Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍR 96-83 Elvar Geir Magnússon í DHL-höllinni skrifar 17. október 2013 14:35 myndir / daníel Í kvöld fór fram Reykjavíkurslagur milli KR og ÍR í Dominos-deild karla í körfubolta. Bæði lið unnu leiki sína í fyrstu umferð en KR-ingar tóku sannfærandi sigur í kvöld 96-83. Ungt og sprækt lið ÍR lét KR hafa fyrir hlutunum í byrjun leiks en þegar Breiðhyltingar duttu inn á slæma kafla refsaði Vesturbæjarliðið. Rétt fyrir hálfleikinn náði KR þægilegu forskoti og hleyptu ÍR-ingum aldrei nálægt sér eftir það. KR var með forystuna frá upphafi til enda og halda áfram að líta feykilega vel út. Shawn Atupem í liði KR var besti maður vallarins í kvöld.Brynjar: Shawn opnar fyrir aðra leikmenn"Ég var ánægður með þetta á köflum. Menn voru orðnir þreyttir í lokin, bæði dómarar og leikmenn," sagði Brynjar Þór Björnsson sem skoraði 18 stig í kvöld. "Þegar við misstum Martin og Pavel þá duttu gæðin aðeins niður en við erum alveg sáttir með að taka tvö stig. Tveir sigrar úr fyrstu tveimur leikjunum er nokkuð gott. ÍR-ingarnir verða að fá kredit fyrir að hafa ekki gefist upp. Við þurftum að hafa fyrir hlutunum allan tímann." "ÍR-ingar eru sprækir. Þeir eru of fáliðaðir til að vera ofarlega en þeir eiga kannski eftir að láta efstu liðin hafa fyrir þessu." "Fyrstu leikirnir hafa verið flottir en við eigum Snæfell, Njarðvík og Stjörnuna í næstu leikjum. Það verða gríðarlega erfirðir leikir en við ætlum að vinna alla þrjá." Brynjar er ánægður með hvernig Shawn Atupem hefur komið inn í KR-liðið. "Mér lýst frábærlega á hann. Hann hjálpar öðrum leikmönnum að fá fullt af opnum skotum. Það eru margir í liðinu sem geta sett hann og erfitt að mæta okkur. Það er bara gleði framundan," segir Brynjar.Örvar: Horfi bara á jákvæðu hlutina"Það er ekki af ástæðulausu sem KR-ingum er spáð efsta sætinu. Þetta er frábærlega mannað lið og við vissum að þetta yrði erfitt," sagði Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari ÍR. "Mér fannst við á löngum köflum gera fína hluti en ef maður gefur KR-ingum einhvern séns þá eru þeir fljótir að refsa. Byrjunin var fín en við missum þá frá okkur á smá köflum. Ég var ósáttur við 6-7 mínútur af leiknum í heildina en það sýnir bara gæðin á KR-liðinu." "Við eigum marga unga og flotta leikmenn og þeir gáfust ekkert upp sama hvað gerðist. Mér fannst margt jákvætt og ég horfi bara á jákvæðu hlutina. Það eru kynslóðaskipti, margir strákar að stíga sín fyrstu skref og ég er bara mjög ánægður með þá." "Veturinn verður skemmtilegur. Þetta er skemmtileg deild og verður allt barátta. KR-ingarnir lofa góðu og verð vafalítið í toppbaráttunni."KR-ÍR 96-83 (30-22, 22-16, 27-20, 17-25)KR: Shawn Atupem 19/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 18, Helgi Már Magnússon 16/9 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 11/5 fráköst, Martin Hermannsson 10, Darri Hilmarsson 9, Pavel Ermolinskij 7/7 fráköst, Ólafur Már Ægisson 5, Högni Fjalarsson 1, Jón Orri Kristjánsson 0/4 fráköst.ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 18/5 fráköst, Sveinbjörn Claessen 18/6 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 14/12 fráköst, Terry Leake Jr. 14/4 fráköst, Hjalti Friðriksson 6, Ragnar Örn Bragason 5, Birgir Þór Sverrisson 4, Friðrik Hjálmarsson 2, Sæþór Elmar Kristjánsson 2. Textalýsing:Leik lokið (96-83): Shawn með 19 stig, Brynjar 18 og Helgi 16. Hjá ÍR var Sveinbjörn með 18 stig og Matthías 16.38. mínúta (96-79): Einn af dómurum tognaði svo hinir tveir klára bara leikinn. 37. mínúta (95-74): Afskaplega sannfærandi frammistaða KR heldur áfram.34. mínúta (83-64): Eina spurningin er hversu stór þessi sigur verður hjá KR.Þriðja leikhluta lokið (79-58): Öll spenna farin úr þessu.28. mínúta (75-56): Stuðningsmenn ÍR eru ansi fámennir hér vægast sagt. Virðast ekki hafa haft trú á því að sitt lið gæti fengið eitthvað í DHL-höllinni.27. mínúta (72-53): Shawn með 19 stig, Helgi með 14 og Brynjar 10. Hjá ÍR er Sveinbjörn með 16 stig.25. mínúta (61-47): KR að halda þessu í fjórtán stiga mun.24. mínúta (59-47): Heimamenn með þetta í öruggum höndum. Leikhlé.22. mínúta (57-43): Shawn að skora sitt 15. stig. Hálfleikur (52-38): KR-ingar búnir að herða tökin og komnir með vænlega forystu. Verður erfitt fyrir ÍR-inga að bjóða uppá spennu í seinni hálfleik gegn gríðarsterkum KR-ingum... en 14 stig er ekki mikið í körfubolta.18. mínúta (44-33): Pavel með þrist, nú er eins og leiðir ætli að skilja. Við hlutlausu áhorfendurnir vonum ekki.17. mínúta (41-33): Shawn að líta vel út hjá KR, kominn með 11 stig.14. mínúta (35-29): Helgi Már Magnússon var að smella niður laglegum þrist. Kominn með átta stig, stigi minna en Shawn. 12. mínúta (30-26): Gestirnir halda áfram að elta en gera það nokkuð vel. Það er ekki mikið á milli.Fyrsta leikhluta lokið (27-18): KR-ingar kláruðu leikhlutann vel.9. mínúta (20:15): Shawn Atupem, hér eftir kallaður bara Shawn í þessari lýsingu, komnn með sjö stig fyrir KR.8. mínúta (16-15): ÍR-ingar eru mættir til að gefa KR-ingum leik. Sveinbjörn með sex stig fyrir ÍR.6. mínúta (12-6): Menn ekki orðnir nægilega heitir í skotunum, margar þriggja stiga skottilraunir að klikka.3. mínuta (7-4): Fimm fyrstu stigin komu frá KR, Shawn Atupem með fimm, en svo náði ÍR að koma sér á blað. 1. mínúta (3-0): Leikurinn er farinn af stað og KR-ingar skora fyrstu stigin. Fyrir leik: Páll Sævar, KR-röddin, er vallarþulur í kvöld. Rándýrt prógramm. Hann er að kynna liðin.Fyrirleik: Ég verð að viðurkenna það að ég býst við ójöfnum leik. Ef allt er eðlilegt ætti KR að eiga nokkuð þægilegt kvöld í vændum. En það er Breiðholt í mótherjunum og Breiðhyltingar eru ekki vanir því að gefa andstæðingum sínum þægilegt kvöld.Fyrir leik: Þetta er leikur í 2. umferð Dominos-deildarinnar en bæði þessi lið unnu í fyrstu umferð. KR vann Grindavík á útivelli á meðan ÍR vann nauman sigur á Skallagrími. Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik KR og ÍR lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Sjá meira
Í kvöld fór fram Reykjavíkurslagur milli KR og ÍR í Dominos-deild karla í körfubolta. Bæði lið unnu leiki sína í fyrstu umferð en KR-ingar tóku sannfærandi sigur í kvöld 96-83. Ungt og sprækt lið ÍR lét KR hafa fyrir hlutunum í byrjun leiks en þegar Breiðhyltingar duttu inn á slæma kafla refsaði Vesturbæjarliðið. Rétt fyrir hálfleikinn náði KR þægilegu forskoti og hleyptu ÍR-ingum aldrei nálægt sér eftir það. KR var með forystuna frá upphafi til enda og halda áfram að líta feykilega vel út. Shawn Atupem í liði KR var besti maður vallarins í kvöld.Brynjar: Shawn opnar fyrir aðra leikmenn"Ég var ánægður með þetta á köflum. Menn voru orðnir þreyttir í lokin, bæði dómarar og leikmenn," sagði Brynjar Þór Björnsson sem skoraði 18 stig í kvöld. "Þegar við misstum Martin og Pavel þá duttu gæðin aðeins niður en við erum alveg sáttir með að taka tvö stig. Tveir sigrar úr fyrstu tveimur leikjunum er nokkuð gott. ÍR-ingarnir verða að fá kredit fyrir að hafa ekki gefist upp. Við þurftum að hafa fyrir hlutunum allan tímann." "ÍR-ingar eru sprækir. Þeir eru of fáliðaðir til að vera ofarlega en þeir eiga kannski eftir að láta efstu liðin hafa fyrir þessu." "Fyrstu leikirnir hafa verið flottir en við eigum Snæfell, Njarðvík og Stjörnuna í næstu leikjum. Það verða gríðarlega erfirðir leikir en við ætlum að vinna alla þrjá." Brynjar er ánægður með hvernig Shawn Atupem hefur komið inn í KR-liðið. "Mér lýst frábærlega á hann. Hann hjálpar öðrum leikmönnum að fá fullt af opnum skotum. Það eru margir í liðinu sem geta sett hann og erfitt að mæta okkur. Það er bara gleði framundan," segir Brynjar.Örvar: Horfi bara á jákvæðu hlutina"Það er ekki af ástæðulausu sem KR-ingum er spáð efsta sætinu. Þetta er frábærlega mannað lið og við vissum að þetta yrði erfitt," sagði Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari ÍR. "Mér fannst við á löngum köflum gera fína hluti en ef maður gefur KR-ingum einhvern séns þá eru þeir fljótir að refsa. Byrjunin var fín en við missum þá frá okkur á smá köflum. Ég var ósáttur við 6-7 mínútur af leiknum í heildina en það sýnir bara gæðin á KR-liðinu." "Við eigum marga unga og flotta leikmenn og þeir gáfust ekkert upp sama hvað gerðist. Mér fannst margt jákvætt og ég horfi bara á jákvæðu hlutina. Það eru kynslóðaskipti, margir strákar að stíga sín fyrstu skref og ég er bara mjög ánægður með þá." "Veturinn verður skemmtilegur. Þetta er skemmtileg deild og verður allt barátta. KR-ingarnir lofa góðu og verð vafalítið í toppbaráttunni."KR-ÍR 96-83 (30-22, 22-16, 27-20, 17-25)KR: Shawn Atupem 19/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 18, Helgi Már Magnússon 16/9 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 11/5 fráköst, Martin Hermannsson 10, Darri Hilmarsson 9, Pavel Ermolinskij 7/7 fráköst, Ólafur Már Ægisson 5, Högni Fjalarsson 1, Jón Orri Kristjánsson 0/4 fráköst.ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 18/5 fráköst, Sveinbjörn Claessen 18/6 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 14/12 fráköst, Terry Leake Jr. 14/4 fráköst, Hjalti Friðriksson 6, Ragnar Örn Bragason 5, Birgir Þór Sverrisson 4, Friðrik Hjálmarsson 2, Sæþór Elmar Kristjánsson 2. Textalýsing:Leik lokið (96-83): Shawn með 19 stig, Brynjar 18 og Helgi 16. Hjá ÍR var Sveinbjörn með 18 stig og Matthías 16.38. mínúta (96-79): Einn af dómurum tognaði svo hinir tveir klára bara leikinn. 37. mínúta (95-74): Afskaplega sannfærandi frammistaða KR heldur áfram.34. mínúta (83-64): Eina spurningin er hversu stór þessi sigur verður hjá KR.Þriðja leikhluta lokið (79-58): Öll spenna farin úr þessu.28. mínúta (75-56): Stuðningsmenn ÍR eru ansi fámennir hér vægast sagt. Virðast ekki hafa haft trú á því að sitt lið gæti fengið eitthvað í DHL-höllinni.27. mínúta (72-53): Shawn með 19 stig, Helgi með 14 og Brynjar 10. Hjá ÍR er Sveinbjörn með 16 stig.25. mínúta (61-47): KR að halda þessu í fjórtán stiga mun.24. mínúta (59-47): Heimamenn með þetta í öruggum höndum. Leikhlé.22. mínúta (57-43): Shawn að skora sitt 15. stig. Hálfleikur (52-38): KR-ingar búnir að herða tökin og komnir með vænlega forystu. Verður erfitt fyrir ÍR-inga að bjóða uppá spennu í seinni hálfleik gegn gríðarsterkum KR-ingum... en 14 stig er ekki mikið í körfubolta.18. mínúta (44-33): Pavel með þrist, nú er eins og leiðir ætli að skilja. Við hlutlausu áhorfendurnir vonum ekki.17. mínúta (41-33): Shawn að líta vel út hjá KR, kominn með 11 stig.14. mínúta (35-29): Helgi Már Magnússon var að smella niður laglegum þrist. Kominn með átta stig, stigi minna en Shawn. 12. mínúta (30-26): Gestirnir halda áfram að elta en gera það nokkuð vel. Það er ekki mikið á milli.Fyrsta leikhluta lokið (27-18): KR-ingar kláruðu leikhlutann vel.9. mínúta (20:15): Shawn Atupem, hér eftir kallaður bara Shawn í þessari lýsingu, komnn með sjö stig fyrir KR.8. mínúta (16-15): ÍR-ingar eru mættir til að gefa KR-ingum leik. Sveinbjörn með sex stig fyrir ÍR.6. mínúta (12-6): Menn ekki orðnir nægilega heitir í skotunum, margar þriggja stiga skottilraunir að klikka.3. mínuta (7-4): Fimm fyrstu stigin komu frá KR, Shawn Atupem með fimm, en svo náði ÍR að koma sér á blað. 1. mínúta (3-0): Leikurinn er farinn af stað og KR-ingar skora fyrstu stigin. Fyrir leik: Páll Sævar, KR-röddin, er vallarþulur í kvöld. Rándýrt prógramm. Hann er að kynna liðin.Fyrirleik: Ég verð að viðurkenna það að ég býst við ójöfnum leik. Ef allt er eðlilegt ætti KR að eiga nokkuð þægilegt kvöld í vændum. En það er Breiðholt í mótherjunum og Breiðhyltingar eru ekki vanir því að gefa andstæðingum sínum þægilegt kvöld.Fyrir leik: Þetta er leikur í 2. umferð Dominos-deildarinnar en bæði þessi lið unnu í fyrstu umferð. KR vann Grindavík á útivelli á meðan ÍR vann nauman sigur á Skallagrími. Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik KR og ÍR lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn