Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Akureyri 23-17 | Auðvelt hjá FH Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 7. nóvember 2013 09:50 mynd/stefán FH vann öruggan sigur á Akureyri 23-17 í Olís deild karla í handbolta í kvöld á heimavelli sínum. FH var þremur mörkum yfir í hálfleik 9-6. FH var alltaf á undan í leiknum og kom slakur leikur liðsins í fyrri hálfleik í veg fyrir að liðið væri búið að gera út um leikinn eftir 30 mínútur. Sóknarleikur Akureyri var í molum og þó varnarleikur gestanna hafi verið þokkalegur fóru FH-ingar illa með mörg dauðafæri. Sú spenna sem enn var á lífi í hálfleik dó drottni sínum strax í upphafi seinni hálfleiks. FH skoraði fimm fyrstu mörkin og gerðu í raun út um leikinn því Akureyri hafði enga burði til að vinna upp átta marka forskot á skömmum tíma. Enginn taktur var í sóknarleik Akureyrar og liðið einfaldlega slakt á sama tíma og FH gekk á lagið í seinni hálfleik. FH-ingar slökuðu á klónni er leið á seinni hálfleik en aldrei nóg til að þess að leikurinn yrði spennandi. Einar Andri: Fengum meiri hraða og ákefð í sóknina„Þessi leikur fær enga verðlaunabolta viðurkenningu en þetta snýst ekkert um það. Þetta snýst um að ná í tvö stig á heimvelli og við gerðum það. Við höfum unnið alla heimaleikina okkar í vetur og þokkalega sannfærandi allt. Við erum ánægðir með það,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH. „Varnarleikurinn var frábær og markvarslan. Við erum að skapa okkur góðar stöður í mörgum leikjum til að gera betur og skora fleiri mörk en að einhverjum ástæðum höfum við ekki verið að slútta vel í dauðafærum og hraðaupphlaupum. Við ætlum að spila góða vörn þangað til það smellur. „Við lékum ekki vel sóknarlega í fyrri hálfleik og þeir ekki heldur þannig að mér fannst við ekki eiga meira skilið. Mér fannst við eiga töluvert inni. Við vildum fá meiri hraða í okkar sóknarleik og keyra af meiri ákefð og fara í sénsana sem voru í boði. „Við náðum þokkalegasta takti í þetta og náum að skora 14 mörk í seinni hálfleik. Við breyttum engu sem við vorum að gera. Þeir voru með ákveðnar varnarútfærslu í 6-0 vörninni sem náði að aðeins að trufla okkur en við náðum að stilla okkur af og láta boltann ganga aðeins lengur og svo fengum við nokkur góð hraðaupphlaup,“ sagði Einar Andri. FH skoraði 8 mörk úr hraðaupphlaupum á móti 3 hjá Akureyri og má segja að hraðaupphlaupin hafi skilið á milli því Akureyri tapaði ófáum boltum þegar liðið reyndi að keyra hratt. „Við héldum alltaf áfram og spiluðum á öllum mannskapnum þannig að við höfðum alltaf orku til að keyra,“ sagði Einar Andri. Bjarni: Hraðaupphlaupin ráða úrslitum„Sóknarleikurinn var ekki góður en það var sama með FH. Sóknarleikurinn þeirra var mjög lélegur. Deildin er bara orðin þannig að við erum búin að spila við sömu liðin 100 sinnum og það eru allir búnir að greina alla í drasl og það vita allir hvað allir eru að gera og þetta verður því svolítið erfitt. Þá ráða hraðaupphlaupin úrslitum,“ sagði Bjarni Fritzson sem var markahæsti leikmaður Akureyri í leiknum. „Enn einn leikinn eru það hraðaupphlaup sem ráða úrslitum. Þeir mynda alltaf þetta gat sem því að nýta tvö, þrjú hraðaupphlaup. Þá stækkar munurinn. Á meðan við sýndum ekki neitt. „Það er hræðilegt hvað við gerum mikið af barna mistökum. Það er óþolandi,“ sagði Bjarni um fjölda tapaða bolta hjá Akureyri. „Við þurfum að fókusa á sjálfa okkur og reyna að verða betri. Við erum að spila á móti virkilega góðum andstæðing í dag og náum að standa vörnina vel en það er þessi gæðamunur að ná að refsa fyrir mistök andstæðings. „Þegar við áttum möguleika á að gera eitthvað þá erum við með fjórar sendingar fram sem eru tapaðar. Það er næstum því munurinn,“ sagði Bjarni. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
FH vann öruggan sigur á Akureyri 23-17 í Olís deild karla í handbolta í kvöld á heimavelli sínum. FH var þremur mörkum yfir í hálfleik 9-6. FH var alltaf á undan í leiknum og kom slakur leikur liðsins í fyrri hálfleik í veg fyrir að liðið væri búið að gera út um leikinn eftir 30 mínútur. Sóknarleikur Akureyri var í molum og þó varnarleikur gestanna hafi verið þokkalegur fóru FH-ingar illa með mörg dauðafæri. Sú spenna sem enn var á lífi í hálfleik dó drottni sínum strax í upphafi seinni hálfleiks. FH skoraði fimm fyrstu mörkin og gerðu í raun út um leikinn því Akureyri hafði enga burði til að vinna upp átta marka forskot á skömmum tíma. Enginn taktur var í sóknarleik Akureyrar og liðið einfaldlega slakt á sama tíma og FH gekk á lagið í seinni hálfleik. FH-ingar slökuðu á klónni er leið á seinni hálfleik en aldrei nóg til að þess að leikurinn yrði spennandi. Einar Andri: Fengum meiri hraða og ákefð í sóknina„Þessi leikur fær enga verðlaunabolta viðurkenningu en þetta snýst ekkert um það. Þetta snýst um að ná í tvö stig á heimvelli og við gerðum það. Við höfum unnið alla heimaleikina okkar í vetur og þokkalega sannfærandi allt. Við erum ánægðir með það,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH. „Varnarleikurinn var frábær og markvarslan. Við erum að skapa okkur góðar stöður í mörgum leikjum til að gera betur og skora fleiri mörk en að einhverjum ástæðum höfum við ekki verið að slútta vel í dauðafærum og hraðaupphlaupum. Við ætlum að spila góða vörn þangað til það smellur. „Við lékum ekki vel sóknarlega í fyrri hálfleik og þeir ekki heldur þannig að mér fannst við ekki eiga meira skilið. Mér fannst við eiga töluvert inni. Við vildum fá meiri hraða í okkar sóknarleik og keyra af meiri ákefð og fara í sénsana sem voru í boði. „Við náðum þokkalegasta takti í þetta og náum að skora 14 mörk í seinni hálfleik. Við breyttum engu sem við vorum að gera. Þeir voru með ákveðnar varnarútfærslu í 6-0 vörninni sem náði að aðeins að trufla okkur en við náðum að stilla okkur af og láta boltann ganga aðeins lengur og svo fengum við nokkur góð hraðaupphlaup,“ sagði Einar Andri. FH skoraði 8 mörk úr hraðaupphlaupum á móti 3 hjá Akureyri og má segja að hraðaupphlaupin hafi skilið á milli því Akureyri tapaði ófáum boltum þegar liðið reyndi að keyra hratt. „Við héldum alltaf áfram og spiluðum á öllum mannskapnum þannig að við höfðum alltaf orku til að keyra,“ sagði Einar Andri. Bjarni: Hraðaupphlaupin ráða úrslitum„Sóknarleikurinn var ekki góður en það var sama með FH. Sóknarleikurinn þeirra var mjög lélegur. Deildin er bara orðin þannig að við erum búin að spila við sömu liðin 100 sinnum og það eru allir búnir að greina alla í drasl og það vita allir hvað allir eru að gera og þetta verður því svolítið erfitt. Þá ráða hraðaupphlaupin úrslitum,“ sagði Bjarni Fritzson sem var markahæsti leikmaður Akureyri í leiknum. „Enn einn leikinn eru það hraðaupphlaup sem ráða úrslitum. Þeir mynda alltaf þetta gat sem því að nýta tvö, þrjú hraðaupphlaup. Þá stækkar munurinn. Á meðan við sýndum ekki neitt. „Það er hræðilegt hvað við gerum mikið af barna mistökum. Það er óþolandi,“ sagði Bjarni um fjölda tapaða bolta hjá Akureyri. „Við þurfum að fókusa á sjálfa okkur og reyna að verða betri. Við erum að spila á móti virkilega góðum andstæðing í dag og náum að standa vörnina vel en það er þessi gæðamunur að ná að refsa fyrir mistök andstæðings. „Þegar við áttum möguleika á að gera eitthvað þá erum við með fjórar sendingar fram sem eru tapaðar. Það er næstum því munurinn,“ sagði Bjarni.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira