Minjagripaverslunum bannað að selja lunda, kindur og trékýr Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 23. september 2013 16:34 Vörurnar sem lagt var á tímabundið sölubann voru ekki CE-merktar, en það bendir til að varan sé ekki öruggt leikfang fyrir börn. Starfsmenn Neytendastofu fóru í sex minjagripaverslanir í miðbæ Reykjavíkur vegna ábendingar um að til sölu væru leikföng sem væru ekki í lagi. Alls voru skoðuð 22 leikföng í umræddum búðum og af þeim voru aðeins tvær vörur eða 9% í lagi. Í umræddum búðum var sett tímabundið sölubann á alls 11 vörur en á hinar níu voru gerðar athugasemdir, þar sem farið var fram á afhendingu gagna, en ekki sett á tímabundið sölubann að svo stöddu. Þær minjagripaverslanir sem hér um ræðir eru The Viking og Ísbjörninn á Laugavegi, Rammagerðin í Hafnarstræti, Islandia í Bankastræti og Thorvaldsensfélagið í Austurstræti.Samkvæmt tilkynningu frá Neytendastofu var í verslun The Viking sett tímabundið sölubann á a) lunda mjúkdýr (framleiðandi ótilgreindur), b) kind framleidda af Happy day, c) hvítan selkóp framleiddan af Happy day og d) lunda einnig framleiddan af Happy day. Í verslun Rammagerðarinnar var sett tímabundið sölubann á a) Sprella framleiddan af Kozy by Alma, b) Trékýr framleidda af leikfangaverksmiðjunni Stubbi, c) Monstrarnir brúða einnig framleidda af Kozy by Alma og d) Leikfang til þess að hengja á vagn framleitt af Made by Grandma. Í verslun Ísbjarnarins var sett tímabundið sölubann á Monstrarnir brúða framleidda af Kozy by Alma. Í verslun Thorvaldsensfélagsins var sett tímabundið sölubann á ljóshærða Dúkku (Anna) framleidda af Drífa ehf. Í verslun Islandia og Ísey var ekki sett tímabundið sölubann á neina vöru að svo stöddu. Vörurnar sem lagt var á tímabundið sölubann voru ekki CE-merktar, en það bendir til að varan sé ekki öruggt leikfang fyrir börn. En eingöngu er heimilt að setja á markað leikföng sem merkt eru með CE-merki. Einnig var nokkuð um að það vantaði framleiðanda, framleiðsluland, varúðarmerkingar auk leiðbeininga. Athygli skal þó vakin á því að engar tilkynningar hafa borist Neytendastofu um slys af völdum ofangreindra leikfanga. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Starfsmenn Neytendastofu fóru í sex minjagripaverslanir í miðbæ Reykjavíkur vegna ábendingar um að til sölu væru leikföng sem væru ekki í lagi. Alls voru skoðuð 22 leikföng í umræddum búðum og af þeim voru aðeins tvær vörur eða 9% í lagi. Í umræddum búðum var sett tímabundið sölubann á alls 11 vörur en á hinar níu voru gerðar athugasemdir, þar sem farið var fram á afhendingu gagna, en ekki sett á tímabundið sölubann að svo stöddu. Þær minjagripaverslanir sem hér um ræðir eru The Viking og Ísbjörninn á Laugavegi, Rammagerðin í Hafnarstræti, Islandia í Bankastræti og Thorvaldsensfélagið í Austurstræti.Samkvæmt tilkynningu frá Neytendastofu var í verslun The Viking sett tímabundið sölubann á a) lunda mjúkdýr (framleiðandi ótilgreindur), b) kind framleidda af Happy day, c) hvítan selkóp framleiddan af Happy day og d) lunda einnig framleiddan af Happy day. Í verslun Rammagerðarinnar var sett tímabundið sölubann á a) Sprella framleiddan af Kozy by Alma, b) Trékýr framleidda af leikfangaverksmiðjunni Stubbi, c) Monstrarnir brúða einnig framleidda af Kozy by Alma og d) Leikfang til þess að hengja á vagn framleitt af Made by Grandma. Í verslun Ísbjarnarins var sett tímabundið sölubann á Monstrarnir brúða framleidda af Kozy by Alma. Í verslun Thorvaldsensfélagsins var sett tímabundið sölubann á ljóshærða Dúkku (Anna) framleidda af Drífa ehf. Í verslun Islandia og Ísey var ekki sett tímabundið sölubann á neina vöru að svo stöddu. Vörurnar sem lagt var á tímabundið sölubann voru ekki CE-merktar, en það bendir til að varan sé ekki öruggt leikfang fyrir börn. En eingöngu er heimilt að setja á markað leikföng sem merkt eru með CE-merki. Einnig var nokkuð um að það vantaði framleiðanda, framleiðsluland, varúðarmerkingar auk leiðbeininga. Athygli skal þó vakin á því að engar tilkynningar hafa borist Neytendastofu um slys af völdum ofangreindra leikfanga.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira