Verðmæti Plain Vanilla hleypur á milljörðum króna Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. nóvember 2013 19:00 Verðmæti tölvuleikjafyrirtækisins Plain Vanilla sem gaf út leikinn Quiz Up fyrir iPhone og iPad hleypur núna á milljörðum króna. Hlutafjáraukning er í undirbúningi. Þá er unnið að gerð Quiz Up fyrir Android-stýrikerfið. Vinsældir leiksins Quiz Up, sem íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla gaf út eru ævintýri líkastar. Núna hafa 1,7 milljónir manna sótt leikinn í App Store verslun Apple á aðeins 13 dögum. Ein milljón manna hafði sótt leikinn á fyrstu átta dögunum og appið varð í dag vinsælasta fría appið í App Store. Unnið er að útgáfu leiksins fyrir síma sem styðjast við Android-stýrikerfið og er stefnt að því að hún verði kynnt í janúar næstkomandi.Verðlagt á tvo milljarða áður en Quiz Up kom á markað Áður en Quiz Up kom á markað hafði fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital tekið þátt í hlutafjáraukningu í Plain Vanilla upp á tvær milljónir dollara. Var þá rætt um að virði fyrirtækisins væri nálægt 15 milljónum dollara, jafnvirði 2 milljarða króna. Ýmir Örn Finnbogason, fjármálastjóri Plain Vanilla, er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Ýmir Örn segir ljóst að verðmæti fyrirtækisins hafi aukist mikið vegna vinsælda Quiz Up. „Það er nokkuð mikils virði. Það gæti komið Íslendingum undarlega fyrir sjónir að svona ungt fyrirtæki sé svona mikils virði,“ segir Ýmir sem treystir sér ekki til að nefna tölu en ljóst er að verðmæti Plain Vanilla hleypur á milljörðum króna. Ýmir segir að hvorki hann né Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi fyrirtækisins, hafi selt eigin bréf. Lýður segir að þeir haldi á um þriðjungshlut í fyrirtækinu í dag. Markhópur Quiz Up er gríðarlega stór enda njóta spurningaleikir vinsælda þvert á landamæri og kynslóðabil. Af þessum sökum telja eigendur Plain Vanilla að Quiz Up eigi mikið inni.Ýmir Örn Finnbogason fer yfir fjármögnun Plain Vanilla, reksturinn og velgengni Quiz Up í nýjasta Klinkinu.mynd/stefánTæknifyrirtæki mjög hátt verðlögð Tæknifyrirtæki vestanhafs hafa verið mjög hátt verðlögð að undanförnu og er rætt um verðbólu í því sambandi. Skemmst er að minnast hlutafjárútboðs Twitter en að loknum fyrsta degi viðskipta nam markaðsverðmæti fyrirtækisins 25 milljörðum dollara. Það þykir gríðarlega gott hjá fyrirtæki sem framleiðir ekkert í hefðbundnum skilningi og hefur takmarkaðar tekjur af auglýsingum. Annað nýlegt dæmi um „ofur verðlagningu“ í tæknigeiranum er tilboð Facebook í samskiptafyrirtækið Snapchat, en eigendur Snapchat, sem hefur sex starfsmenn og engar tekjur, höfnuðu 3 milljarða dollara tilboði frá Facebook í allt hlutafé fyrirtækisins. Þeir telja fyrirtækið vera meira virði.Ætlið að fara í annað lokað hlutafjárútboð? „Það getur vel verið,“ segir Ýmir.Er eitthvað slíkt á teikniborðinu? „Já, það er allavega verið að hringja í okkur frá erlendum fjárfestum, en við eigum eftir að taka ákvörðun um hvað við ætlum að gera segir,“ segir Ýmir. Nýjasta þáttinn af Klinkinu má sjá hér. Klinkið Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sjá meira
Verðmæti tölvuleikjafyrirtækisins Plain Vanilla sem gaf út leikinn Quiz Up fyrir iPhone og iPad hleypur núna á milljörðum króna. Hlutafjáraukning er í undirbúningi. Þá er unnið að gerð Quiz Up fyrir Android-stýrikerfið. Vinsældir leiksins Quiz Up, sem íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla gaf út eru ævintýri líkastar. Núna hafa 1,7 milljónir manna sótt leikinn í App Store verslun Apple á aðeins 13 dögum. Ein milljón manna hafði sótt leikinn á fyrstu átta dögunum og appið varð í dag vinsælasta fría appið í App Store. Unnið er að útgáfu leiksins fyrir síma sem styðjast við Android-stýrikerfið og er stefnt að því að hún verði kynnt í janúar næstkomandi.Verðlagt á tvo milljarða áður en Quiz Up kom á markað Áður en Quiz Up kom á markað hafði fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital tekið þátt í hlutafjáraukningu í Plain Vanilla upp á tvær milljónir dollara. Var þá rætt um að virði fyrirtækisins væri nálægt 15 milljónum dollara, jafnvirði 2 milljarða króna. Ýmir Örn Finnbogason, fjármálastjóri Plain Vanilla, er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Ýmir Örn segir ljóst að verðmæti fyrirtækisins hafi aukist mikið vegna vinsælda Quiz Up. „Það er nokkuð mikils virði. Það gæti komið Íslendingum undarlega fyrir sjónir að svona ungt fyrirtæki sé svona mikils virði,“ segir Ýmir sem treystir sér ekki til að nefna tölu en ljóst er að verðmæti Plain Vanilla hleypur á milljörðum króna. Ýmir segir að hvorki hann né Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi fyrirtækisins, hafi selt eigin bréf. Lýður segir að þeir haldi á um þriðjungshlut í fyrirtækinu í dag. Markhópur Quiz Up er gríðarlega stór enda njóta spurningaleikir vinsælda þvert á landamæri og kynslóðabil. Af þessum sökum telja eigendur Plain Vanilla að Quiz Up eigi mikið inni.Ýmir Örn Finnbogason fer yfir fjármögnun Plain Vanilla, reksturinn og velgengni Quiz Up í nýjasta Klinkinu.mynd/stefánTæknifyrirtæki mjög hátt verðlögð Tæknifyrirtæki vestanhafs hafa verið mjög hátt verðlögð að undanförnu og er rætt um verðbólu í því sambandi. Skemmst er að minnast hlutafjárútboðs Twitter en að loknum fyrsta degi viðskipta nam markaðsverðmæti fyrirtækisins 25 milljörðum dollara. Það þykir gríðarlega gott hjá fyrirtæki sem framleiðir ekkert í hefðbundnum skilningi og hefur takmarkaðar tekjur af auglýsingum. Annað nýlegt dæmi um „ofur verðlagningu“ í tæknigeiranum er tilboð Facebook í samskiptafyrirtækið Snapchat, en eigendur Snapchat, sem hefur sex starfsmenn og engar tekjur, höfnuðu 3 milljarða dollara tilboði frá Facebook í allt hlutafé fyrirtækisins. Þeir telja fyrirtækið vera meira virði.Ætlið að fara í annað lokað hlutafjárútboð? „Það getur vel verið,“ segir Ýmir.Er eitthvað slíkt á teikniborðinu? „Já, það er allavega verið að hringja í okkur frá erlendum fjárfestum, en við eigum eftir að taka ákvörðun um hvað við ætlum að gera segir,“ segir Ýmir. Nýjasta þáttinn af Klinkinu má sjá hér.
Klinkið Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sjá meira