Arsenal á toppinn og Ajax á enn möguleika | Úrslit kvöldsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2013 19:15 Nordic Photos / Getty Images Kolbeinn Sigþórsson á enn möguleika á að spila í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þökk sé frábærum sigri Ajax á Barcelona í kvöld. Kolbeinn missti af leiknum í kvöld vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í landsleiknum gegn Króatíu á Laugardalsvelli fyrr í mánuðinum. Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, var heldur ekki með vegna meiðsla. Hollendingarnir nýttu sér fjarveru Messi til hins ítrasta og komust í 2-0 forystu áður en fyrri hálfleikur var flautaður af. Joel Veltman fékk svo að líta rauða spjaldið í upphafi síðari hálfleiks og Xavi minnkaði muninn úr vítaspyrnu. En nær komst Barcelona ekki en liðið er þrátt fyrir tapið enn á toppi riðilsins með tíu stig. Börsungar eru öruggir með sæti í 16-liða úrslitum en það verður hreinn úrslitaleikur á milli AC Milan og Ajax í lokaumferð riðlakeppninnar þann 11. desember næstkomandi um hvort liðið fylgi spænsku risunum áfram. AC Milan dugir jafntefli í leiknum þar sem liðið er með átta stig eftir öruggan 3-0 sigur á Celtic í kvöld. Ajax komst upp í sjö stig með sigrinum í kvöld. Jack Wilshere skoraði sína fyrstu tvennu fyrir Arsenal í kvöld er liðið hafði betur gegn Marseille á heimavelli, 2-0. Arsenal er á toppi F-riðils en Dortmund og Napoli eru bæði með níu stig. Wilshere skoraði fyrra mark sitt í kvöld eftir aðeins 32 sekúndur. Mesut Özil fékk svo tækifæri til að auka muninn en slök vítaspyrna hans var varin. Wilshere tryggði svo sigur Arsenal í síðari hálfleik. Dortmund og Napoli geta jafnað Arsenal að stigum í lokaumferðinni og ræður þá árangur í innbyrðisviðureignum þessara þriggja liða því hvaða tvö komast áfram í 16-liða úrslitin. Dortmund hafði betur gegn Napoli, 3-1, í Þýskalandi í kvöld þar sem að heimamenn óðu í færum. Chelsea tapaði fyrir Basel í Sviss, 1-0, en tryggði engu að síður sæti sitt í 16-liða úrslitum keppninnar þar sem að Schalke gerði markalaust jafntefli við Steaua Búkarest í hinum leik riðilsins.ÚrslitE-riðillBasel - Chelsea 1-0 1-0 Mohamed Salah (87.).Steaua Búkarest - Schalke 0-0Staðan: Chelsea 9, Basel 8, Schalke 7, Steaua Búkarest 3.F-riðillArsenal - Marseille 2-0 1-0 Jack Wilshere (1.), 2-0 Jack Wilshere (65.).Dortmund - Napoli 3-1 1-0 Marco Reus, víti (10.), 2-0 Jakub Blaszczykowski (60.), 2-1 Lorenzo Insigne (71.), 3-1 Pierre-Emerick Aubemeyang (78.).Staðan: Arsenal 12, Dortmund 9, Napoli 9, Marseille 0.G-riðillZenit - Atletico Madrid 1-1 0-1 Adrian (53.), 1-1 Toby Alderweireld, sjálfsmark (74.).Porto - Austria Vín 1-1 0-1 Roman Kienast (11.), 1-1 Jackson Martinez (48.)Staðan: Atletico Madrid 13, Zenit 6, Porto 4, Austria Vín 2.H-riðillCeltic - AC Milan 0-3 0-1 Kaka (13.), 0-2 Cristian Zapata (49.), 0-3 Mario Balotelli (59.).Ajax - Barcelona 2-1 1-0 Thulani Serero (19.), 2-0 Danny Hoesen (41.), 2-1 Xavi, víti (49.). Rautt spjald: Joel Veltman, Ajax.Staðan: Barcelona 10, AC Milan 8, Ajax 7, Celtic 3. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson á enn möguleika á að spila í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þökk sé frábærum sigri Ajax á Barcelona í kvöld. Kolbeinn missti af leiknum í kvöld vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í landsleiknum gegn Króatíu á Laugardalsvelli fyrr í mánuðinum. Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, var heldur ekki með vegna meiðsla. Hollendingarnir nýttu sér fjarveru Messi til hins ítrasta og komust í 2-0 forystu áður en fyrri hálfleikur var flautaður af. Joel Veltman fékk svo að líta rauða spjaldið í upphafi síðari hálfleiks og Xavi minnkaði muninn úr vítaspyrnu. En nær komst Barcelona ekki en liðið er þrátt fyrir tapið enn á toppi riðilsins með tíu stig. Börsungar eru öruggir með sæti í 16-liða úrslitum en það verður hreinn úrslitaleikur á milli AC Milan og Ajax í lokaumferð riðlakeppninnar þann 11. desember næstkomandi um hvort liðið fylgi spænsku risunum áfram. AC Milan dugir jafntefli í leiknum þar sem liðið er með átta stig eftir öruggan 3-0 sigur á Celtic í kvöld. Ajax komst upp í sjö stig með sigrinum í kvöld. Jack Wilshere skoraði sína fyrstu tvennu fyrir Arsenal í kvöld er liðið hafði betur gegn Marseille á heimavelli, 2-0. Arsenal er á toppi F-riðils en Dortmund og Napoli eru bæði með níu stig. Wilshere skoraði fyrra mark sitt í kvöld eftir aðeins 32 sekúndur. Mesut Özil fékk svo tækifæri til að auka muninn en slök vítaspyrna hans var varin. Wilshere tryggði svo sigur Arsenal í síðari hálfleik. Dortmund og Napoli geta jafnað Arsenal að stigum í lokaumferðinni og ræður þá árangur í innbyrðisviðureignum þessara þriggja liða því hvaða tvö komast áfram í 16-liða úrslitin. Dortmund hafði betur gegn Napoli, 3-1, í Þýskalandi í kvöld þar sem að heimamenn óðu í færum. Chelsea tapaði fyrir Basel í Sviss, 1-0, en tryggði engu að síður sæti sitt í 16-liða úrslitum keppninnar þar sem að Schalke gerði markalaust jafntefli við Steaua Búkarest í hinum leik riðilsins.ÚrslitE-riðillBasel - Chelsea 1-0 1-0 Mohamed Salah (87.).Steaua Búkarest - Schalke 0-0Staðan: Chelsea 9, Basel 8, Schalke 7, Steaua Búkarest 3.F-riðillArsenal - Marseille 2-0 1-0 Jack Wilshere (1.), 2-0 Jack Wilshere (65.).Dortmund - Napoli 3-1 1-0 Marco Reus, víti (10.), 2-0 Jakub Blaszczykowski (60.), 2-1 Lorenzo Insigne (71.), 3-1 Pierre-Emerick Aubemeyang (78.).Staðan: Arsenal 12, Dortmund 9, Napoli 9, Marseille 0.G-riðillZenit - Atletico Madrid 1-1 0-1 Adrian (53.), 1-1 Toby Alderweireld, sjálfsmark (74.).Porto - Austria Vín 1-1 0-1 Roman Kienast (11.), 1-1 Jackson Martinez (48.)Staðan: Atletico Madrid 13, Zenit 6, Porto 4, Austria Vín 2.H-riðillCeltic - AC Milan 0-3 0-1 Kaka (13.), 0-2 Cristian Zapata (49.), 0-3 Mario Balotelli (59.).Ajax - Barcelona 2-1 1-0 Thulani Serero (19.), 2-0 Danny Hoesen (41.), 2-1 Xavi, víti (49.). Rautt spjald: Joel Veltman, Ajax.Staðan: Barcelona 10, AC Milan 8, Ajax 7, Celtic 3.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Sjá meira