Damon: Ást við fyrstu sín Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. nóvember 2013 21:22 Damon í leik með Keflavík árið 2003. Mynd/Sigurður Jökull „Þetta var gott, við leikum alltaf vel saman. Blessunarlega átti ég góðan leik og Gunnar (Einarsson) líka,“ sagði Damon Johnson sem lék með Keflavík í fyrsta sinn í tíu ár í kvöld þegar Keflavík b lagði ÍG í sextán liða úrslitum Poweradebikar karla í körfubolta 100-80 í kvöld. „Við leikum alltaf vel saman, náum vel saman. Þannig hefur það alltaf verið frá því að ég kom hingað fyrst,“ sagði Damon sem skoraði 31 stig og tók 13 fráköst fyrir Keflavík b. ÍG hóf leikinn á því að skora tíu fyrstu stig leiksins en þá tók Keflavík leikhlé og jafnaði leikinn á tveimur mínútum og tók frumkvæðið í leiknum sem liðið lét aldrei af hendi. Allir leikmenn vallarins skoruðu í leiknum en breiddin er mikil í Keflavíkurliðinu og nýtti liðið hana það vel að leikmenn liðsins virtust aldrei þreytast að neinu ráði þrátt fyrir að vera hættir að æfa körfubolta. Sigur Keflavíkur var öruggur eins og lokatölurnar gefa til kynna en staðan í hálfleik var 49-41. „Þetta er ást við fyrstu sín hér í Keflavík. Ég hef ekki spilað í þrjú, fjögur ár. Ég leik mér annað slagið með vinum en ég æfi ekkert. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur, fimm ár sem ég fer í búning og mér leið virkilega vel að fara í Keflavíkurbúninginn,“ sagði Damon sem lék á alls oddi og var greinilega ánægður í þessari fyrstu heimsókn sinni til Íslands í tíu ár. „Ég hef ekki komið hérna síðan við unnum titilinn 2003. Ég var átta ár á Spáni áður en ég fór heim aftur. „Það er mjög gaman að koma hingað aftur. Það er margt fólk sem man eftir mér og ég eignaðist marga góða vini hér. Stærsta ástæðan fyrir því að ég kom aftur var að hitta fólkið, borða lamb, drekka kók, appelsín og mix og rifja upp góðu árin í Keflavík,“ sagði Damon sem útilokar ekki að koma aftur þegar Keflavík á leik í átta liða úrslitunum í janúar. „Strákarnir eru strax byrjaðir að tala um að ég komi aftur í janúar en við verðum að sjá til,“ sagði Damon að lokum. Damon Johnson verður fertugur á næsta ári en hann er einn allra besti körfuboltamaður sem hefur spilað hér á landi. Hann varð þrívegis Íslandsmeistari með Keflavík, síðast árið 2003. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2002 og á að baki leiki með íslenska A-landsliðinu. Eins og sjá má á tölfræði leiksins hér fyrir neðan spiluðu margar gamlar hetjur með Keflavíkurliðinu í kvöld.ÍG-Keflavík b 80-100 (20-26, 21-22, 17-25, 22-27)ÍG: Eggert Daði Pálsson 21/6 fráköst, Hamid Dicko 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Hafsteinsson 9, Davíð Arthur Friðriksson 8, Helgi Már Helgason 8/7 fráköst, Stefán Freyr Thordersen 6/4 fráköst, Nökkvi Harðarson 6/8 fráköst, Fannar Elíasson 4, Haukur Einarsson 3/10 fráköst, Sigurður Svansson 2, Jóhann Þór Ólafsson 1.Keflavík b: Damon Johnson 31/13 fráköst, Gunnar Einarsson 19/4 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Þór Jónsson 8, Albert Óskarsson 7/5 fráköst, Guðjón Skúlason 6, Elentínus Margeirsson 5/10 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 4/4 fráköst, Sævar Sævarsson 3, Gunnar H. Stefánsson 3/4 fráköst, Sigurður Ingimundarson 2/6 fráköst, Einar Guðberg Einarsson 1. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Leik lokið: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Leik lokið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Sjá meira
„Þetta var gott, við leikum alltaf vel saman. Blessunarlega átti ég góðan leik og Gunnar (Einarsson) líka,“ sagði Damon Johnson sem lék með Keflavík í fyrsta sinn í tíu ár í kvöld þegar Keflavík b lagði ÍG í sextán liða úrslitum Poweradebikar karla í körfubolta 100-80 í kvöld. „Við leikum alltaf vel saman, náum vel saman. Þannig hefur það alltaf verið frá því að ég kom hingað fyrst,“ sagði Damon sem skoraði 31 stig og tók 13 fráköst fyrir Keflavík b. ÍG hóf leikinn á því að skora tíu fyrstu stig leiksins en þá tók Keflavík leikhlé og jafnaði leikinn á tveimur mínútum og tók frumkvæðið í leiknum sem liðið lét aldrei af hendi. Allir leikmenn vallarins skoruðu í leiknum en breiddin er mikil í Keflavíkurliðinu og nýtti liðið hana það vel að leikmenn liðsins virtust aldrei þreytast að neinu ráði þrátt fyrir að vera hættir að æfa körfubolta. Sigur Keflavíkur var öruggur eins og lokatölurnar gefa til kynna en staðan í hálfleik var 49-41. „Þetta er ást við fyrstu sín hér í Keflavík. Ég hef ekki spilað í þrjú, fjögur ár. Ég leik mér annað slagið með vinum en ég æfi ekkert. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur, fimm ár sem ég fer í búning og mér leið virkilega vel að fara í Keflavíkurbúninginn,“ sagði Damon sem lék á alls oddi og var greinilega ánægður í þessari fyrstu heimsókn sinni til Íslands í tíu ár. „Ég hef ekki komið hérna síðan við unnum titilinn 2003. Ég var átta ár á Spáni áður en ég fór heim aftur. „Það er mjög gaman að koma hingað aftur. Það er margt fólk sem man eftir mér og ég eignaðist marga góða vini hér. Stærsta ástæðan fyrir því að ég kom aftur var að hitta fólkið, borða lamb, drekka kók, appelsín og mix og rifja upp góðu árin í Keflavík,“ sagði Damon sem útilokar ekki að koma aftur þegar Keflavík á leik í átta liða úrslitunum í janúar. „Strákarnir eru strax byrjaðir að tala um að ég komi aftur í janúar en við verðum að sjá til,“ sagði Damon að lokum. Damon Johnson verður fertugur á næsta ári en hann er einn allra besti körfuboltamaður sem hefur spilað hér á landi. Hann varð þrívegis Íslandsmeistari með Keflavík, síðast árið 2003. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2002 og á að baki leiki með íslenska A-landsliðinu. Eins og sjá má á tölfræði leiksins hér fyrir neðan spiluðu margar gamlar hetjur með Keflavíkurliðinu í kvöld.ÍG-Keflavík b 80-100 (20-26, 21-22, 17-25, 22-27)ÍG: Eggert Daði Pálsson 21/6 fráköst, Hamid Dicko 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Hafsteinsson 9, Davíð Arthur Friðriksson 8, Helgi Már Helgason 8/7 fráköst, Stefán Freyr Thordersen 6/4 fráköst, Nökkvi Harðarson 6/8 fráköst, Fannar Elíasson 4, Haukur Einarsson 3/10 fráköst, Sigurður Svansson 2, Jóhann Þór Ólafsson 1.Keflavík b: Damon Johnson 31/13 fráköst, Gunnar Einarsson 19/4 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Þór Jónsson 8, Albert Óskarsson 7/5 fráköst, Guðjón Skúlason 6, Elentínus Margeirsson 5/10 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 4/4 fráköst, Sævar Sævarsson 3, Gunnar H. Stefánsson 3/4 fráköst, Sigurður Ingimundarson 2/6 fráköst, Einar Guðberg Einarsson 1.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Leik lokið: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Leik lokið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Sjá meira