Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Finnland 34-18 | Finnar engin fyrirstaða Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. október 2013 11:02 Mynd/Valli Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik byrjaði undankeppni EM vel í kvöld er liðið rúllaði yfir slakt lið Finna. Sextán marka sigur var síst of stór. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og má sjá myndir hans hér fyrir ofan. Gríðarlegur styrkleikamunur á liðunum og hann sást strax frá upphafi. Íslenska liðið tók strax öll völd á vellinum og leiddi með tíu mörkum í leikhléi, 18-8. Ef ekki hefði verið fyrir stórleik Sonju Koskinen í finnska markinu hefði munurinn verið mun stærri. Íslenska liðið að klúðra allt of mörgum dauðafærum. Þær stóðu vörnina vel og spiluðu oft á köflum flottan sóknarbolta. Opnuðu línuna hvað eftir annað en hefðu mátt nýta færin betur. Síðari hálfleikur var algjört formsatriði en stelpurnar héldu áfram að keyra og fá sem mest út úr leiknum. Það gekk svona misvel. Klaufagangur oft á sóknarleiknum en kom ekki að sök þar sem andstæðingurinn var mjög slakur. Markverðir íslenska liðsins vörðu mjög vel í kvöld. Varnarleikurinn til fyrirmyndar lengstum. Sóknarleikurinn misjafn og maður hefði viljað sjá á köflum betri sóknarleik gegn þessum andstæðingi. Allar stelpur fengu að spila og skiluðu flestar sínu. Þær verða þó ekki dæmdar af þessum leik sem var ekki mikið meira en æfingaleikur fyrir þær. Gott að byrja með sannfærandi sigri engu að síður og vonandi gefur þessi sigur tóninn fyrir næstu leik. Unnur: Eins gott að skotin fóru innNýliðinn Unnur Ómarsdóttir var í byrjunarliði Íslands í kvöld og skilaði heldur betur góðu verki. Fjögur skot og fjögur mörk. "Þetta er risadagur fyrir mig. Ég var svolítið stressuð í upphafi en leið samt vel. Fann fyrir trausti frá þjálfurunum og stressið fór því fljótt," sagði Unnur afar brosmild. "Ég er mjög fegin. Það var eins gott að skotin fóru inn hjá mér," sagði Unnur og hló. "Ég hef stefnt að þessu lengi. Ég hef verið viðloðandi liðið en ekkert fengið að spila. Nú er ég komin í liðið og það er gott," sagði Unnur en fer hún ekki fram á að halda byrjunarliðssæti sínu? "Vonandi fæ ég að spila áfram. Það var gott fyrir mig að byrja á svona leik. Ég vissi ekkert hvernig þetta lið var en þetta var rosalega gaman." Ágúst: Búinn að gleyma því hversu ljúft það er að vinnaÁgúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari var að vonum nokkuð léttur eftir leik enda öruggur sigur í höfn. Þetta var líka eflaust léttir fyrir hann enda hefur lið hans í Danmörku, SönderjyskE, ekki enn unnið leik í dönsku deildinni. "Ég var búinn að gleyma því hversu ljúft það er að vinna leik," sagði Ágúst brosmildur. Yfirburðir íslenska liðsins voru mjög miklir í þessum leik og Ágúst hrósaði sínu liði fyrir að halda áfram allan leikinn. "Þetta var fínt og gott að geta hreyft allan mannskapinn í dag. Við erum aðeins að vinna með 5-1 varnarleikinn og það gekk ágætlega í dag. Við fórum kannski illa með mörg færi en það var fagmennska hjá stelpunum að halda haus í 60 mínútur. "Við fórum sérstaklega illa með dauðafærin í fyrri hálfleik og það getur verið dýrt gegn sterkari andstæðingi. Heilt yfir var ég samt nokkuð sáttur við leik liðsins. Það var fínt að fá þennan leik og geta prufað marga nýja leikmenn. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik byrjaði undankeppni EM vel í kvöld er liðið rúllaði yfir slakt lið Finna. Sextán marka sigur var síst of stór. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og má sjá myndir hans hér fyrir ofan. Gríðarlegur styrkleikamunur á liðunum og hann sást strax frá upphafi. Íslenska liðið tók strax öll völd á vellinum og leiddi með tíu mörkum í leikhléi, 18-8. Ef ekki hefði verið fyrir stórleik Sonju Koskinen í finnska markinu hefði munurinn verið mun stærri. Íslenska liðið að klúðra allt of mörgum dauðafærum. Þær stóðu vörnina vel og spiluðu oft á köflum flottan sóknarbolta. Opnuðu línuna hvað eftir annað en hefðu mátt nýta færin betur. Síðari hálfleikur var algjört formsatriði en stelpurnar héldu áfram að keyra og fá sem mest út úr leiknum. Það gekk svona misvel. Klaufagangur oft á sóknarleiknum en kom ekki að sök þar sem andstæðingurinn var mjög slakur. Markverðir íslenska liðsins vörðu mjög vel í kvöld. Varnarleikurinn til fyrirmyndar lengstum. Sóknarleikurinn misjafn og maður hefði viljað sjá á köflum betri sóknarleik gegn þessum andstæðingi. Allar stelpur fengu að spila og skiluðu flestar sínu. Þær verða þó ekki dæmdar af þessum leik sem var ekki mikið meira en æfingaleikur fyrir þær. Gott að byrja með sannfærandi sigri engu að síður og vonandi gefur þessi sigur tóninn fyrir næstu leik. Unnur: Eins gott að skotin fóru innNýliðinn Unnur Ómarsdóttir var í byrjunarliði Íslands í kvöld og skilaði heldur betur góðu verki. Fjögur skot og fjögur mörk. "Þetta er risadagur fyrir mig. Ég var svolítið stressuð í upphafi en leið samt vel. Fann fyrir trausti frá þjálfurunum og stressið fór því fljótt," sagði Unnur afar brosmild. "Ég er mjög fegin. Það var eins gott að skotin fóru inn hjá mér," sagði Unnur og hló. "Ég hef stefnt að þessu lengi. Ég hef verið viðloðandi liðið en ekkert fengið að spila. Nú er ég komin í liðið og það er gott," sagði Unnur en fer hún ekki fram á að halda byrjunarliðssæti sínu? "Vonandi fæ ég að spila áfram. Það var gott fyrir mig að byrja á svona leik. Ég vissi ekkert hvernig þetta lið var en þetta var rosalega gaman." Ágúst: Búinn að gleyma því hversu ljúft það er að vinnaÁgúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari var að vonum nokkuð léttur eftir leik enda öruggur sigur í höfn. Þetta var líka eflaust léttir fyrir hann enda hefur lið hans í Danmörku, SönderjyskE, ekki enn unnið leik í dönsku deildinni. "Ég var búinn að gleyma því hversu ljúft það er að vinna leik," sagði Ágúst brosmildur. Yfirburðir íslenska liðsins voru mjög miklir í þessum leik og Ágúst hrósaði sínu liði fyrir að halda áfram allan leikinn. "Þetta var fínt og gott að geta hreyft allan mannskapinn í dag. Við erum aðeins að vinna með 5-1 varnarleikinn og það gekk ágætlega í dag. Við fórum kannski illa með mörg færi en það var fagmennska hjá stelpunum að halda haus í 60 mínútur. "Við fórum sérstaklega illa með dauðafærin í fyrri hálfleik og það getur verið dýrt gegn sterkari andstæðingi. Heilt yfir var ég samt nokkuð sáttur við leik liðsins. Það var fínt að fá þennan leik og geta prufað marga nýja leikmenn.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira