Formaður LÍÚ til starfa á ný eftir veikindaleyfi Kristján Már Unnarsson skrifar 12. nóvember 2013 14:30 Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna og útgerðarmaður togarans Gullvers á Seyðisfirði, greindi frá því í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi að hann hefði þurft að taka sér tveggja mánaða veikindaleyfi frá störfum í haust vegna krabbameinsmeðferðar. Hann greindist með ristilkrabbamein í ágúst síðastliðinn og var skorinn upp þann 25. ágúst. „Allir sem koma að útgerðinni og mínir félagar hjá LÍÚ vita af því að ég hef verið í veikindaleyfi núna í tvo mánuði en er nú kominn til vinnu og má vinna eins og ég tel mig geta. Það er ekkert leyndarmál og mér finnst bara gott að tala um það," sagði Adolf í viðtali við Stöð 2. Hann gengst næstu sex mánuði undir lyfjameðferð á Akureyri og ekur þangað reglulega í því skyni frá heimili sínu á Seyðisfirði. „Þetta gerðist mjög óvænt. Þetta hafði engan fyrirvara á sér. Ég var einkennalaus og var bara að fara í hefðbundna ristilskoðun. Það gerðist á miðvikudegi. Klukkutíma eftir skoðunina fékk ég þann úrskurð að ég væri með æxli sem væri slæmt og það þyrfti að fjarlægja. Það var bara gert á mánudeginum á eftir. Þannig að það var nú svolítið áfall að fá þetta þegar maður sat fram á sjúkrarúminu klukkutíma eftir skoðunina að ég væri með krabbamein." Adolf segir að hver og einn sem fái svona fréttir fái létt áfall. „Hann hugsar kannski lífsins gang svolítið upp á nýtt". Svo fari meðferðin misjafnlega í menn. „Ég hef verið lánsamur, allavega framundir þetta, að hún hefur ekkert farið mjög illa í mig. En tíminn verður að leiða í ljós hvað verður."Fréttinni fylgir 3ja mínútna sjónvarpsviðtal þar sem Adolf ræðir nánar um veikindi sín. Seyðisfjörður Sjávarútvegur Um land allt Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna og útgerðarmaður togarans Gullvers á Seyðisfirði, greindi frá því í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi að hann hefði þurft að taka sér tveggja mánaða veikindaleyfi frá störfum í haust vegna krabbameinsmeðferðar. Hann greindist með ristilkrabbamein í ágúst síðastliðinn og var skorinn upp þann 25. ágúst. „Allir sem koma að útgerðinni og mínir félagar hjá LÍÚ vita af því að ég hef verið í veikindaleyfi núna í tvo mánuði en er nú kominn til vinnu og má vinna eins og ég tel mig geta. Það er ekkert leyndarmál og mér finnst bara gott að tala um það," sagði Adolf í viðtali við Stöð 2. Hann gengst næstu sex mánuði undir lyfjameðferð á Akureyri og ekur þangað reglulega í því skyni frá heimili sínu á Seyðisfirði. „Þetta gerðist mjög óvænt. Þetta hafði engan fyrirvara á sér. Ég var einkennalaus og var bara að fara í hefðbundna ristilskoðun. Það gerðist á miðvikudegi. Klukkutíma eftir skoðunina fékk ég þann úrskurð að ég væri með æxli sem væri slæmt og það þyrfti að fjarlægja. Það var bara gert á mánudeginum á eftir. Þannig að það var nú svolítið áfall að fá þetta þegar maður sat fram á sjúkrarúminu klukkutíma eftir skoðunina að ég væri með krabbamein." Adolf segir að hver og einn sem fái svona fréttir fái létt áfall. „Hann hugsar kannski lífsins gang svolítið upp á nýtt". Svo fari meðferðin misjafnlega í menn. „Ég hef verið lánsamur, allavega framundir þetta, að hún hefur ekkert farið mjög illa í mig. En tíminn verður að leiða í ljós hvað verður."Fréttinni fylgir 3ja mínútna sjónvarpsviðtal þar sem Adolf ræðir nánar um veikindi sín.
Seyðisfjörður Sjávarútvegur Um land allt Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira