Actavis tekur hóstasaft af markaði vegna misnotkunar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2013 12:15 Myndasafn af Instagram eftir leitarorðinu #actavis. Actavis vinnur um þessar mundir að því að hætta sölu á hóstasaftinni Prometh á Bandaríkjamarkaði. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi lyfjaframleiðandans, staðfesti þetta í samtali við Vísi.Harmageddon fjallaði fyrst um málið í ágúst hér á Vísi. Orðið Actavis hefur hratt orðið slangurorð yfir vímugjafa en hóstasaft fyrirtækisins er orðin vinsæll drykkur í skemmtanalífi í Bandaríkjunum. Lyfið inniheldur kódín, sem er ópíatalyf sem hefur öflug verkjastillandi áhrif og veldur syfju, sljóleika og sælutilfinningu. Ef leitarorðið Actavis er slegið upp á YouTube má sjá hálfgerðan faraldur tengdan þessu fyrirbæri. Faraldurinn er ekki minni á Instagram myndasíðunni, en þar koma upp rúmlega 80 þúsund myndir ef leitað er eftir orðinu. Drykkurinn er meðal annars kallaður Purple drink, Sizzurp og Lean vestanhafs. Hann er samsuða af lyfseðilsskyldum hóstamixtúrum og svalandi gosdrykkjum og hefur síðustu árin orðið þekkt fyrirbæri í bandarískri hip hop senu. Rapparar vestra eru sammála um að Actavis bjóði bestu vöruna hvað þetta varðar. Áþekkir drykkir hafa einnig skotið upp kollinum hérlendis í skemmtanahaldi ungmenna eins og fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá á dögunum. Margir tónlistarmenn hafa vottað íslensk-ættaða lyfjarisanum virðingu sína fyrir framleiðsluna, bæði í tónlist sinni og myndböndum eins og sjá má víða á netinu en hér fyrir neðan má sjá nokkur sýnishorn.Hér má sjá rapparana Crooked I og Niqle Nut dásama gæðin í Actavis hóstamixtúrunni: Meðal vinsælustu myndauppstillinganna á Instagram er hóstasaftin og kannabis. Hér er lagið Actavis með P.Bricks og MoneyBoyFli. Fjöldi ummæla eru fyrir neðan myndbandið á YouTube og eru þau langflest frá aðilum sem bjóða Actavis til sölu ásamt alls kyns eiturlyfjum. Áletrunin á merkimiða hóstasaftinnar er jafnvel prentuð á föt. Hér fyrir neðan er íslenskt lag með Gula drekanum þar sem sungið er: 'Ég vildi að ég ætti Actavis.' Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Actavis vinnur um þessar mundir að því að hætta sölu á hóstasaftinni Prometh á Bandaríkjamarkaði. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi lyfjaframleiðandans, staðfesti þetta í samtali við Vísi.Harmageddon fjallaði fyrst um málið í ágúst hér á Vísi. Orðið Actavis hefur hratt orðið slangurorð yfir vímugjafa en hóstasaft fyrirtækisins er orðin vinsæll drykkur í skemmtanalífi í Bandaríkjunum. Lyfið inniheldur kódín, sem er ópíatalyf sem hefur öflug verkjastillandi áhrif og veldur syfju, sljóleika og sælutilfinningu. Ef leitarorðið Actavis er slegið upp á YouTube má sjá hálfgerðan faraldur tengdan þessu fyrirbæri. Faraldurinn er ekki minni á Instagram myndasíðunni, en þar koma upp rúmlega 80 þúsund myndir ef leitað er eftir orðinu. Drykkurinn er meðal annars kallaður Purple drink, Sizzurp og Lean vestanhafs. Hann er samsuða af lyfseðilsskyldum hóstamixtúrum og svalandi gosdrykkjum og hefur síðustu árin orðið þekkt fyrirbæri í bandarískri hip hop senu. Rapparar vestra eru sammála um að Actavis bjóði bestu vöruna hvað þetta varðar. Áþekkir drykkir hafa einnig skotið upp kollinum hérlendis í skemmtanahaldi ungmenna eins og fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá á dögunum. Margir tónlistarmenn hafa vottað íslensk-ættaða lyfjarisanum virðingu sína fyrir framleiðsluna, bæði í tónlist sinni og myndböndum eins og sjá má víða á netinu en hér fyrir neðan má sjá nokkur sýnishorn.Hér má sjá rapparana Crooked I og Niqle Nut dásama gæðin í Actavis hóstamixtúrunni: Meðal vinsælustu myndauppstillinganna á Instagram er hóstasaftin og kannabis. Hér er lagið Actavis með P.Bricks og MoneyBoyFli. Fjöldi ummæla eru fyrir neðan myndbandið á YouTube og eru þau langflest frá aðilum sem bjóða Actavis til sölu ásamt alls kyns eiturlyfjum. Áletrunin á merkimiða hóstasaftinnar er jafnvel prentuð á föt. Hér fyrir neðan er íslenskt lag með Gula drekanum þar sem sungið er: 'Ég vildi að ég ætti Actavis.'
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira