Forsvarsmenn HSÍ hafa ákveðið að fresta viðureign ÍBV og Akureyrar í Olísdeild karla í handknattleik sem fram átti að fara í dag.
Upphaflega átti leikurinn að fara fram klukkan 13.30 í gær en var frestað til dagsins í dag vegna veðurskilyrða. Þau eru engu betri í dag og hefur leiknum því verið frestað um ótiltekinn tíma.
Ákvörðun um nýjan leiktíma verður tekin á morgun.

