Körfubolti

Klókindi eða klækur hjá Kidd í nótt?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jason Kidd.
Jason Kidd. Mynd/NordicPhotos/Getty
Jason Kidd var alltaf hrósað fyrir klókindi sín inn á körfuboltavellinum. Skórnir eru nýkomnir upp á hillu en kappinn beitir enn brögum inn á vellinum nú sem þjálfari Brooklyn Nets í NBA-deildinni.

Kidd lenti í því að klára leikhléin sín í leik Brooklyn Nets og Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í nótt en þjálfari Brooklyn Nets dó ekki ráðalaust.

Kidd virtist kalla á bakvörðinn Tyshawn Taylor og biðja hann um að hlaupa á sig. Kidd var með fulla krús í hendinni og allt fór út um allt. Dómarar leiksins þurftu því að stöðva leikinn á meðan bleytan var þrifin upp af gólfinu.

Kidd fékk um leið tíma til að setja upp leik sinna manna eins og um leikhlé hafi verið að ræða en aðeins 8,3 sekúndur voru eftir af leiknum og Lakers-maður var á vítalínunni. Brooklyn Nets gat sett upp gott skot fyrir Paul Pierce í næstu sókn en það geigaði og Nets-liðið tapaði enn einum leiknum.

Tyshawn Taylor neitaði því eftir leik að Kidd hafi beðið sig um að hlaupa á hann en dæmi nú hver fyrir sig með því að horfa á myndbandið hér fyrir neðan.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×