Grænfriðungar stöðvuðu ræðu orkumálastjóra um Drekasvæði Kristján Már Unnarsson skrifar 12. nóvember 2013 18:45 Grænfriðungar, klæddir ísbjarnarbúningum, réðust í dag inn á alþjóðlega olíuráðstefnu í Osló í þann mund sem Guðni Jóhannesson orkumálastjóri var að hefja erindi um Drekasvæðið. Lögregla beitti valdi til að fjarlægja Grænfriðunguna áður en Guðni gat lokið ræðu sinni á Scandic-hótelinu. Norska Dagbladet lýsti þessu þannig að „ísbirnir" hefðu stormað inn, 30 grænfriðungar hefðu truflað ráðstefnuna. Guðni Jóhannesson, orkumálastjóri Íslands, sat á fremsta bekk og á skjávarpanum fyrir aftan mótmælendur sést að Ísland var á dagskrá en Guðni var að hefja erindi um Drekasvæðið. Fulltrúar Greenpeace-samtakanna ávörpuðu ráðstefnuna en neituðu síðan að yfirgefa salinn og kröfðust þess að henni yrði slitið.Greenpeace-menn búnir að taka yfir olíuráðstefnuna. Guðni Jóhannesson situr vinstra megin.Myndir/Nick Cobbing, Greenpeace.Guðni segir í samtali við Stöð 2 að þetta hafi gerst nákvæmlega þegar hann var tilbúinn að flytja erindi sitt. Þegar mótmælendur neituðu að fara hafi verið ákveðið að flýta hádegisverðinum og ráðstefnugestir flutt sig yfir á veitingastað „..og létu lögreglulið Oslóarborgar leysa málin”.Greenpeace segist með þessum aðgerðum vilja vekja athygli á því að þrjátíu meðlimir samtakanna hafa setið í varðhaldi í Rússlandi frá því í september eftir að þeir festu sig utan á olíuborpall í Barentshafi en jafnframt beinast mótmælin gegn olíuvinnslu á heimskautasvæðum. „Þessum mótmælum var alls ekki beint sérstaklega gegn Drekasvæðinu enda ekkert á það minnst í þeirra framsetningu. Heldur fyrst og fremst held ég verið komin vegna fangelsunar félaga þeirra í rússneskri lögsögu,” segir Guðni.Menn létu lögreglulið Óslóarborgar leysa málin, segir orkumálastjóri.Lögregla fylgdi mótmælendum úr húsinu án þess að til átaka kæmi. Guðni gat þá loksins flutt erindi sitt um Drekasvæðið og kveðst hafa fengið jákvæð viðbrögð fundarmanna. „Menn sýndu þessu bara töluvert mikinn áhuga og komu nokkrar spurningar á eftir. Menn hafa áhuga á því hvernig aðstaða á Íslandi muni byggjast upp samhliða þessu. Það var spurt töluvert út í það,” segir orkumálastjóri. Tengdar fréttir Rússar taka skip Greenpeace Vopnaðir rússneskir strandgæsluliðar réðust í dag um borð í skip Greenpeace-samtakanna, sem var að hringsóla við olíuborpall á vegum Gazprom í suðaustanverðu Barentshafi. 19. september 2013 21:57 Rússar saka Grænfriðunga um sjórán Greenpeace-samtökin segja fráleitt að líkja mótmælum þeirra í Barentshafi við sjórán. 24. september 2013 10:15 Statoil borar nyrstu brunna Norðurslóða Tvær holur sem norska ríkisolíufélagið Statoil borar í vor í Barentshafi á svokölluðu Hoop-svæði, um 350 kílómetra norðan Hammerfest, verða nyrstu olíubrunnar á jörðinni til þessa. 3. nóvember 2013 13:20 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Sjá meira
Grænfriðungar, klæddir ísbjarnarbúningum, réðust í dag inn á alþjóðlega olíuráðstefnu í Osló í þann mund sem Guðni Jóhannesson orkumálastjóri var að hefja erindi um Drekasvæðið. Lögregla beitti valdi til að fjarlægja Grænfriðunguna áður en Guðni gat lokið ræðu sinni á Scandic-hótelinu. Norska Dagbladet lýsti þessu þannig að „ísbirnir" hefðu stormað inn, 30 grænfriðungar hefðu truflað ráðstefnuna. Guðni Jóhannesson, orkumálastjóri Íslands, sat á fremsta bekk og á skjávarpanum fyrir aftan mótmælendur sést að Ísland var á dagskrá en Guðni var að hefja erindi um Drekasvæðið. Fulltrúar Greenpeace-samtakanna ávörpuðu ráðstefnuna en neituðu síðan að yfirgefa salinn og kröfðust þess að henni yrði slitið.Greenpeace-menn búnir að taka yfir olíuráðstefnuna. Guðni Jóhannesson situr vinstra megin.Myndir/Nick Cobbing, Greenpeace.Guðni segir í samtali við Stöð 2 að þetta hafi gerst nákvæmlega þegar hann var tilbúinn að flytja erindi sitt. Þegar mótmælendur neituðu að fara hafi verið ákveðið að flýta hádegisverðinum og ráðstefnugestir flutt sig yfir á veitingastað „..og létu lögreglulið Oslóarborgar leysa málin”.Greenpeace segist með þessum aðgerðum vilja vekja athygli á því að þrjátíu meðlimir samtakanna hafa setið í varðhaldi í Rússlandi frá því í september eftir að þeir festu sig utan á olíuborpall í Barentshafi en jafnframt beinast mótmælin gegn olíuvinnslu á heimskautasvæðum. „Þessum mótmælum var alls ekki beint sérstaklega gegn Drekasvæðinu enda ekkert á það minnst í þeirra framsetningu. Heldur fyrst og fremst held ég verið komin vegna fangelsunar félaga þeirra í rússneskri lögsögu,” segir Guðni.Menn létu lögreglulið Óslóarborgar leysa málin, segir orkumálastjóri.Lögregla fylgdi mótmælendum úr húsinu án þess að til átaka kæmi. Guðni gat þá loksins flutt erindi sitt um Drekasvæðið og kveðst hafa fengið jákvæð viðbrögð fundarmanna. „Menn sýndu þessu bara töluvert mikinn áhuga og komu nokkrar spurningar á eftir. Menn hafa áhuga á því hvernig aðstaða á Íslandi muni byggjast upp samhliða þessu. Það var spurt töluvert út í það,” segir orkumálastjóri.
Tengdar fréttir Rússar taka skip Greenpeace Vopnaðir rússneskir strandgæsluliðar réðust í dag um borð í skip Greenpeace-samtakanna, sem var að hringsóla við olíuborpall á vegum Gazprom í suðaustanverðu Barentshafi. 19. september 2013 21:57 Rússar saka Grænfriðunga um sjórán Greenpeace-samtökin segja fráleitt að líkja mótmælum þeirra í Barentshafi við sjórán. 24. september 2013 10:15 Statoil borar nyrstu brunna Norðurslóða Tvær holur sem norska ríkisolíufélagið Statoil borar í vor í Barentshafi á svokölluðu Hoop-svæði, um 350 kílómetra norðan Hammerfest, verða nyrstu olíubrunnar á jörðinni til þessa. 3. nóvember 2013 13:20 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Sjá meira
Rússar taka skip Greenpeace Vopnaðir rússneskir strandgæsluliðar réðust í dag um borð í skip Greenpeace-samtakanna, sem var að hringsóla við olíuborpall á vegum Gazprom í suðaustanverðu Barentshafi. 19. september 2013 21:57
Rússar saka Grænfriðunga um sjórán Greenpeace-samtökin segja fráleitt að líkja mótmælum þeirra í Barentshafi við sjórán. 24. september 2013 10:15
Statoil borar nyrstu brunna Norðurslóða Tvær holur sem norska ríkisolíufélagið Statoil borar í vor í Barentshafi á svokölluðu Hoop-svæði, um 350 kílómetra norðan Hammerfest, verða nyrstu olíubrunnar á jörðinni til þessa. 3. nóvember 2013 13:20