Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Sviss 26-21 | Flottur sigur á Sviss 30. nóvember 2013 13:21 Þórey Rósa Stefánsdóttir er lykilmaður í liði Íslands. Mynd/Stefán Ísland vann Sviss í vináttulandsleik liðanna á Seltjarnanesi í dag. Leikurinn var þriðji leikurinn á þremur dögunum hjá liðunum, en lokatölur í dag urðu 26-21. Unnur Ómarsdóttir var markahæst í liði Íslands með fimm mörk og Florentina Stanciu átti frábæran leik í marki Íslands og varði fimmtán skot. Íslenska liðið byrjaði leikinn frábærlega og réði lögum og lofum í byrjun. Liðið spilaði sterkan varnarleik og sóknarleikurinn flaut vel. Okkar stúlkur komust í 5-0 og fyrsta mark gestanna kom eftir tæpar tólf mínútu. Segir allt sem segja þarf um frábæran varnarleik stelpnanna. Þegar stundarfjórðungur var liðinn leiddu stelpurnar með fjórum mörkum og þá var þjálfara Sviss, Jesper Holmris, nóg boðið í bili og tók leikhlé. Þær bláklæddu héldu þó sínum takti og þegar tíu mínútur voru til leikhlés leiddu þær með fimm marka mun, 9-4. Stelpurnar slökuðu þó aðeins á og gestirnir náðu hraðaupphlaupum og náðu að minnka muninn í tvö mörk. Þá bitu okkar stelpur aftur frá sér og skoruðu tvö mörk í röð og komu muninum aftur í fjögur mörk, þannig var hann í hálfleik en íslensku stelpurnar leiddu 14-10. Karen Knútsdóttir skoraði fyrsta markið í síðari hálfleik og jók muninn í fimm mörk. Þá var ekki aftur snúið, en Arna Sif kom heimastúlkum í 19-12. Vörn liðsins byrjaði aftur að smella í upphafi síðari hálfleiks eftir smá lægð um miðbik fyrri hálfleiks. Íslenska liðið fékk í kjölfarið tvær brottvísanir með stuttu millibili, en náðu þó að halda dampi forystu og þegar tíu mínútur voru eftir leiddu Íslendingar með fimm mörkum, 22-17. Heimastúlkur héldu svo forystunni nánast óbreytti út leikinn og lokatölur urðu Frábær varnaleikur var lykillinn að sigri Íslands, en hann var virkilega agaður og sóknarleikurinn einnig fínn. Margar leikmenn Íslands áttu virkilega góðan dag. Unnur Ómarsdóttir stimplaði sig rækilega inn í vinstra hornið, en hún var frábær. Arna Sif átti góðan dag á línunni, Karen Knútsdóttir stóð sig vel á miðjunni og svo gjörsamlega lokaði Florentina Stanciu markinu, mörg hver úr dauðafærum. Birna Berg hefur oft skorað meira, en spilaði liðsfélagana sína oft frábærlega uppi og náði hún vel með línumönnunum, Örnu Sif og Hildigunni. Svo mætti lengi telja áfram. Svokallaður liðsheildarsigur.Markaskorarar Íslands: Unnur Ómarsdóttir 5, Karen Knútsdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 4, Arna Sif Pálsdóttir 4, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Birna Berg Haraldsdóttir 2.Varin skot: Florentina Stanciu 15. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslands: Heilsteyptasti leikurinn„Vörnin var mjög góð, bæði sex núll og fimm plús einn. Við unnum mikið af boltum og náðum að keyra mikið af hraðaupphlaupum. Við vildum láta reyna á það í dag, að keyra aðeins meira hraða og það tókst vel," sagði Ágúst við blaðamann Vísi strax að leik loknum. „Þetta var heilsteyptasti leikurinn af þessum þrem. Bæði varnar- og sóknarlega spiluðum við vel, það stigu fleiri upp sóknarlega og mér fannst þetta heilt yfir mjög gott.” Alls komust átta útileikmenn á blað og Ágúst var ánægður með það. ,,Við erum að skora úr flest öllum stöðum. Karen er að spila virkilega vel, Unnur var að koma flott inn í horninu og línumennirnir voru að spila vel. Það er margt jákvætt.” Íslenski handboltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Ísland vann Sviss í vináttulandsleik liðanna á Seltjarnanesi í dag. Leikurinn var þriðji leikurinn á þremur dögunum hjá liðunum, en lokatölur í dag urðu 26-21. Unnur Ómarsdóttir var markahæst í liði Íslands með fimm mörk og Florentina Stanciu átti frábæran leik í marki Íslands og varði fimmtán skot. Íslenska liðið byrjaði leikinn frábærlega og réði lögum og lofum í byrjun. Liðið spilaði sterkan varnarleik og sóknarleikurinn flaut vel. Okkar stúlkur komust í 5-0 og fyrsta mark gestanna kom eftir tæpar tólf mínútu. Segir allt sem segja þarf um frábæran varnarleik stelpnanna. Þegar stundarfjórðungur var liðinn leiddu stelpurnar með fjórum mörkum og þá var þjálfara Sviss, Jesper Holmris, nóg boðið í bili og tók leikhlé. Þær bláklæddu héldu þó sínum takti og þegar tíu mínútur voru til leikhlés leiddu þær með fimm marka mun, 9-4. Stelpurnar slökuðu þó aðeins á og gestirnir náðu hraðaupphlaupum og náðu að minnka muninn í tvö mörk. Þá bitu okkar stelpur aftur frá sér og skoruðu tvö mörk í röð og komu muninum aftur í fjögur mörk, þannig var hann í hálfleik en íslensku stelpurnar leiddu 14-10. Karen Knútsdóttir skoraði fyrsta markið í síðari hálfleik og jók muninn í fimm mörk. Þá var ekki aftur snúið, en Arna Sif kom heimastúlkum í 19-12. Vörn liðsins byrjaði aftur að smella í upphafi síðari hálfleiks eftir smá lægð um miðbik fyrri hálfleiks. Íslenska liðið fékk í kjölfarið tvær brottvísanir með stuttu millibili, en náðu þó að halda dampi forystu og þegar tíu mínútur voru eftir leiddu Íslendingar með fimm mörkum, 22-17. Heimastúlkur héldu svo forystunni nánast óbreytti út leikinn og lokatölur urðu Frábær varnaleikur var lykillinn að sigri Íslands, en hann var virkilega agaður og sóknarleikurinn einnig fínn. Margar leikmenn Íslands áttu virkilega góðan dag. Unnur Ómarsdóttir stimplaði sig rækilega inn í vinstra hornið, en hún var frábær. Arna Sif átti góðan dag á línunni, Karen Knútsdóttir stóð sig vel á miðjunni og svo gjörsamlega lokaði Florentina Stanciu markinu, mörg hver úr dauðafærum. Birna Berg hefur oft skorað meira, en spilaði liðsfélagana sína oft frábærlega uppi og náði hún vel með línumönnunum, Örnu Sif og Hildigunni. Svo mætti lengi telja áfram. Svokallaður liðsheildarsigur.Markaskorarar Íslands: Unnur Ómarsdóttir 5, Karen Knútsdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 4, Arna Sif Pálsdóttir 4, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Birna Berg Haraldsdóttir 2.Varin skot: Florentina Stanciu 15. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslands: Heilsteyptasti leikurinn„Vörnin var mjög góð, bæði sex núll og fimm plús einn. Við unnum mikið af boltum og náðum að keyra mikið af hraðaupphlaupum. Við vildum láta reyna á það í dag, að keyra aðeins meira hraða og það tókst vel," sagði Ágúst við blaðamann Vísi strax að leik loknum. „Þetta var heilsteyptasti leikurinn af þessum þrem. Bæði varnar- og sóknarlega spiluðum við vel, það stigu fleiri upp sóknarlega og mér fannst þetta heilt yfir mjög gott.” Alls komust átta útileikmenn á blað og Ágúst var ánægður með það. ,,Við erum að skora úr flest öllum stöðum. Karen er að spila virkilega vel, Unnur var að koma flott inn í horninu og línumennirnir voru að spila vel. Það er margt jákvætt.”
Íslenski handboltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira