Valur vann í kvöld sannfærandi sigur, 33-18, á FH í Olís-deild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni.
Staðan var 15-10 í hálfleik en heimamenn gerðu gjörsamlega útum leikinn í þeim síðari og FH réði ekki ekkert við Valsstúlkur síðust 30 mínútur leiksins.
Valur í er í efsta sæti deildarinnar með 11 stig eftir sex leiki en FH er í sjötta sæti deildarinnar með fjögur stig eftir leikinn í kvöld.
Karólína Lárudóttir gerði átta mörk fyrir Val í kvöld og Kristín Guðmundsdóttir var með sex.

