Körfubolti

Auðvelt hjá Grindavík í Vodafone höllinni

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Þorleifur Ólafsson fór mikinn í kvöld
Þorleifur Ólafsson fór mikinn í kvöld MYND/STEFÁN
Grindavík átti ekki í vandræðum með að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum Poweradebikarsins þegar liðið sótti Val heim. Grindavík vann leik liðanna í 32ja liða úrslitum 103-76.

Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og var Grindavík tveimur stigum yfir 26-24.

Það var í öðrum leikhluta sem leiðir skildu og í hálfleik munaði tólf stigum 55-43.

Enn jókst munurinn í þriðja leikhluta en munurinn var kominn í 19 stig þegar fjórði leikhluti hófst 78-59 og úrslitin í raun ráðin.

Þorleifur Ólafsson var stigahæstur hjá Grindavík með 25 stig. Ólafur Ólafsson skoraði 13 stig, Sigurður Þorsteinsson 11 auk þess að taka 9 fráköst. Jóhann Árni Ólafsson og Ómar Örn Sævarsson Sævarsson skoruðu 10 stig hvor.

Hjá Val var Chris Woods stigahæstur með 27 stig auk þess að hirða 11 fráköst. Birgir Björn Pétursson skoraði 18 stig og tók 11 fráköst.

Fyrr í dag tryggði Þór Þorlákshöfn sér sæti í 16 liða úrslitum er liðið lagði Sindra á Höfn í Hornafirði 112-43.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×