Freyr: Óþolandi að geta ekki kvatt Kötu betur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2013 21:39 Freyr klórar sér í hausnum á hliðarlínunni. mynd/daníel Freyr Alexandersson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið tapaði 0-2 á heimavelli á móti Sviss í undankeppni HM 2015. Íslenska liðið átti aldrei möguleika eftir að liðið lenti undir strax á 9. mínútu. „Þetta var erfitt. Hápressan gekk vel hjá þeim og við náðum ekki að leysa það og það er eitthvað sem við þurfum að æfa okkur í. Ég reyndi að bregðast við eins og hægt var en við náðum ekki að leysa þessa pressu næginlega vel. Það var erfitt að spila í bleytunni og þær fjórar fremstu hjá þeim eru mjög fljótar. Við þurftum að leita í langa bolta og við viljum það ekki," sagði Freyr og íslenska liðið þarf að hans mati að læra það að spila sig í gegnum slíka hápressu. „Við þurfum að styrkja okkar leik í stuttu spili til þess að verða betra lið. Langir boltar eru ekki að gera mikið fyrir okkur. Ég hálf vorkenndi fremstu mönnum okkar því þetta var rosalega erfitt fyrir þær. Það voru samt allar að leggja sig fram og ætluðu virkilega að reyna að koma sér inn í leikinn. Þær voru betri en við í dag," sagði Freyr. „Það er nóg eftir og Sviss munu misstíga sig. Nú þurfum við bara að einbeita okkur að okkur. Næst er Serbía og við förum þangað og tökum þrjú stig. Mér finnst ekki tímabært að fara að ráðast á það sem þarf að laga núna strax eftir minn fyrsta leik. Ég þarf meiri tíma í að gera upp leikinn og sjá hvar við gerðum misstök. Svo get ég lofað því að við leggjum okkur öll fram í að bæta okkar leik," sagði Freyr. „Það er svekkjandi að þær séu komnar með sex stig á meðan við erum með núll stig. Við ætluðum ekki að tapa leik hérna á heimavelli og það er alveg klárt. Það þýðir samt ekki að dvelja við þetta því þetta er búið og við þurfum bara að halda vel á okkar spilum og bæta okkar leik og gera betur," sagði Freyr. Katrín Jónsdóttir lék sinn 133. og síðasta landsleik í kvöld. Íslensku stelpurnar náðu ekki að kveðja fyrirliða sinn með sigri. „Það er óþolandi að geta ekki kvatt Kötu betur og ég er virkilega svekktur með það. Við finnum eitthvað jákvætt í þessu. Nú bara kveðjum við gömlu en ég er mjög svekktur að hafa ekki kvatt hana með sigri í dag," sagði Freyr. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira
Freyr Alexandersson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið tapaði 0-2 á heimavelli á móti Sviss í undankeppni HM 2015. Íslenska liðið átti aldrei möguleika eftir að liðið lenti undir strax á 9. mínútu. „Þetta var erfitt. Hápressan gekk vel hjá þeim og við náðum ekki að leysa það og það er eitthvað sem við þurfum að æfa okkur í. Ég reyndi að bregðast við eins og hægt var en við náðum ekki að leysa þessa pressu næginlega vel. Það var erfitt að spila í bleytunni og þær fjórar fremstu hjá þeim eru mjög fljótar. Við þurftum að leita í langa bolta og við viljum það ekki," sagði Freyr og íslenska liðið þarf að hans mati að læra það að spila sig í gegnum slíka hápressu. „Við þurfum að styrkja okkar leik í stuttu spili til þess að verða betra lið. Langir boltar eru ekki að gera mikið fyrir okkur. Ég hálf vorkenndi fremstu mönnum okkar því þetta var rosalega erfitt fyrir þær. Það voru samt allar að leggja sig fram og ætluðu virkilega að reyna að koma sér inn í leikinn. Þær voru betri en við í dag," sagði Freyr. „Það er nóg eftir og Sviss munu misstíga sig. Nú þurfum við bara að einbeita okkur að okkur. Næst er Serbía og við förum þangað og tökum þrjú stig. Mér finnst ekki tímabært að fara að ráðast á það sem þarf að laga núna strax eftir minn fyrsta leik. Ég þarf meiri tíma í að gera upp leikinn og sjá hvar við gerðum misstök. Svo get ég lofað því að við leggjum okkur öll fram í að bæta okkar leik," sagði Freyr. „Það er svekkjandi að þær séu komnar með sex stig á meðan við erum með núll stig. Við ætluðum ekki að tapa leik hérna á heimavelli og það er alveg klárt. Það þýðir samt ekki að dvelja við þetta því þetta er búið og við þurfum bara að halda vel á okkar spilum og bæta okkar leik og gera betur," sagði Freyr. Katrín Jónsdóttir lék sinn 133. og síðasta landsleik í kvöld. Íslensku stelpurnar náðu ekki að kveðja fyrirliða sinn með sigri. „Það er óþolandi að geta ekki kvatt Kötu betur og ég er virkilega svekktur með það. Við finnum eitthvað jákvætt í þessu. Nú bara kveðjum við gömlu en ég er mjög svekktur að hafa ekki kvatt hana með sigri í dag," sagði Freyr.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira