Damon: Ást við fyrstu sín Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. nóvember 2013 21:22 Damon í leik með Keflavík árið 2003. Mynd/Sigurður Jökull „Þetta var gott, við leikum alltaf vel saman. Blessunarlega átti ég góðan leik og Gunnar (Einarsson) líka,“ sagði Damon Johnson sem lék með Keflavík í fyrsta sinn í tíu ár í kvöld þegar Keflavík b lagði ÍG í sextán liða úrslitum Poweradebikar karla í körfubolta 100-80 í kvöld. „Við leikum alltaf vel saman, náum vel saman. Þannig hefur það alltaf verið frá því að ég kom hingað fyrst,“ sagði Damon sem skoraði 31 stig og tók 13 fráköst fyrir Keflavík b. ÍG hóf leikinn á því að skora tíu fyrstu stig leiksins en þá tók Keflavík leikhlé og jafnaði leikinn á tveimur mínútum og tók frumkvæðið í leiknum sem liðið lét aldrei af hendi. Allir leikmenn vallarins skoruðu í leiknum en breiddin er mikil í Keflavíkurliðinu og nýtti liðið hana það vel að leikmenn liðsins virtust aldrei þreytast að neinu ráði þrátt fyrir að vera hættir að æfa körfubolta. Sigur Keflavíkur var öruggur eins og lokatölurnar gefa til kynna en staðan í hálfleik var 49-41. „Þetta er ást við fyrstu sín hér í Keflavík. Ég hef ekki spilað í þrjú, fjögur ár. Ég leik mér annað slagið með vinum en ég æfi ekkert. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur, fimm ár sem ég fer í búning og mér leið virkilega vel að fara í Keflavíkurbúninginn,“ sagði Damon sem lék á alls oddi og var greinilega ánægður í þessari fyrstu heimsókn sinni til Íslands í tíu ár. „Ég hef ekki komið hérna síðan við unnum titilinn 2003. Ég var átta ár á Spáni áður en ég fór heim aftur. „Það er mjög gaman að koma hingað aftur. Það er margt fólk sem man eftir mér og ég eignaðist marga góða vini hér. Stærsta ástæðan fyrir því að ég kom aftur var að hitta fólkið, borða lamb, drekka kók, appelsín og mix og rifja upp góðu árin í Keflavík,“ sagði Damon sem útilokar ekki að koma aftur þegar Keflavík á leik í átta liða úrslitunum í janúar. „Strákarnir eru strax byrjaðir að tala um að ég komi aftur í janúar en við verðum að sjá til,“ sagði Damon að lokum. Damon Johnson verður fertugur á næsta ári en hann er einn allra besti körfuboltamaður sem hefur spilað hér á landi. Hann varð þrívegis Íslandsmeistari með Keflavík, síðast árið 2003. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2002 og á að baki leiki með íslenska A-landsliðinu. Eins og sjá má á tölfræði leiksins hér fyrir neðan spiluðu margar gamlar hetjur með Keflavíkurliðinu í kvöld.ÍG-Keflavík b 80-100 (20-26, 21-22, 17-25, 22-27)ÍG: Eggert Daði Pálsson 21/6 fráköst, Hamid Dicko 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Hafsteinsson 9, Davíð Arthur Friðriksson 8, Helgi Már Helgason 8/7 fráköst, Stefán Freyr Thordersen 6/4 fráköst, Nökkvi Harðarson 6/8 fráköst, Fannar Elíasson 4, Haukur Einarsson 3/10 fráköst, Sigurður Svansson 2, Jóhann Þór Ólafsson 1.Keflavík b: Damon Johnson 31/13 fráköst, Gunnar Einarsson 19/4 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Þór Jónsson 8, Albert Óskarsson 7/5 fráköst, Guðjón Skúlason 6, Elentínus Margeirsson 5/10 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 4/4 fráköst, Sævar Sævarsson 3, Gunnar H. Stefánsson 3/4 fráköst, Sigurður Ingimundarson 2/6 fráköst, Einar Guðberg Einarsson 1. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
„Þetta var gott, við leikum alltaf vel saman. Blessunarlega átti ég góðan leik og Gunnar (Einarsson) líka,“ sagði Damon Johnson sem lék með Keflavík í fyrsta sinn í tíu ár í kvöld þegar Keflavík b lagði ÍG í sextán liða úrslitum Poweradebikar karla í körfubolta 100-80 í kvöld. „Við leikum alltaf vel saman, náum vel saman. Þannig hefur það alltaf verið frá því að ég kom hingað fyrst,“ sagði Damon sem skoraði 31 stig og tók 13 fráköst fyrir Keflavík b. ÍG hóf leikinn á því að skora tíu fyrstu stig leiksins en þá tók Keflavík leikhlé og jafnaði leikinn á tveimur mínútum og tók frumkvæðið í leiknum sem liðið lét aldrei af hendi. Allir leikmenn vallarins skoruðu í leiknum en breiddin er mikil í Keflavíkurliðinu og nýtti liðið hana það vel að leikmenn liðsins virtust aldrei þreytast að neinu ráði þrátt fyrir að vera hættir að æfa körfubolta. Sigur Keflavíkur var öruggur eins og lokatölurnar gefa til kynna en staðan í hálfleik var 49-41. „Þetta er ást við fyrstu sín hér í Keflavík. Ég hef ekki spilað í þrjú, fjögur ár. Ég leik mér annað slagið með vinum en ég æfi ekkert. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur, fimm ár sem ég fer í búning og mér leið virkilega vel að fara í Keflavíkurbúninginn,“ sagði Damon sem lék á alls oddi og var greinilega ánægður í þessari fyrstu heimsókn sinni til Íslands í tíu ár. „Ég hef ekki komið hérna síðan við unnum titilinn 2003. Ég var átta ár á Spáni áður en ég fór heim aftur. „Það er mjög gaman að koma hingað aftur. Það er margt fólk sem man eftir mér og ég eignaðist marga góða vini hér. Stærsta ástæðan fyrir því að ég kom aftur var að hitta fólkið, borða lamb, drekka kók, appelsín og mix og rifja upp góðu árin í Keflavík,“ sagði Damon sem útilokar ekki að koma aftur þegar Keflavík á leik í átta liða úrslitunum í janúar. „Strákarnir eru strax byrjaðir að tala um að ég komi aftur í janúar en við verðum að sjá til,“ sagði Damon að lokum. Damon Johnson verður fertugur á næsta ári en hann er einn allra besti körfuboltamaður sem hefur spilað hér á landi. Hann varð þrívegis Íslandsmeistari með Keflavík, síðast árið 2003. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2002 og á að baki leiki með íslenska A-landsliðinu. Eins og sjá má á tölfræði leiksins hér fyrir neðan spiluðu margar gamlar hetjur með Keflavíkurliðinu í kvöld.ÍG-Keflavík b 80-100 (20-26, 21-22, 17-25, 22-27)ÍG: Eggert Daði Pálsson 21/6 fráköst, Hamid Dicko 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Hafsteinsson 9, Davíð Arthur Friðriksson 8, Helgi Már Helgason 8/7 fráköst, Stefán Freyr Thordersen 6/4 fráköst, Nökkvi Harðarson 6/8 fráköst, Fannar Elíasson 4, Haukur Einarsson 3/10 fráköst, Sigurður Svansson 2, Jóhann Þór Ólafsson 1.Keflavík b: Damon Johnson 31/13 fráköst, Gunnar Einarsson 19/4 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Þór Jónsson 8, Albert Óskarsson 7/5 fráköst, Guðjón Skúlason 6, Elentínus Margeirsson 5/10 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 4/4 fráköst, Sævar Sævarsson 3, Gunnar H. Stefánsson 3/4 fráköst, Sigurður Ingimundarson 2/6 fráköst, Einar Guðberg Einarsson 1.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira