við vorum þreyttir„Ég veit ekki beint hvað fór úrskeiðis. Mér fannst við spila svona þokkalegan leik en vörnin byrjaði ekki nægilega vel og við þurftum að vera hræra í henni allan leikinn“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við vorum þreyttir og vorum að spila fram að miðnætti í gær. Það var mikið um mistök hjá okkur og ég held að við höfum verið með fimmtán tapaða bolta í leiknum. Það er óvenju mikið.“ „Svona heilt yfir fannst mér við leggja allt í þetta og vera ansi nálægt því að koma okkur inn í leikinn eftir þessa tvo skelfilegu kafla hjá okkur.“ „En Haukaliðið var sterk hérna í dag. Samt sem áður klúðruðum við þessu sjálfir með slæmum kafla hjá okkur,“ sagði Einar að lokum. Sigurbergur: Frábær sigur„Algjör karaktersigur og við mættum ákveðnir til leiks alveg frá byrjun. Við höfum verið betri aðilinn gegn FH undanfarið og það hélt áfram í dag. Framan af leiknum vorum við miklu betri á öllum sviðum fannst mér,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, stórskytta Hauka, eftir leikinn. „Við fórum að gefa aðeins eftir í lokin sem er kannski eðlilegt enda mikið álag á mönnum. Þetta getur verið sveiflukennt en þegar upp er staðið er þetta frábær sigur hjá okkur,“ sagði Sigurbergur, augljóslega mjög sáttur með sigur sinna manna.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira