Hólmfríður: Við erum líka með svakalega varnarmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2013 16:00 Hólmfríður Magnúsdóttir. Mynd/Valli Hólmfríður Magnúsdóttir missti af síðasta landsleik kvennalandsliðsins í fótbolta þegar liðið tapaði 0-4 í átta liða úrslitum EM í Svíþjóð en hún var þá í leikbanni. Hólmfríður verður hinsvegar í eldlínunni í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið mætir Sviss í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2015. „Það var erfitt fyrir mig að fá ekki að vera með á móti Svíum á EM en núna er bara komin ný keppni og hin keppnin er löngu búin," sagði Hólmfríður. Svissneska liðið vann 9-0 sigur á Serbíu um síðustu helgi og ætlar sér greinilega að komast á stórmót í fyrsta sinn. „Ég er ekkert að spá í því. Við þurfum bara að einbeita okkur að okkar leik og eigum ekkert að vera spá í öðrum úrslitum. Það eru skemmtilegustu leikirnir þegar við fáum að spila á móti sterkum liðum og þetta verður gott verkefni fyrir okkur," sagði Hólmfríður. Freyr Alexandersson er að stýra íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í kvöld og þá mun Katrín Jónsdóttir spila sinn síðasta landsleik. „Við náum alveg að halda einbeitingu," svara Hólmfríður strax og bætir svo við: „Það er alveg nýtt starfslið í kringum liðið og það eru mjög spennandi tímar framundan. Ég er ekki búin að sjá miklar breytingar en Freyr kemur með sínar áherslur þó að hann vilji ekki gera of mikið á stuttum tíma," sagði Hólmfríður. Hólmfríður hefur spilað lengstum á vinstri kantinum með landsliðinu en er hún hugsanlega á leiðinni í framlínuna hjá Frey? „Það getur vel verið eða kannski að hann setji mig í bakvörðinn. Ég veit það ekki. Ég verð bara að standa mig á æfingum og sjá síðan til hvaða hlutverk ég fæ," segir Hólmfríður. „Ég veit ekki mikið um þetta svissneska lið en ég veit að við þurfum bara að vera fastar fyrir og nýta okkar fljótu kantmenn í góðum skyndisóknum," segir Hólmfríður. Hún hefur ekki áhyggjur af svakalegri sóknarlínu Sviss. „Við erum líka með svakalega varnarmenn þannig að þetta verður ekki mikið mál. Þetta verður samt gríðarlega erfiður leikur og við þurfum að spila okkar besta leik. Það hefur líka verið þannig að það er erfitt að koma hingað og ná í stig af okkur. Það er mjög mikilvægt að byrja þessa undankeppni vel og ná í fyrstu þrjú stigin," sagði Hólmfríður að lokum. Leikurinn við Sviss hefst klukkan 18.30 á Laugardalsvellinum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir missti af síðasta landsleik kvennalandsliðsins í fótbolta þegar liðið tapaði 0-4 í átta liða úrslitum EM í Svíþjóð en hún var þá í leikbanni. Hólmfríður verður hinsvegar í eldlínunni í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið mætir Sviss í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2015. „Það var erfitt fyrir mig að fá ekki að vera með á móti Svíum á EM en núna er bara komin ný keppni og hin keppnin er löngu búin," sagði Hólmfríður. Svissneska liðið vann 9-0 sigur á Serbíu um síðustu helgi og ætlar sér greinilega að komast á stórmót í fyrsta sinn. „Ég er ekkert að spá í því. Við þurfum bara að einbeita okkur að okkar leik og eigum ekkert að vera spá í öðrum úrslitum. Það eru skemmtilegustu leikirnir þegar við fáum að spila á móti sterkum liðum og þetta verður gott verkefni fyrir okkur," sagði Hólmfríður. Freyr Alexandersson er að stýra íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í kvöld og þá mun Katrín Jónsdóttir spila sinn síðasta landsleik. „Við náum alveg að halda einbeitingu," svara Hólmfríður strax og bætir svo við: „Það er alveg nýtt starfslið í kringum liðið og það eru mjög spennandi tímar framundan. Ég er ekki búin að sjá miklar breytingar en Freyr kemur með sínar áherslur þó að hann vilji ekki gera of mikið á stuttum tíma," sagði Hólmfríður. Hólmfríður hefur spilað lengstum á vinstri kantinum með landsliðinu en er hún hugsanlega á leiðinni í framlínuna hjá Frey? „Það getur vel verið eða kannski að hann setji mig í bakvörðinn. Ég veit það ekki. Ég verð bara að standa mig á æfingum og sjá síðan til hvaða hlutverk ég fæ," segir Hólmfríður. „Ég veit ekki mikið um þetta svissneska lið en ég veit að við þurfum bara að vera fastar fyrir og nýta okkar fljótu kantmenn í góðum skyndisóknum," segir Hólmfríður. Hún hefur ekki áhyggjur af svakalegri sóknarlínu Sviss. „Við erum líka með svakalega varnarmenn þannig að þetta verður ekki mikið mál. Þetta verður samt gríðarlega erfiður leikur og við þurfum að spila okkar besta leik. Það hefur líka verið þannig að það er erfitt að koma hingað og ná í stig af okkur. Það er mjög mikilvægt að byrja þessa undankeppni vel og ná í fyrstu þrjú stigin," sagði Hólmfríður að lokum. Leikurinn við Sviss hefst klukkan 18.30 á Laugardalsvellinum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn