Ásgerður: Frekar löng leið fyrir mig inn í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2013 13:15 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir með hinum Stjörnustelpunum í landsliðinu. Mynd/Valli Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, var valin í landsliðið í fyrsta sinn fyrir leikinn á móti Sviss í kvöld en hún er ein af sex Stjörnustelpum í hópnum. „Það hefur verið frekar löng leið fyrir mig inn í landsliðið og ég er ekki yngsti leikmaðurinn í hópnum," segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir sem er 26 ára gömul en hefur tekið stóran þátt í magnaðri uppbyggingu kvennaliðs Stjörnunnar undanfarin ár. Stjörnuliðið vann alla 18 leiki síns í Pepsi-deild kvenna í sumar og setti nýtt og glæsilegt stigamet. „Það er frábær endir á flottu tímabili að fá að vera með landsliðinu. Þetta var frábært tímabil hjá okkur í Stjörnunni og ágætt að enda hér," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. „Við vorum fimm á EM þannig að það er ekkert nýtt að Stjörnustelpur séu að vinna sér sæti í landsliðinu," segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en tvær Stjörnukonur komu nú inn í liðið en ein missti sæti sitt. Var það eitthvað mál á æfingu? „Það voru engar æfingar hjá okkur eftir valið," sagði Ásgerður í léttum tón en bætti strax við: „Við erum í þessu allar saman og samgleðjumst með hverri annarri," sagði Ásgerður. „Láki var með einhverja fyrirsögn um að það ættu fleiri Stjörnustelpur að vera í landsliðinu en ég held að það hafi ekki verið margir að hlusta á hann frekar en fyrri daginn," segir Ásgerður um þá kröfu Stjörnuþjálfarans Þorláks Árnasonar að Stjarnan ætti að vera með fleiri landsliðskonur. Ásgerður kemur inn í landsliðið á tímamótum því Freyr Alexandersson tók við liðinu á dögunum. „Þetta hefur verið svipað og ég bjóst við. Ég vissi að Freyr væri skipulagður og góður þjálfari og hann hefur ekki komið mér á óvart í því," sagði Ásgerður um reynsluna af fyrstu landsliðsæfingunum. Ásgerður spilar gríðarlega mikilvægt hlutverk á miðju Stjörnunnar en það taka ekki allir eftir framlagi hennar til liðsins. Hún vinnur fyrir liðsfélagana og heldur hlutunum gangandi. „Það eru einhverjir í liðinu sem taka eftir því og þjálfarinn væntanlega. Ég er ekki mikið að pæla í því að fá ekki hrós utan frá því ég fær nógu mikið hrós frá liðsfélögunum og þeim sem koma að Stjörnunni," segir Ásgerður. „Ég er með þrjá eða fjóra kjúklinga við hliðina á mér og einhver þarf að stjórna þeim. Ég læt þær alveg heyra það," sagði Ásgerður að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, var valin í landsliðið í fyrsta sinn fyrir leikinn á móti Sviss í kvöld en hún er ein af sex Stjörnustelpum í hópnum. „Það hefur verið frekar löng leið fyrir mig inn í landsliðið og ég er ekki yngsti leikmaðurinn í hópnum," segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir sem er 26 ára gömul en hefur tekið stóran þátt í magnaðri uppbyggingu kvennaliðs Stjörnunnar undanfarin ár. Stjörnuliðið vann alla 18 leiki síns í Pepsi-deild kvenna í sumar og setti nýtt og glæsilegt stigamet. „Það er frábær endir á flottu tímabili að fá að vera með landsliðinu. Þetta var frábært tímabil hjá okkur í Stjörnunni og ágætt að enda hér," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. „Við vorum fimm á EM þannig að það er ekkert nýtt að Stjörnustelpur séu að vinna sér sæti í landsliðinu," segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en tvær Stjörnukonur komu nú inn í liðið en ein missti sæti sitt. Var það eitthvað mál á æfingu? „Það voru engar æfingar hjá okkur eftir valið," sagði Ásgerður í léttum tón en bætti strax við: „Við erum í þessu allar saman og samgleðjumst með hverri annarri," sagði Ásgerður. „Láki var með einhverja fyrirsögn um að það ættu fleiri Stjörnustelpur að vera í landsliðinu en ég held að það hafi ekki verið margir að hlusta á hann frekar en fyrri daginn," segir Ásgerður um þá kröfu Stjörnuþjálfarans Þorláks Árnasonar að Stjarnan ætti að vera með fleiri landsliðskonur. Ásgerður kemur inn í landsliðið á tímamótum því Freyr Alexandersson tók við liðinu á dögunum. „Þetta hefur verið svipað og ég bjóst við. Ég vissi að Freyr væri skipulagður og góður þjálfari og hann hefur ekki komið mér á óvart í því," sagði Ásgerður um reynsluna af fyrstu landsliðsæfingunum. Ásgerður spilar gríðarlega mikilvægt hlutverk á miðju Stjörnunnar en það taka ekki allir eftir framlagi hennar til liðsins. Hún vinnur fyrir liðsfélagana og heldur hlutunum gangandi. „Það eru einhverjir í liðinu sem taka eftir því og þjálfarinn væntanlega. Ég er ekki mikið að pæla í því að fá ekki hrós utan frá því ég fær nógu mikið hrós frá liðsfélögunum og þeim sem koma að Stjörnunni," segir Ásgerður. „Ég er með þrjá eða fjóra kjúklinga við hliðina á mér og einhver þarf að stjórna þeim. Ég læt þær alveg heyra það," sagði Ásgerður að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira