Arsenal á toppinn og Ajax á enn möguleika | Úrslit kvöldsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2013 19:15 Nordic Photos / Getty Images Kolbeinn Sigþórsson á enn möguleika á að spila í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þökk sé frábærum sigri Ajax á Barcelona í kvöld. Kolbeinn missti af leiknum í kvöld vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í landsleiknum gegn Króatíu á Laugardalsvelli fyrr í mánuðinum. Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, var heldur ekki með vegna meiðsla. Hollendingarnir nýttu sér fjarveru Messi til hins ítrasta og komust í 2-0 forystu áður en fyrri hálfleikur var flautaður af. Joel Veltman fékk svo að líta rauða spjaldið í upphafi síðari hálfleiks og Xavi minnkaði muninn úr vítaspyrnu. En nær komst Barcelona ekki en liðið er þrátt fyrir tapið enn á toppi riðilsins með tíu stig. Börsungar eru öruggir með sæti í 16-liða úrslitum en það verður hreinn úrslitaleikur á milli AC Milan og Ajax í lokaumferð riðlakeppninnar þann 11. desember næstkomandi um hvort liðið fylgi spænsku risunum áfram. AC Milan dugir jafntefli í leiknum þar sem liðið er með átta stig eftir öruggan 3-0 sigur á Celtic í kvöld. Ajax komst upp í sjö stig með sigrinum í kvöld. Jack Wilshere skoraði sína fyrstu tvennu fyrir Arsenal í kvöld er liðið hafði betur gegn Marseille á heimavelli, 2-0. Arsenal er á toppi F-riðils en Dortmund og Napoli eru bæði með níu stig. Wilshere skoraði fyrra mark sitt í kvöld eftir aðeins 32 sekúndur. Mesut Özil fékk svo tækifæri til að auka muninn en slök vítaspyrna hans var varin. Wilshere tryggði svo sigur Arsenal í síðari hálfleik. Dortmund og Napoli geta jafnað Arsenal að stigum í lokaumferðinni og ræður þá árangur í innbyrðisviðureignum þessara þriggja liða því hvaða tvö komast áfram í 16-liða úrslitin. Dortmund hafði betur gegn Napoli, 3-1, í Þýskalandi í kvöld þar sem að heimamenn óðu í færum. Chelsea tapaði fyrir Basel í Sviss, 1-0, en tryggði engu að síður sæti sitt í 16-liða úrslitum keppninnar þar sem að Schalke gerði markalaust jafntefli við Steaua Búkarest í hinum leik riðilsins.ÚrslitE-riðillBasel - Chelsea 1-0 1-0 Mohamed Salah (87.).Steaua Búkarest - Schalke 0-0Staðan: Chelsea 9, Basel 8, Schalke 7, Steaua Búkarest 3.F-riðillArsenal - Marseille 2-0 1-0 Jack Wilshere (1.), 2-0 Jack Wilshere (65.).Dortmund - Napoli 3-1 1-0 Marco Reus, víti (10.), 2-0 Jakub Blaszczykowski (60.), 2-1 Lorenzo Insigne (71.), 3-1 Pierre-Emerick Aubemeyang (78.).Staðan: Arsenal 12, Dortmund 9, Napoli 9, Marseille 0.G-riðillZenit - Atletico Madrid 1-1 0-1 Adrian (53.), 1-1 Toby Alderweireld, sjálfsmark (74.).Porto - Austria Vín 1-1 0-1 Roman Kienast (11.), 1-1 Jackson Martinez (48.)Staðan: Atletico Madrid 13, Zenit 6, Porto 4, Austria Vín 2.H-riðillCeltic - AC Milan 0-3 0-1 Kaka (13.), 0-2 Cristian Zapata (49.), 0-3 Mario Balotelli (59.).Ajax - Barcelona 2-1 1-0 Thulani Serero (19.), 2-0 Danny Hoesen (41.), 2-1 Xavi, víti (49.). Rautt spjald: Joel Veltman, Ajax.Staðan: Barcelona 10, AC Milan 8, Ajax 7, Celtic 3. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson á enn möguleika á að spila í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þökk sé frábærum sigri Ajax á Barcelona í kvöld. Kolbeinn missti af leiknum í kvöld vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í landsleiknum gegn Króatíu á Laugardalsvelli fyrr í mánuðinum. Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, var heldur ekki með vegna meiðsla. Hollendingarnir nýttu sér fjarveru Messi til hins ítrasta og komust í 2-0 forystu áður en fyrri hálfleikur var flautaður af. Joel Veltman fékk svo að líta rauða spjaldið í upphafi síðari hálfleiks og Xavi minnkaði muninn úr vítaspyrnu. En nær komst Barcelona ekki en liðið er þrátt fyrir tapið enn á toppi riðilsins með tíu stig. Börsungar eru öruggir með sæti í 16-liða úrslitum en það verður hreinn úrslitaleikur á milli AC Milan og Ajax í lokaumferð riðlakeppninnar þann 11. desember næstkomandi um hvort liðið fylgi spænsku risunum áfram. AC Milan dugir jafntefli í leiknum þar sem liðið er með átta stig eftir öruggan 3-0 sigur á Celtic í kvöld. Ajax komst upp í sjö stig með sigrinum í kvöld. Jack Wilshere skoraði sína fyrstu tvennu fyrir Arsenal í kvöld er liðið hafði betur gegn Marseille á heimavelli, 2-0. Arsenal er á toppi F-riðils en Dortmund og Napoli eru bæði með níu stig. Wilshere skoraði fyrra mark sitt í kvöld eftir aðeins 32 sekúndur. Mesut Özil fékk svo tækifæri til að auka muninn en slök vítaspyrna hans var varin. Wilshere tryggði svo sigur Arsenal í síðari hálfleik. Dortmund og Napoli geta jafnað Arsenal að stigum í lokaumferðinni og ræður þá árangur í innbyrðisviðureignum þessara þriggja liða því hvaða tvö komast áfram í 16-liða úrslitin. Dortmund hafði betur gegn Napoli, 3-1, í Þýskalandi í kvöld þar sem að heimamenn óðu í færum. Chelsea tapaði fyrir Basel í Sviss, 1-0, en tryggði engu að síður sæti sitt í 16-liða úrslitum keppninnar þar sem að Schalke gerði markalaust jafntefli við Steaua Búkarest í hinum leik riðilsins.ÚrslitE-riðillBasel - Chelsea 1-0 1-0 Mohamed Salah (87.).Steaua Búkarest - Schalke 0-0Staðan: Chelsea 9, Basel 8, Schalke 7, Steaua Búkarest 3.F-riðillArsenal - Marseille 2-0 1-0 Jack Wilshere (1.), 2-0 Jack Wilshere (65.).Dortmund - Napoli 3-1 1-0 Marco Reus, víti (10.), 2-0 Jakub Blaszczykowski (60.), 2-1 Lorenzo Insigne (71.), 3-1 Pierre-Emerick Aubemeyang (78.).Staðan: Arsenal 12, Dortmund 9, Napoli 9, Marseille 0.G-riðillZenit - Atletico Madrid 1-1 0-1 Adrian (53.), 1-1 Toby Alderweireld, sjálfsmark (74.).Porto - Austria Vín 1-1 0-1 Roman Kienast (11.), 1-1 Jackson Martinez (48.)Staðan: Atletico Madrid 13, Zenit 6, Porto 4, Austria Vín 2.H-riðillCeltic - AC Milan 0-3 0-1 Kaka (13.), 0-2 Cristian Zapata (49.), 0-3 Mario Balotelli (59.).Ajax - Barcelona 2-1 1-0 Thulani Serero (19.), 2-0 Danny Hoesen (41.), 2-1 Xavi, víti (49.). Rautt spjald: Joel Veltman, Ajax.Staðan: Barcelona 10, AC Milan 8, Ajax 7, Celtic 3.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Sjá meira