Seattle ósigrandi á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2013 08:26 Russell Wilson fagnar sigrinum í nótt. Mynd/AP Russell Wilson og félagar hans í Seattle Seahawks sýndu að þeir eru til alls líklegir í úrslitakeppninni í NFL-deildinni í Bandaríkjunum eftir afar sannfærandi sigur á New Orleans Saints á heimavelli. Seattle vann uppgjör tveggja sterkustu liða Þjóðardeildarinnar (NFC) í mánudagsleik NFL-deildarinnar í nótt, 34-7, og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni sem hefst í janúar. Seattle hefur aðeins tapað einum leik allt tímabilið og er með besta árangur allra liða í deildinni, auk þess að hafa tveggja leikja forystu á önnur lið í NFC. Aðeins stórslys kemur í veg fyrir að Seattle verður með heimaleikjarétt út alla úrslitakeppnina en Seattle tapaði síðast leik á heimavelli árið 2011. Leikstjórnandinn Wilson, sem er á sínu öðru ári í deildinni, var algjörlega magnaður í leiknum og tætti annars sterka vörn Saints í sig. Hann kastaði samtals 310 jarda í leiknum, þar af fyrir þremur snertimörkum. Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans, náði sér engan veginn á strik fyrir framan stuðningsmenn Seattle sem eru þekktir fyrir að vera með gríðarleg læti á leikjum síns liðs og gera þar með aðkomaliðum lífið leitt. Brees kastaði aðeins 147 jarda í leiknum en sóknarleikur liðsins komst í raun aldrei í gang. Eina snertimark liðsins skoraði innherjinn Jimmy Graham sem hefur verið jafnbesti leikmaður Saints á tímabilinu. Sókn Saints náði aðeins 188 jördum alls en það er slakasti árangur liðsins undir stjórn Sean Payton sem tók við Saints árið 2006. Saints hefur nú unnið níu af tólf leikjum sínum á tímabilinu og er með næstbesta árangur allra liða í NFC ásamt Carolina Panthers.Hér má sjá samantekt úr leiknum. NFL Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Skíra greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira
Russell Wilson og félagar hans í Seattle Seahawks sýndu að þeir eru til alls líklegir í úrslitakeppninni í NFL-deildinni í Bandaríkjunum eftir afar sannfærandi sigur á New Orleans Saints á heimavelli. Seattle vann uppgjör tveggja sterkustu liða Þjóðardeildarinnar (NFC) í mánudagsleik NFL-deildarinnar í nótt, 34-7, og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni sem hefst í janúar. Seattle hefur aðeins tapað einum leik allt tímabilið og er með besta árangur allra liða í deildinni, auk þess að hafa tveggja leikja forystu á önnur lið í NFC. Aðeins stórslys kemur í veg fyrir að Seattle verður með heimaleikjarétt út alla úrslitakeppnina en Seattle tapaði síðast leik á heimavelli árið 2011. Leikstjórnandinn Wilson, sem er á sínu öðru ári í deildinni, var algjörlega magnaður í leiknum og tætti annars sterka vörn Saints í sig. Hann kastaði samtals 310 jarda í leiknum, þar af fyrir þremur snertimörkum. Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans, náði sér engan veginn á strik fyrir framan stuðningsmenn Seattle sem eru þekktir fyrir að vera með gríðarleg læti á leikjum síns liðs og gera þar með aðkomaliðum lífið leitt. Brees kastaði aðeins 147 jarda í leiknum en sóknarleikur liðsins komst í raun aldrei í gang. Eina snertimark liðsins skoraði innherjinn Jimmy Graham sem hefur verið jafnbesti leikmaður Saints á tímabilinu. Sókn Saints náði aðeins 188 jördum alls en það er slakasti árangur liðsins undir stjórn Sean Payton sem tók við Saints árið 2006. Saints hefur nú unnið níu af tólf leikjum sínum á tímabilinu og er með næstbesta árangur allra liða í NFC ásamt Carolina Panthers.Hér má sjá samantekt úr leiknum.
NFL Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Skíra greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira