Valur er kominn áfram í 16-liða úrslit Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir sigur á Stjörnunni í dag, 29-22.
Stjörnumenn, sem komust í úrslitaleik bikarsins í fyrra, höfðu tveggja marka forystu í hálfleik, 14-12. Valsmenn tóku þó forystuna snemma í síðari hálfleik og létu hana ekki af hendi.
Önnur úrslit dagsins voru eftir bókinni en þau má sjá hér fyrir neðan.
Þess má geta að Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsisn í knattspyrnu, var á skýrslu hjá liði Leiknis í kvöld.
Úrslit dagsins:
Hörður - Selfoss (frestað)
Þróttur - Akureyri 19-29 (9-19)
Afturelding - Fjölnir 30-20 (15-11)
Leiknir - HK 19-42 (12-20)
Stjarnan - Valur 29-22 (14-12)
Valsmenn undir í hálfleik en unnu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn

Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn

Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn



Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn