Stóru málin - Landspítalinn fær meira - óþarfi skorinn niður Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 22. október 2013 11:23 Er ástandið á Landspítalanum raunverulega jafn slæmt og af er látið, eru læknar á leið í verkfall og er virkilega hægt að rækta grænmeti til útflutnings á Íslandi. Lóa Pind Aldísardóttir ræddi spítalamál við Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar Alþingis, og Þorbjörn Jónsson, formann Læknafélags Íslands - og tómatastóriðju við Bjarna Jónsson, framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda.Vill ekki afnema skattalækkun fyrir Landspítala Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, vill ekki afnema 0,8% lækkun á tekjuskatti í milliskattþrepi – þótt það gæti skilað ríkissjóði um 5 milljörðum króna, öllu meira en Landspítalinn telur að þurfi til að hefja uppbyggingu starfseminnar að nýju. Hún segir fjárlaganefnd hins vegar þegar hafa fundið „óþarfa“ í öðrum fjárlagaliðum sem hún telur að hægt sé að skera niður til að auka fé til Landspítalans í fjárlögum ársins 2014.Tilbúinn að leiða verkfall lækna Formaður Læknafélags Íslands, Þorbjörn Jónsson, segir umtalsverða hækkun á línuna fýsilegustu leiðina til að bæta kjör lækna. Örfá prósent dugi ekki til að koma í veg fyrir íslenskir læknir, sérstaklega yngri læknar, flytji til útlanda þar sem þeir séu eftirsóttur starfskraftur.Óraunhæft risagróðurhús?Framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, Bjarni Jónsson, óttast að áform hollenska félagsins Esbro um að byggja risagróðurhús undir tómatarækt við Grindavík séu ekki reistar á raunhæfum forsendum. Hann grunar að stærstu kostnaðarliðirnir, rafmagns- og launakostnaður, standist ekki. Tilvonandi framkvæmdastjóri Esbro á Íslandi, Kristján Eysteinsson, var boðinn í þáttinn en hann afþakkaði boðið, sagði verkefnið á viðkvæmu stigi þar sem hvorki væri búið að ganga endanlega frá orkusamningum né samningum við íslenska fjárfesta. Ekki var því hægt að bera ýmis álitamál undir talsmann fyrirtækisins. Fram hefur komið í fréttum, að íslenskt fyrirtæki, Geogreenhouse ehf. sem hugðist reisa álíka stórt gróðurhús undir tómatarækt við Hellisheiðarvirkjun, hafi ekki tekist að finna fjárfesta að verkefninu. Bjarni segir þá ekki hafa talið tómatarækt til útflutnings arðbært verkefni Stóru málin Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Sjá meira
Er ástandið á Landspítalanum raunverulega jafn slæmt og af er látið, eru læknar á leið í verkfall og er virkilega hægt að rækta grænmeti til útflutnings á Íslandi. Lóa Pind Aldísardóttir ræddi spítalamál við Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar Alþingis, og Þorbjörn Jónsson, formann Læknafélags Íslands - og tómatastóriðju við Bjarna Jónsson, framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda.Vill ekki afnema skattalækkun fyrir Landspítala Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, vill ekki afnema 0,8% lækkun á tekjuskatti í milliskattþrepi – þótt það gæti skilað ríkissjóði um 5 milljörðum króna, öllu meira en Landspítalinn telur að þurfi til að hefja uppbyggingu starfseminnar að nýju. Hún segir fjárlaganefnd hins vegar þegar hafa fundið „óþarfa“ í öðrum fjárlagaliðum sem hún telur að hægt sé að skera niður til að auka fé til Landspítalans í fjárlögum ársins 2014.Tilbúinn að leiða verkfall lækna Formaður Læknafélags Íslands, Þorbjörn Jónsson, segir umtalsverða hækkun á línuna fýsilegustu leiðina til að bæta kjör lækna. Örfá prósent dugi ekki til að koma í veg fyrir íslenskir læknir, sérstaklega yngri læknar, flytji til útlanda þar sem þeir séu eftirsóttur starfskraftur.Óraunhæft risagróðurhús?Framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, Bjarni Jónsson, óttast að áform hollenska félagsins Esbro um að byggja risagróðurhús undir tómatarækt við Grindavík séu ekki reistar á raunhæfum forsendum. Hann grunar að stærstu kostnaðarliðirnir, rafmagns- og launakostnaður, standist ekki. Tilvonandi framkvæmdastjóri Esbro á Íslandi, Kristján Eysteinsson, var boðinn í þáttinn en hann afþakkaði boðið, sagði verkefnið á viðkvæmu stigi þar sem hvorki væri búið að ganga endanlega frá orkusamningum né samningum við íslenska fjárfesta. Ekki var því hægt að bera ýmis álitamál undir talsmann fyrirtækisins. Fram hefur komið í fréttum, að íslenskt fyrirtæki, Geogreenhouse ehf. sem hugðist reisa álíka stórt gróðurhús undir tómatarækt við Hellisheiðarvirkjun, hafi ekki tekist að finna fjárfesta að verkefninu. Bjarni segir þá ekki hafa talið tómatarækt til útflutnings arðbært verkefni
Stóru málin Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Sjá meira