Margrét Lára: Þær voru miklu betri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2013 21:30 Margrét Lára tekur sprettinn í kvöld. mynd/daníel Margrét Lára Viðarsdóttir fékk úr litlu að moða í 0-2 tapi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á móti Sviss í undankeppni HM 2015 í kvöld. Íslenska liðið átti lengstum í miklum vandræðum og gat þakkað fyrir að tapa ekki stærra. „Mér fannst við fínar fyrstu tuttugu mínúturnar og við hefðum getað sett á þær mark því við fengum áægtis færi til þess. Við nýttum þau ekki og þær komast bara inn í leikinn. Þær eru snarpari, sterkari og ákveðnari en við í öllum aðgerðum. Við erum bara eftirá og þegar þú ert að mæta svona heimsklassaleikmönnum sem eru svona agressívar og með svona boltameðferð þá þýðir ekkert að koma einni mínútu of seint því þá ertu bara tekin í bakaríið. Það má eiginlega segja að það hafi gerst í dag," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir leikinn. Hápressa svissneska liðsins fór afar illa með allt spil íslenska liðsins í leiknum og framherjarnir fengu lítið að vera með. „Við komumst aldrei í gegnum þeirra fyrstu pressu því við töpuðum alltaf boltanum áður en við komust inn á þeirra vallarþriðjung. Þetta var bara erfitt og við vorum bara undir í öllu í dag. Þær voru miklu betri og áttu sigurinn skilinn. Þær minna mig svolítið á Frakkland á sínum tíma þegar þær voru að koma upp. Þetta er lið sem á eftir að ná rosalega langt," sagði Margrét Lára. Þetta er samt bara fyrsti leikur af tíu í þessari undankeppni og ef Sviss spilar áfram eins og í fyrstu tveimur leikjum sínum verður þetta jafnvel bara keppni á milli Íslands og Danmerkur um annað sætið. „Það er nóg eftir ennþá og ég held að þetta verði rosalega opinn riðill. Við erum þarna þrjú lið sem geta hirt stig af hvoru öðru og þetta er ekki búið. Þetta er bara rétt að byrja en þetta tap þýðir að við erum búnar að misstíga okkur einu sinni og erum komnar upp við vegg. Við verðum að klára rest," segir Matrgrét Lára. Íslenska liðið spilaði þarna sinn fyrsta leik undir stjórn Freys Alexanderssonar og hann var aðeins hliðra til í leikstöðum leikmanna. „Við eigum mikið inni og það má ekki gleyma því að það eru að koma nýjar áherslur. Hlutirnir eru að breytast og það mun eðlilega taka tíma. Við þurfum bara að sýna þolinmæði en það voru ákveðin atriði í okkar leik sem við hefðum getað gert miklu betur. Það eru atriði sem snúa ekki að taktík eða öðru slíku. Mér fannst við hefðum getað barist betur, verið nærri þeim og spilað betur á okkar styrkleikum. Við getum betur," sagði Margrét Lára. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir fékk úr litlu að moða í 0-2 tapi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á móti Sviss í undankeppni HM 2015 í kvöld. Íslenska liðið átti lengstum í miklum vandræðum og gat þakkað fyrir að tapa ekki stærra. „Mér fannst við fínar fyrstu tuttugu mínúturnar og við hefðum getað sett á þær mark því við fengum áægtis færi til þess. Við nýttum þau ekki og þær komast bara inn í leikinn. Þær eru snarpari, sterkari og ákveðnari en við í öllum aðgerðum. Við erum bara eftirá og þegar þú ert að mæta svona heimsklassaleikmönnum sem eru svona agressívar og með svona boltameðferð þá þýðir ekkert að koma einni mínútu of seint því þá ertu bara tekin í bakaríið. Það má eiginlega segja að það hafi gerst í dag," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir leikinn. Hápressa svissneska liðsins fór afar illa með allt spil íslenska liðsins í leiknum og framherjarnir fengu lítið að vera með. „Við komumst aldrei í gegnum þeirra fyrstu pressu því við töpuðum alltaf boltanum áður en við komust inn á þeirra vallarþriðjung. Þetta var bara erfitt og við vorum bara undir í öllu í dag. Þær voru miklu betri og áttu sigurinn skilinn. Þær minna mig svolítið á Frakkland á sínum tíma þegar þær voru að koma upp. Þetta er lið sem á eftir að ná rosalega langt," sagði Margrét Lára. Þetta er samt bara fyrsti leikur af tíu í þessari undankeppni og ef Sviss spilar áfram eins og í fyrstu tveimur leikjum sínum verður þetta jafnvel bara keppni á milli Íslands og Danmerkur um annað sætið. „Það er nóg eftir ennþá og ég held að þetta verði rosalega opinn riðill. Við erum þarna þrjú lið sem geta hirt stig af hvoru öðru og þetta er ekki búið. Þetta er bara rétt að byrja en þetta tap þýðir að við erum búnar að misstíga okkur einu sinni og erum komnar upp við vegg. Við verðum að klára rest," segir Matrgrét Lára. Íslenska liðið spilaði þarna sinn fyrsta leik undir stjórn Freys Alexanderssonar og hann var aðeins hliðra til í leikstöðum leikmanna. „Við eigum mikið inni og það má ekki gleyma því að það eru að koma nýjar áherslur. Hlutirnir eru að breytast og það mun eðlilega taka tíma. Við þurfum bara að sýna þolinmæði en það voru ákveðin atriði í okkar leik sem við hefðum getað gert miklu betur. Það eru atriði sem snúa ekki að taktík eða öðru slíku. Mér fannst við hefðum getað barist betur, verið nærri þeim og spilað betur á okkar styrkleikum. Við getum betur," sagði Margrét Lára.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira