Árnar horfnar og eftir standa gagnslitlar brýr Kristján Már Unnarsson skrifar 2. nóvember 2013 19:09 Brúin yfir Heinabergsvötn. Áin rann undir brúna í nokkra mánuði sumarið 1948 en hefur ekki sést síðan. Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2. Þrjár stórar brýr á Suðausturlandi hafa mætt þeim örlögum á undanförnum áratugum að verða gagnslitlar og jafnvel óþarfar vegna þess að árnar hurfu sem þær áttu að brúa. Fljótin áttu það sameiginlegt að koma undan skriðjöklum Vatnajökuls sem hopuðu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jöklar og brýr koma einnig við sögu í þættinum „Um land allt“ á mánudagskvöld kl. 20.05, sem er úr Suðursveit. Frægasta brúin sem þessi örlög hefur hlotið er jafnframt lengsta brú Íslands, Skeiðarárbrú, en fyrir fjórum árum hvarf Skeiðará og sameinaðist Gígjukvísl við það að Skeiðarárjökull hopaði. Frá árinu 2009 hefur þetta mikla mannvirki staðið að mestu á þurrum sandi, þar sem áður beljaði stórfljót, og nú rennur bara Morsá þarna undir og dygði mun styttri brú.Skeiðará hvarf árið 2009. Eftir stendur lengsta brú Íslands, 880 metra löng. Mun styttri brú dygði Morsá.En það er ekki einsdæmi að vatnsfall hverfi. Árið 1990 hvarf áin Stemma á Breiðamerkursandi þegar Stemmulón sameinaðist Jökulsárlóni eftir að Breiðamerkurjökull hopaði. Eftir stóð óþörf brú, sem nú er búið að fjarlægja. Elsta dæmi af þessu tagi er sennilega brúin yfir Heinabergsvötn skammt frá Smyrlabjörgum í Suðursveit, en hún gagnaðist bara í nokkra mánuði. Brúin var opnuð vorið 1948 en um haustið sama ár hvarf fljótið. Heinabergsvötn sameinuðust ánni Kolgrímu, þegar lón myndaðist við sporð Heinabergsjökuls, en Sigurbjörn Karlsson, bóndi á Smyrlabjörgum, lýsti breytingunum í viðtali á Stöð 2.Bjarni Bjarnason hjá Jöklajeppum í Suðursveit sér merki þess að Vatnajökull sé að stækka aftur.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.En kannski verður aftur þörf fyrir brýrnar, miðað við nýjustu fréttir af Vatnajökli. Bjarni Bjarnason, sem stendur fyrir vélsleðaferðum á jökulinn, segist sjá merki þess að Vatnajökull sé að stækka aftur. Við skálann Jöklasel í 830 metra hæð í Suðursveit séu nú þykkari fannir en á sama tíma í fyrra og muni verulegu. Þar sem var 20 sentímetra snjólag í apríl í fyrra var í vor fimm metra þykkur snjór. Hornafjörður Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Ferðamennirnir vilja einnig upplifa Vatnajökul að vetri Fyrirtæki í Suðursveit bókar nú ferðamenn í vélsleðaferðir á Vatnajökul allt til nóvemberloka en áður lauk starfseminni upp úr verslunarmannahelgi. 31. október 2013 19:50 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Þrjár stórar brýr á Suðausturlandi hafa mætt þeim örlögum á undanförnum áratugum að verða gagnslitlar og jafnvel óþarfar vegna þess að árnar hurfu sem þær áttu að brúa. Fljótin áttu það sameiginlegt að koma undan skriðjöklum Vatnajökuls sem hopuðu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jöklar og brýr koma einnig við sögu í þættinum „Um land allt“ á mánudagskvöld kl. 20.05, sem er úr Suðursveit. Frægasta brúin sem þessi örlög hefur hlotið er jafnframt lengsta brú Íslands, Skeiðarárbrú, en fyrir fjórum árum hvarf Skeiðará og sameinaðist Gígjukvísl við það að Skeiðarárjökull hopaði. Frá árinu 2009 hefur þetta mikla mannvirki staðið að mestu á þurrum sandi, þar sem áður beljaði stórfljót, og nú rennur bara Morsá þarna undir og dygði mun styttri brú.Skeiðará hvarf árið 2009. Eftir stendur lengsta brú Íslands, 880 metra löng. Mun styttri brú dygði Morsá.En það er ekki einsdæmi að vatnsfall hverfi. Árið 1990 hvarf áin Stemma á Breiðamerkursandi þegar Stemmulón sameinaðist Jökulsárlóni eftir að Breiðamerkurjökull hopaði. Eftir stóð óþörf brú, sem nú er búið að fjarlægja. Elsta dæmi af þessu tagi er sennilega brúin yfir Heinabergsvötn skammt frá Smyrlabjörgum í Suðursveit, en hún gagnaðist bara í nokkra mánuði. Brúin var opnuð vorið 1948 en um haustið sama ár hvarf fljótið. Heinabergsvötn sameinuðust ánni Kolgrímu, þegar lón myndaðist við sporð Heinabergsjökuls, en Sigurbjörn Karlsson, bóndi á Smyrlabjörgum, lýsti breytingunum í viðtali á Stöð 2.Bjarni Bjarnason hjá Jöklajeppum í Suðursveit sér merki þess að Vatnajökull sé að stækka aftur.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.En kannski verður aftur þörf fyrir brýrnar, miðað við nýjustu fréttir af Vatnajökli. Bjarni Bjarnason, sem stendur fyrir vélsleðaferðum á jökulinn, segist sjá merki þess að Vatnajökull sé að stækka aftur. Við skálann Jöklasel í 830 metra hæð í Suðursveit séu nú þykkari fannir en á sama tíma í fyrra og muni verulegu. Þar sem var 20 sentímetra snjólag í apríl í fyrra var í vor fimm metra þykkur snjór.
Hornafjörður Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Ferðamennirnir vilja einnig upplifa Vatnajökul að vetri Fyrirtæki í Suðursveit bókar nú ferðamenn í vélsleðaferðir á Vatnajökul allt til nóvemberloka en áður lauk starfseminni upp úr verslunarmannahelgi. 31. október 2013 19:50 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Ferðamennirnir vilja einnig upplifa Vatnajökul að vetri Fyrirtæki í Suðursveit bókar nú ferðamenn í vélsleðaferðir á Vatnajökul allt til nóvemberloka en áður lauk starfseminni upp úr verslunarmannahelgi. 31. október 2013 19:50