Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 25-22 | Rauð jól í Hafnarfirði Sigmar Sigfússon skrifar 14. desember 2013 11:31 Mynd/Stefán Haukar eru deildabikarmeistarar eftir þriggja marka sigur á erkifjendum sínum í FH. Haukar voru sterkari heilt yfir í leiknum í dag. FH-ingar áttu í vandræðum að leysa sóknaleik sinn gegn sterkri vörn Hauka og Giedrius Morkunas, markmaður Hauka, átti stórleik í markinu. Sigurbergur Sveinsson átti frábæran leik fyrir sitt lið og skoraði sjö mörk. Það verða rauð jól í Hafnarfirðinum þetta árið. Haukarnir mætti mun grimmari til leiks og náðu forystu snemma í leiknum. Varnarleikur þeirra rauðklæddu gerði FH-ingum erfitt fyrir. Giedrius Morkunas, markmaður Hauka, fylgdi góðri vörn sinna manna og varði vel. Haukar voru duglegir að refsa með hraðaupphlaupsmörkum og voru eldsnöggir fram. FH-ingar voru klaufar í sókn á löngum köflum og fengu til að mynda dæmd á sig skref í tveimur sóknum í röð. Sigurbergur Sveinsson var frábær í leiknum og skoraði hvert markið á eftir öðru í öllum regnboganslitum. Ágúst Elí Björgvinsson, markmaður FH, áttu virkilega góðan leik í marki FH með 16 varða bolta. Frábær kafli hjá Haukum undir lok fyrri hálfleiks kom þeim í góða stöðu og fóru þeir með fimm marka forystu til búningsklefa. Haukar héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og voru komnir með sjö marka forystu eftir sex mínútna leik. FH-ingar áttu fína spretti inn á milli og minnkuðu muninn en bilið var of mikið. Það var augljóst að leikurinn í gær við Eyjamenn hafi setið í FH-mönnum. Þeir hvítklæddu virkuðu þreyttir í dag. Lengra komust FH-ingar ekki í leiknum og Haukar sigldu þessum bikar í höfn og eru deildabikarmeistarar 2013. Patrekur: Mikið af hæfileikaríkum leikmönnum„Við mættum klárir í þennan leik. FH-ingar lentu í erfiðum leik í gær sem kostaði þá mikla orku. Á meðan við gátum rúllað mikið á liðinu gegn Fram,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Ég var mjög ánægður með kaflann undir lok í fyrri hálfleik ásamt upphafsmínútunum í síðari hálfleik. Náðum átta mörkum og þannig séð klárum leikinn.“ „Vörnin var góð í dag. Haukar hafa í gegnum tíðina verið með góða vörn en það sem er að koma núna hjá okkur að við erum orðnir fjölbreyttari í sókn.“ „Það er mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í liðinu með mikinn leikskilning. Auðvitað erum við með grunnskipulag og taktík sem við förum eftir en þessir strákar eru mjög góðir einstaklingar. Frábær leikur hjá þeim í dag og ég er virkilega sáttur með fyrsta bikar vetrarins,“ sagði Patrekur að lokum. Einar Andri: Við vorum þreyttir„Ég veit ekki beint hvað fór úrskeiðis. Mér fannst við spila svona þokkalegan leik en vörnin byrjaði ekki nægilega vel og við þurftum að vera hræra í henni allan leikinn“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við vorum þreyttir og vorum að spila fram að miðnætti í gær. Það var mikið um mistök hjá okkur og ég held að við höfum verið með fimmtán tapaða bolta í leiknum. Það er óvenju mikið.“ „Svona heilt yfir fannst mér við leggja allt í þetta og vera ansi nálægt því að koma okkur inn í leikinn eftir þessa tvo skelfilegu kafla hjá okkur.“ „En Haukaliðið var sterk hérna í dag. Samt sem áður klúðruðum við þessu sjálfir með slæmum kafla hjá okkur,“ sagði Einar að lokum. Sigurbergur: Frábær sigur„Algjör karaktersigur og við mættum ákveðnir til leiks alveg frá byrjun. Við höfum verið betri aðilinn gegn FH undanfarið og það hélt áfram í dag. Framan af leiknum vorum við miklu betri á öllum sviðum fannst mér,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, stórskytta Hauka, eftir leikinn. „Við fórum að gefa aðeins eftir í lokin sem er kannski eðlilegt enda mikið álag á mönnum. Þetta getur verið sveiflukennt en þegar upp er staðið er þetta frábær sigur hjá okkur,“ sagði Sigurbergur, augljóslega mjög sáttur með sigur sinna manna. Íslenski handboltinn Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Haukar eru deildabikarmeistarar eftir þriggja marka sigur á erkifjendum sínum í FH. Haukar voru sterkari heilt yfir í leiknum í dag. FH-ingar áttu í vandræðum að leysa sóknaleik sinn gegn sterkri vörn Hauka og Giedrius Morkunas, markmaður Hauka, átti stórleik í markinu. Sigurbergur Sveinsson átti frábæran leik fyrir sitt lið og skoraði sjö mörk. Það verða rauð jól í Hafnarfirðinum þetta árið. Haukarnir mætti mun grimmari til leiks og náðu forystu snemma í leiknum. Varnarleikur þeirra rauðklæddu gerði FH-ingum erfitt fyrir. Giedrius Morkunas, markmaður Hauka, fylgdi góðri vörn sinna manna og varði vel. Haukar voru duglegir að refsa með hraðaupphlaupsmörkum og voru eldsnöggir fram. FH-ingar voru klaufar í sókn á löngum köflum og fengu til að mynda dæmd á sig skref í tveimur sóknum í röð. Sigurbergur Sveinsson var frábær í leiknum og skoraði hvert markið á eftir öðru í öllum regnboganslitum. Ágúst Elí Björgvinsson, markmaður FH, áttu virkilega góðan leik í marki FH með 16 varða bolta. Frábær kafli hjá Haukum undir lok fyrri hálfleiks kom þeim í góða stöðu og fóru þeir með fimm marka forystu til búningsklefa. Haukar héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og voru komnir með sjö marka forystu eftir sex mínútna leik. FH-ingar áttu fína spretti inn á milli og minnkuðu muninn en bilið var of mikið. Það var augljóst að leikurinn í gær við Eyjamenn hafi setið í FH-mönnum. Þeir hvítklæddu virkuðu þreyttir í dag. Lengra komust FH-ingar ekki í leiknum og Haukar sigldu þessum bikar í höfn og eru deildabikarmeistarar 2013. Patrekur: Mikið af hæfileikaríkum leikmönnum„Við mættum klárir í þennan leik. FH-ingar lentu í erfiðum leik í gær sem kostaði þá mikla orku. Á meðan við gátum rúllað mikið á liðinu gegn Fram,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Ég var mjög ánægður með kaflann undir lok í fyrri hálfleik ásamt upphafsmínútunum í síðari hálfleik. Náðum átta mörkum og þannig séð klárum leikinn.“ „Vörnin var góð í dag. Haukar hafa í gegnum tíðina verið með góða vörn en það sem er að koma núna hjá okkur að við erum orðnir fjölbreyttari í sókn.“ „Það er mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í liðinu með mikinn leikskilning. Auðvitað erum við með grunnskipulag og taktík sem við förum eftir en þessir strákar eru mjög góðir einstaklingar. Frábær leikur hjá þeim í dag og ég er virkilega sáttur með fyrsta bikar vetrarins,“ sagði Patrekur að lokum. Einar Andri: Við vorum þreyttir„Ég veit ekki beint hvað fór úrskeiðis. Mér fannst við spila svona þokkalegan leik en vörnin byrjaði ekki nægilega vel og við þurftum að vera hræra í henni allan leikinn“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við vorum þreyttir og vorum að spila fram að miðnætti í gær. Það var mikið um mistök hjá okkur og ég held að við höfum verið með fimmtán tapaða bolta í leiknum. Það er óvenju mikið.“ „Svona heilt yfir fannst mér við leggja allt í þetta og vera ansi nálægt því að koma okkur inn í leikinn eftir þessa tvo skelfilegu kafla hjá okkur.“ „En Haukaliðið var sterk hérna í dag. Samt sem áður klúðruðum við þessu sjálfir með slæmum kafla hjá okkur,“ sagði Einar að lokum. Sigurbergur: Frábær sigur„Algjör karaktersigur og við mættum ákveðnir til leiks alveg frá byrjun. Við höfum verið betri aðilinn gegn FH undanfarið og það hélt áfram í dag. Framan af leiknum vorum við miklu betri á öllum sviðum fannst mér,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, stórskytta Hauka, eftir leikinn. „Við fórum að gefa aðeins eftir í lokin sem er kannski eðlilegt enda mikið álag á mönnum. Þetta getur verið sveiflukennt en þegar upp er staðið er þetta frábær sigur hjá okkur,“ sagði Sigurbergur, augljóslega mjög sáttur með sigur sinna manna.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira