Körfubolti

Goðsagnarlið Keflavíkur á sigurbraut í bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Einarsson var frábær í dag.
Gunnar Einarsson var frábær í dag. Mynd/Vilhelm
B-lið Keflavíkur er komið í 16 liða úrslit Powerade-bikarsins í körfubolta eftir 44 stiga sigur á Álftanesi í dag, 115-71. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem goðsagnalið Keflvíkinga gerir góða hluti í bikarkeppninni.

Gunnar Einarsson átti frábæran leik með Keflavík og skoraði 29 stig á 26 mínútum og þá var Sverrir Þór Sverrisson, núverandi þjálfari Grindavíkur, með 20 stig, 6 stoðsendingar og 5 stolna bolya.

Sverrir Þór getur komist áfram í bikarnum í annað skiptið á sama deginum þegar lið hans Grindavík sækir Valsmenn heim á Hlíðarenda seinna í kvöld.

Meðal leikmanna Keflavíkurliðsins í dag voru þeir Albert Óskarsson (13 stig, 6 fráköst), Guðjón Skúlason (5 stig), Sigurður Ingimundarson (2 stig) og Falur Harðarson (3 stig) sem eru allir margfaldir Íslandsmeistarar með Keflavík.

Sævar Sævarsson var með 12 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar, Gunnar Stefánsson, aðstoðarþjálfari A-liðsins, skoraði 11 stig og Elentínus Margeirsson var með 10 stig og 6 fráköst.

Daði Janusson var atkvæðamestur hjá Álftanesi með 27 stig og 14 frásköst en Jóhann Haukur Líndal skoraði 17 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×