Segir sextíu störf tapast frá Seyðisfirði við óbreytt gjöld Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2013 18:00 Ef veiðigjöld hefðu ekki verið lækkuð frá ákvörðun síðustu ríkisstjórnar hefði útgerðarmaður togarans, sem heldur uppi fiskvinnslu á Seyðisfirði, lagt til við eigendur að hætta rekstrinum. Við það hefðu sextíu störf tapast úr samfélaginu. Sjávarbyggðir víða um land lifðu margar sinn mesta uppgangstíma þegar þar var togari sem landaði fyrir frystihús. Þetta fyrirkomulag er enn við lýði á Seyðisfirði, í fyrirtækjum sem stýrt er af formanni Landssambands íslenskra útvegsmanna, Adolf Guðmundssyni. Við togarann Gullver, sem orðinn er þrjátíu ára gamall, vinna 25 manns en skipið skapar jafnframt 35 manns atvinnu í fiskvinnslu hjá Brimbergi. „Ef héðan hverfa 60 störf þá sjá menn alveg hvað gerist. Það er það sem mér hefur fundist í allri þeirri umræðu um sjávarútvegsmálin núna, þegar verið er að tala um þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki, þá hefur verið lítill skilningur á því að menn þurfa að hugsa um þessi litlu samfélög,” segir Adolf, en hann er framkvæmdastjóri útgerðarinnar Gullbergs og stjórnarformaður frystihússins Brimbergs. Meðan afkoma stærri útgerða er góð segir hann annað gilda um minni fyrirtækin og staðhæfir að veiðigjöld eins og stefndi í hjá síðustu ríkisstjórn hefðu riðið þessari útgerð að fullu. „Ef lögunum hefði ekki verið kippt úr sambandi þá er engin launung á því að ég hefði tekið ákvörðun um það og lagt það fyrir eigendurna að hætta rekstri,” segir Adolf. Veiðigjöld hefðu farið úr átta prósentum af veltu upp í sextán prósent. „Við borguðum 73 milljónir á síðasta ári í veiðigjöld á 900 milljóna veltu og við hefðum farið í milli 140 og 150 milljónir á þessu fiskveiðiári ef lögin hefðu verið óbreytt. Það sjá það allir að það gengur ekki upp til lengdar. Það étur þá bara upp fyrirtækin innanfrá. Menn lenda í vanskilum og geta ekki staðið í skilum með það sem þeir eiga að gera.”Landað úr togaranum Gullveri á Seyðisfirði. Togarinn heldur uppi fiskvinnslunni í bænum.Hann segir útgerðina tilbúna að borga það sem hann kallar hóflegt veiðigjald og verkefnið framundan sé að skilgreina hvað hóflegt veiðigjald sé. „Við skilgreinum það þannig að hóflegt veiðigjald sé það að fyrirtækin lifi og dafni og geti fjárfest. En við höfum alltaf sagt að við eigum að borga. Alltaf.” Í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í kvöld var fjallað um stöðu útgerðarmannsins í samfélaginu á Seyðisfirði og samspil þess og togarans. Seyðisfjörður Um land allt Vinnumarkaður Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Sjá meira
Ef veiðigjöld hefðu ekki verið lækkuð frá ákvörðun síðustu ríkisstjórnar hefði útgerðarmaður togarans, sem heldur uppi fiskvinnslu á Seyðisfirði, lagt til við eigendur að hætta rekstrinum. Við það hefðu sextíu störf tapast úr samfélaginu. Sjávarbyggðir víða um land lifðu margar sinn mesta uppgangstíma þegar þar var togari sem landaði fyrir frystihús. Þetta fyrirkomulag er enn við lýði á Seyðisfirði, í fyrirtækjum sem stýrt er af formanni Landssambands íslenskra útvegsmanna, Adolf Guðmundssyni. Við togarann Gullver, sem orðinn er þrjátíu ára gamall, vinna 25 manns en skipið skapar jafnframt 35 manns atvinnu í fiskvinnslu hjá Brimbergi. „Ef héðan hverfa 60 störf þá sjá menn alveg hvað gerist. Það er það sem mér hefur fundist í allri þeirri umræðu um sjávarútvegsmálin núna, þegar verið er að tala um þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki, þá hefur verið lítill skilningur á því að menn þurfa að hugsa um þessi litlu samfélög,” segir Adolf, en hann er framkvæmdastjóri útgerðarinnar Gullbergs og stjórnarformaður frystihússins Brimbergs. Meðan afkoma stærri útgerða er góð segir hann annað gilda um minni fyrirtækin og staðhæfir að veiðigjöld eins og stefndi í hjá síðustu ríkisstjórn hefðu riðið þessari útgerð að fullu. „Ef lögunum hefði ekki verið kippt úr sambandi þá er engin launung á því að ég hefði tekið ákvörðun um það og lagt það fyrir eigendurna að hætta rekstri,” segir Adolf. Veiðigjöld hefðu farið úr átta prósentum af veltu upp í sextán prósent. „Við borguðum 73 milljónir á síðasta ári í veiðigjöld á 900 milljóna veltu og við hefðum farið í milli 140 og 150 milljónir á þessu fiskveiðiári ef lögin hefðu verið óbreytt. Það sjá það allir að það gengur ekki upp til lengdar. Það étur þá bara upp fyrirtækin innanfrá. Menn lenda í vanskilum og geta ekki staðið í skilum með það sem þeir eiga að gera.”Landað úr togaranum Gullveri á Seyðisfirði. Togarinn heldur uppi fiskvinnslunni í bænum.Hann segir útgerðina tilbúna að borga það sem hann kallar hóflegt veiðigjald og verkefnið framundan sé að skilgreina hvað hóflegt veiðigjald sé. „Við skilgreinum það þannig að hóflegt veiðigjald sé það að fyrirtækin lifi og dafni og geti fjárfest. En við höfum alltaf sagt að við eigum að borga. Alltaf.” Í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í kvöld var fjallað um stöðu útgerðarmannsins í samfélaginu á Seyðisfirði og samspil þess og togarans.
Seyðisfjörður Um land allt Vinnumarkaður Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Sjá meira