Árnar horfnar og eftir standa gagnslitlar brýr Kristján Már Unnarsson skrifar 2. nóvember 2013 19:09 Brúin yfir Heinabergsvötn. Áin rann undir brúna í nokkra mánuði sumarið 1948 en hefur ekki sést síðan. Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2. Þrjár stórar brýr á Suðausturlandi hafa mætt þeim örlögum á undanförnum áratugum að verða gagnslitlar og jafnvel óþarfar vegna þess að árnar hurfu sem þær áttu að brúa. Fljótin áttu það sameiginlegt að koma undan skriðjöklum Vatnajökuls sem hopuðu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jöklar og brýr koma einnig við sögu í þættinum „Um land allt“ á mánudagskvöld kl. 20.05, sem er úr Suðursveit. Frægasta brúin sem þessi örlög hefur hlotið er jafnframt lengsta brú Íslands, Skeiðarárbrú, en fyrir fjórum árum hvarf Skeiðará og sameinaðist Gígjukvísl við það að Skeiðarárjökull hopaði. Frá árinu 2009 hefur þetta mikla mannvirki staðið að mestu á þurrum sandi, þar sem áður beljaði stórfljót, og nú rennur bara Morsá þarna undir og dygði mun styttri brú.Skeiðará hvarf árið 2009. Eftir stendur lengsta brú Íslands, 880 metra löng. Mun styttri brú dygði Morsá.En það er ekki einsdæmi að vatnsfall hverfi. Árið 1990 hvarf áin Stemma á Breiðamerkursandi þegar Stemmulón sameinaðist Jökulsárlóni eftir að Breiðamerkurjökull hopaði. Eftir stóð óþörf brú, sem nú er búið að fjarlægja. Elsta dæmi af þessu tagi er sennilega brúin yfir Heinabergsvötn skammt frá Smyrlabjörgum í Suðursveit, en hún gagnaðist bara í nokkra mánuði. Brúin var opnuð vorið 1948 en um haustið sama ár hvarf fljótið. Heinabergsvötn sameinuðust ánni Kolgrímu, þegar lón myndaðist við sporð Heinabergsjökuls, en Sigurbjörn Karlsson, bóndi á Smyrlabjörgum, lýsti breytingunum í viðtali á Stöð 2.Bjarni Bjarnason hjá Jöklajeppum í Suðursveit sér merki þess að Vatnajökull sé að stækka aftur.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.En kannski verður aftur þörf fyrir brýrnar, miðað við nýjustu fréttir af Vatnajökli. Bjarni Bjarnason, sem stendur fyrir vélsleðaferðum á jökulinn, segist sjá merki þess að Vatnajökull sé að stækka aftur. Við skálann Jöklasel í 830 metra hæð í Suðursveit séu nú þykkari fannir en á sama tíma í fyrra og muni verulegu. Þar sem var 20 sentímetra snjólag í apríl í fyrra var í vor fimm metra þykkur snjór. Hornafjörður Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Ferðamennirnir vilja einnig upplifa Vatnajökul að vetri Fyrirtæki í Suðursveit bókar nú ferðamenn í vélsleðaferðir á Vatnajökul allt til nóvemberloka en áður lauk starfseminni upp úr verslunarmannahelgi. 31. október 2013 19:50 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Þrjár stórar brýr á Suðausturlandi hafa mætt þeim örlögum á undanförnum áratugum að verða gagnslitlar og jafnvel óþarfar vegna þess að árnar hurfu sem þær áttu að brúa. Fljótin áttu það sameiginlegt að koma undan skriðjöklum Vatnajökuls sem hopuðu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jöklar og brýr koma einnig við sögu í þættinum „Um land allt“ á mánudagskvöld kl. 20.05, sem er úr Suðursveit. Frægasta brúin sem þessi örlög hefur hlotið er jafnframt lengsta brú Íslands, Skeiðarárbrú, en fyrir fjórum árum hvarf Skeiðará og sameinaðist Gígjukvísl við það að Skeiðarárjökull hopaði. Frá árinu 2009 hefur þetta mikla mannvirki staðið að mestu á þurrum sandi, þar sem áður beljaði stórfljót, og nú rennur bara Morsá þarna undir og dygði mun styttri brú.Skeiðará hvarf árið 2009. Eftir stendur lengsta brú Íslands, 880 metra löng. Mun styttri brú dygði Morsá.En það er ekki einsdæmi að vatnsfall hverfi. Árið 1990 hvarf áin Stemma á Breiðamerkursandi þegar Stemmulón sameinaðist Jökulsárlóni eftir að Breiðamerkurjökull hopaði. Eftir stóð óþörf brú, sem nú er búið að fjarlægja. Elsta dæmi af þessu tagi er sennilega brúin yfir Heinabergsvötn skammt frá Smyrlabjörgum í Suðursveit, en hún gagnaðist bara í nokkra mánuði. Brúin var opnuð vorið 1948 en um haustið sama ár hvarf fljótið. Heinabergsvötn sameinuðust ánni Kolgrímu, þegar lón myndaðist við sporð Heinabergsjökuls, en Sigurbjörn Karlsson, bóndi á Smyrlabjörgum, lýsti breytingunum í viðtali á Stöð 2.Bjarni Bjarnason hjá Jöklajeppum í Suðursveit sér merki þess að Vatnajökull sé að stækka aftur.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.En kannski verður aftur þörf fyrir brýrnar, miðað við nýjustu fréttir af Vatnajökli. Bjarni Bjarnason, sem stendur fyrir vélsleðaferðum á jökulinn, segist sjá merki þess að Vatnajökull sé að stækka aftur. Við skálann Jöklasel í 830 metra hæð í Suðursveit séu nú þykkari fannir en á sama tíma í fyrra og muni verulegu. Þar sem var 20 sentímetra snjólag í apríl í fyrra var í vor fimm metra þykkur snjór.
Hornafjörður Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Ferðamennirnir vilja einnig upplifa Vatnajökul að vetri Fyrirtæki í Suðursveit bókar nú ferðamenn í vélsleðaferðir á Vatnajökul allt til nóvemberloka en áður lauk starfseminni upp úr verslunarmannahelgi. 31. október 2013 19:50 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Ferðamennirnir vilja einnig upplifa Vatnajökul að vetri Fyrirtæki í Suðursveit bókar nú ferðamenn í vélsleðaferðir á Vatnajökul allt til nóvemberloka en áður lauk starfseminni upp úr verslunarmannahelgi. 31. október 2013 19:50