Körfubolti

Snæfell og Fjölnir áfram í bikarnum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Tveir leikir voru í 16 liða úrslitum Poweradebikar kvenna í körfubolta í dag. Úrvalsdeildarlið Snæfells átti ekki í vandræðum með Tindastól á Sauðárkróki og Fjölnir lagði Breiðablik í Kópavogi.

Snæfell lagði Tindastól 94-46 en enga tölfræði er að finna úr þeim leik en tölurnar gefa til kynna mikla yfirburði Snæfells í leiknum en Snæfell er í öðru sæti Dominos deildar kvenna.

Fjölnir gerði sér lítið fyrir og skellti toppliði 1. deildar 69-53 á útivelli. Breiðablik hefur ekki tapað leik í 1. deildinni en Fjölnir er í öðru sæti deildarinnar með fjóra sigra í fimm leikjum.

Fjölnir var 17 stigum yfir í hálfleik og vann öruggan sigur í leik sem var aldrei spennandi.

Breiðablik-Fjölnir 53-69 (15-21, 11-22, 7-15, 20-11)

Breiðablik: Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 18/10 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 8/7 fráköst, Ingunn Erla Kristjánsdóttir 7/11 fráköst, Efemía Rún Sigurbjörnsdóttir 6/4 fráköst, Aníta Rún Árnadóttir 6, Ísabella Ósk Sigurðardóttir 2, Kristín Óladóttir 2, Helena Mikaelsdóttir 2, Helga Hrund Friðriksdóttir 1/4 fráköst, Elín Kara Karlsdóttir 1/4 fráköst, Alexandra Sif Herleifsdóttir 0/6 fráköst, Guðrún Edda Bjarnadóttir 0/4 fráköst.

Fjölnir: Mone Laretta Peoples 24/6 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Erla Sif Kristinsdóttir 11/7 fráköst, Kristín Halla Eiríksdóttir 9, Eyrún Líf Sigurðardóttir 8/5 stoðsendingar, Hrund Jóhannsdóttir 7/18 fráköst/6 varin skot, Dagbjört Helga Eiríksdóttir 4, Erna María Sveinsdóttir 2, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 2, Kolbrún H. Kolbeinsdóttir 2, Brynja Pálína Sigurgeirsdóttir 0, Telma María Jónsdóttir 0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×