Freyr: Óþolandi að geta ekki kvatt Kötu betur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2013 21:39 Freyr klórar sér í hausnum á hliðarlínunni. mynd/daníel Freyr Alexandersson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið tapaði 0-2 á heimavelli á móti Sviss í undankeppni HM 2015. Íslenska liðið átti aldrei möguleika eftir að liðið lenti undir strax á 9. mínútu. „Þetta var erfitt. Hápressan gekk vel hjá þeim og við náðum ekki að leysa það og það er eitthvað sem við þurfum að æfa okkur í. Ég reyndi að bregðast við eins og hægt var en við náðum ekki að leysa þessa pressu næginlega vel. Það var erfitt að spila í bleytunni og þær fjórar fremstu hjá þeim eru mjög fljótar. Við þurftum að leita í langa bolta og við viljum það ekki," sagði Freyr og íslenska liðið þarf að hans mati að læra það að spila sig í gegnum slíka hápressu. „Við þurfum að styrkja okkar leik í stuttu spili til þess að verða betra lið. Langir boltar eru ekki að gera mikið fyrir okkur. Ég hálf vorkenndi fremstu mönnum okkar því þetta var rosalega erfitt fyrir þær. Það voru samt allar að leggja sig fram og ætluðu virkilega að reyna að koma sér inn í leikinn. Þær voru betri en við í dag," sagði Freyr. „Það er nóg eftir og Sviss munu misstíga sig. Nú þurfum við bara að einbeita okkur að okkur. Næst er Serbía og við förum þangað og tökum þrjú stig. Mér finnst ekki tímabært að fara að ráðast á það sem þarf að laga núna strax eftir minn fyrsta leik. Ég þarf meiri tíma í að gera upp leikinn og sjá hvar við gerðum misstök. Svo get ég lofað því að við leggjum okkur öll fram í að bæta okkar leik," sagði Freyr. „Það er svekkjandi að þær séu komnar með sex stig á meðan við erum með núll stig. Við ætluðum ekki að tapa leik hérna á heimavelli og það er alveg klárt. Það þýðir samt ekki að dvelja við þetta því þetta er búið og við þurfum bara að halda vel á okkar spilum og bæta okkar leik og gera betur," sagði Freyr. Katrín Jónsdóttir lék sinn 133. og síðasta landsleik í kvöld. Íslensku stelpurnar náðu ekki að kveðja fyrirliða sinn með sigri. „Það er óþolandi að geta ekki kvatt Kötu betur og ég er virkilega svekktur með það. Við finnum eitthvað jákvætt í þessu. Nú bara kveðjum við gömlu en ég er mjög svekktur að hafa ekki kvatt hana með sigri í dag," sagði Freyr. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Freyr Alexandersson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið tapaði 0-2 á heimavelli á móti Sviss í undankeppni HM 2015. Íslenska liðið átti aldrei möguleika eftir að liðið lenti undir strax á 9. mínútu. „Þetta var erfitt. Hápressan gekk vel hjá þeim og við náðum ekki að leysa það og það er eitthvað sem við þurfum að æfa okkur í. Ég reyndi að bregðast við eins og hægt var en við náðum ekki að leysa þessa pressu næginlega vel. Það var erfitt að spila í bleytunni og þær fjórar fremstu hjá þeim eru mjög fljótar. Við þurftum að leita í langa bolta og við viljum það ekki," sagði Freyr og íslenska liðið þarf að hans mati að læra það að spila sig í gegnum slíka hápressu. „Við þurfum að styrkja okkar leik í stuttu spili til þess að verða betra lið. Langir boltar eru ekki að gera mikið fyrir okkur. Ég hálf vorkenndi fremstu mönnum okkar því þetta var rosalega erfitt fyrir þær. Það voru samt allar að leggja sig fram og ætluðu virkilega að reyna að koma sér inn í leikinn. Þær voru betri en við í dag," sagði Freyr. „Það er nóg eftir og Sviss munu misstíga sig. Nú þurfum við bara að einbeita okkur að okkur. Næst er Serbía og við förum þangað og tökum þrjú stig. Mér finnst ekki tímabært að fara að ráðast á það sem þarf að laga núna strax eftir minn fyrsta leik. Ég þarf meiri tíma í að gera upp leikinn og sjá hvar við gerðum misstök. Svo get ég lofað því að við leggjum okkur öll fram í að bæta okkar leik," sagði Freyr. „Það er svekkjandi að þær séu komnar með sex stig á meðan við erum með núll stig. Við ætluðum ekki að tapa leik hérna á heimavelli og það er alveg klárt. Það þýðir samt ekki að dvelja við þetta því þetta er búið og við þurfum bara að halda vel á okkar spilum og bæta okkar leik og gera betur," sagði Freyr. Katrín Jónsdóttir lék sinn 133. og síðasta landsleik í kvöld. Íslensku stelpurnar náðu ekki að kveðja fyrirliða sinn með sigri. „Það er óþolandi að geta ekki kvatt Kötu betur og ég er virkilega svekktur með það. Við finnum eitthvað jákvætt í þessu. Nú bara kveðjum við gömlu en ég er mjög svekktur að hafa ekki kvatt hana með sigri í dag," sagði Freyr.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira